Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann?

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann? Er hann fallegur að sjá?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sæhesta? kemur fram við hvaða umhverfisskilyrði sæhestar (af ættinni Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt) þrífast best. Ef spyrjandi hefur í huga að halda sæhest í fiskabúri, er gagnlegt fyrir hann að lesa það svar fyrst.

Sæhestar hafa lengi verið nýttir á ýmsan hátt. Þeir þykja vinsælir í fiskabúrum enda litríkir og sérstæðir í útliti (eins og sjá má á myndum í fyrrnefndu svari og einnig hér). Þeir hafa mikið verið veiddir til að þurrka og selja sem minjagripi. Ferðalangar á ýmsum slóðum við Karíbahafið, Indónesíu og víðar í Austurlöndum fjær, hafa vafalítið séð þurrkaða sæhesta í minjagripaverslunum.Sæhestar í stóru fiskabúri.

Frá fornu fari, í að minnsta kosti 400-500 ár við strendur Kína og annarra Asíulanda, hafa sæhestar verið notaðir sem uppistaða í ýmis náttúrulyf. Ýmsar þjóðir við Karíbahaf og Kyrrahaf telja sæhesta veita góða lækningu við sjúkdómum eins og getuleysi (alltaf mikilvægt viðfangsefni náttúrulækninga sem og hefðbundinna lækninga), astma, slagæðarhersli (e. arteriosclerosis) og við háu kólesterólmagni í blóði.

Sæhestar hafa ósköp rýrt hold en þó eru þeir veiddir til matar og þykja lostæti; hin meintu örvandi áhrif á kynorku skemma væntanlega ekki fyrir. Staðreyndin er því sú að stofnar fjölmargra tegunda sæhesta hafa minnkað víða á útbreiðslusvæði þeirra vegna ofveiði og mengunar af mannavöldum. Að auki eru sæhestar viðkvæmir fyrir sterkum vindum og straumum sem rífa þá frá þangi við hafsbotninn og fleyta þeim upp á strendur. Helsta vörn sæhesta fyrir rándýrum er að dyljast í gróðri og kóralrifjum.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

15.9.2003

Spyrjandi

Hrönn Jónsdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann?“ Vísindavefurinn, 15. september 2003. Sótt 18. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3731.

Jón Már Halldórsson. (2003, 15. september). Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3731

Jón Már Halldórsson. „Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2003. Vefsíða. 18. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3731>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Rögnvaldur G. Möller

1965

Rögnvaldur G. Möller stundar rannsóknir í grúpufræði sem er ein af megingreinum nútíma algebru.