Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Til hvers eru augnhár?

Þuríður Þorbjarnardóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Til hvers eru augnhár og hvað myndi gerast ef við hefðum þau ekki?
Augnhár tilheyra fylgihlutum augnanna. Hinir eru augabrúnir, augnlok og tárakerfið (tárakirtlar, tárapokar, táragöng og -rásir).

Segja má að augnhárin tilheyri augnlokunum. Augnlokin dreifa smurningsvökva um augun þegar við blikkum eða deplum augunum. Þau sjá ennfremur um að draga fyrir augun og myrkva þau á meðan við sofum. Einnig verja þau augun fyrir framandi hlutum í umhverfinu.

Í auganu sjálfu er búnaður til að laga það að mikilli birtu og birtubreytingum. Þetta gerist bæði með því að ljósop augans stækkar og minnkar svipað og á ljósmyndavél og einnig með því að ljósnæmi sjónhimnunnar breytist svipað og skipt væri um filmu í myndavél. En þessi búnaður er þó ekki sérlega fljótvirkur eins og við skynjum þegar við lendum snögglega í myrkri eða mikilli birtu og þurfum að venjast því. Þegar birta verður meiri og breytingin örari en svo að búnaðurinn inni í auganu ráði við hana, þá koma augnlokin og annar umbúnaður augans til hjálpar. Við pírum þá augun sem kallað er og temprum þannig enn frekar ljósmagnið sem fer inn um ljósop augans.



Mynd úr Andalúsíuhundinum (1928), frægri súrrealískri kvikmynd eftir Spánverjana Luis Buñuel og Salvador Dali.

Augnhárin skynja aðskotahluti í grennd við augað, grípa þá og sópa þeim í burtu eða gefa boð um að loka augunum. Ef við værum ekki með augnhár hefði það líklega ekki afdrifaríkar afleiðingar en varnarbúnaður augnanna mundi þó skerðast talsvert.

Heimild og mynd:
  • Tortora, Gerard J. (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
  • La Vitrina

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.9.2003

Spyrjandi

Laufey Dóra Áskelsdóttir, f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Til hvers eru augnhár? “ Vísindavefurinn, 15. september 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3729.

Þuríður Þorbjarnardóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 15. september). Til hvers eru augnhár? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3729

Þuríður Þorbjarnardóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Til hvers eru augnhár? “ Vísindavefurinn. 15. sep. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3729>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Til hvers eru augnhár?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Til hvers eru augnhár og hvað myndi gerast ef við hefðum þau ekki?
Augnhár tilheyra fylgihlutum augnanna. Hinir eru augabrúnir, augnlok og tárakerfið (tárakirtlar, tárapokar, táragöng og -rásir).

Segja má að augnhárin tilheyri augnlokunum. Augnlokin dreifa smurningsvökva um augun þegar við blikkum eða deplum augunum. Þau sjá ennfremur um að draga fyrir augun og myrkva þau á meðan við sofum. Einnig verja þau augun fyrir framandi hlutum í umhverfinu.

Í auganu sjálfu er búnaður til að laga það að mikilli birtu og birtubreytingum. Þetta gerist bæði með því að ljósop augans stækkar og minnkar svipað og á ljósmyndavél og einnig með því að ljósnæmi sjónhimnunnar breytist svipað og skipt væri um filmu í myndavél. En þessi búnaður er þó ekki sérlega fljótvirkur eins og við skynjum þegar við lendum snögglega í myrkri eða mikilli birtu og þurfum að venjast því. Þegar birta verður meiri og breytingin örari en svo að búnaðurinn inni í auganu ráði við hana, þá koma augnlokin og annar umbúnaður augans til hjálpar. Við pírum þá augun sem kallað er og temprum þannig enn frekar ljósmagnið sem fer inn um ljósop augans.



Mynd úr Andalúsíuhundinum (1928), frægri súrrealískri kvikmynd eftir Spánverjana Luis Buñuel og Salvador Dali.

Augnhárin skynja aðskotahluti í grennd við augað, grípa þá og sópa þeim í burtu eða gefa boð um að loka augunum. Ef við værum ekki með augnhár hefði það líklega ekki afdrifaríkar afleiðingar en varnarbúnaður augnanna mundi þó skerðast talsvert.

Heimild og mynd:
  • Tortora, Gerard J. (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
  • La Vitrina
...