Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar apategundir?

Jón Már Halldórsson

Gert er ráð fyrir að spyrjandi sé að fiska eftir því hversu margar tegundir prímata (Primata) séu þekktar í heiminum en enska hugtakið „primate“ er safnheiti yfir hugtökin „apes“ (apar), „monkeys“ (apar/apakettir) og „lemurs“ (lemúrar). Alls eru þekktar 412 tegundir í þessum ættbálki spendýra. Aðeins ættbálkar leðurblaka (Chiroptera) og nagdýra (Rodenta) eru auðugri að tegundum.

Karlórangútan (Pongo pygmaeus) frá Borneó.

Regnskógar jarðar sem eru helstu búsvæði prímata hafa eyðst óhugnanlega hratt á síðastliðnum áratugum, enda er tæpur helmingur allra prímatategunda í mikilli útrýmingarhættu. Þeirra á meðal eru flestar þær tegundir sem eru skyldastar manninum, svo sem simpansar (Pan troglodytes) og fjallagórillur (Gorilla beringei beringei). Samtökin World conservation union telja að af þeim 412 prímatategundum sem nú eru þekktar, séu um 86 í talsverðri útrýmingarhættu og 37 í bráðri hættu á að deyja út á allra næstu áratugum ef ekkert verður af gert.

Þessi api nefnist á ensku „bald uakari“ (Cacajao calvus calvus) og er með áberandi rautt andlit. Hann er einn af svokölluðum nýjaheimsöpum og finnst í Suður-Ameríku, aðallega í Brasilíu.

Vísindamenn óttast að á næstu 10-20 árum muni ein af hverjum tíu tegundum prímata deyja út. Helst er það áðurnefnd eyðing búsvæða sem veldur náttúrufræðingum áhyggjum en einnig hefur rányrkja hoggið stór skörð í fjölmarga stofna. Svonefndir bonobo-apar (Pan paniscus) hafa til að mynda farið illa út vegna borgarastyrjaldarinnar í Kongó ekki síður en íbúar landsins.

Þótt ótrúlegt megi virðast hafa á síðastliðnum árum fundist nokkrar nýjar tegundir prímata. Meðal þeirra eru svokallaðir músalemúrar sem lifa í þéttum skógum Madagaskareyju. Þessar nýfundnu prímatategundir eru yfirleitt afar smáar, frá nokkrum tugum gramma upp í 200 g að þyngd. Árið 2002 fundust tvær nýjar tegundir apakatta í Amasonfrumskóginum, á stærð við litla ketti.

Músalemúr (Microcebus berthae) frá Madagaskar.

Heimildir, myndir og fréttir:

Mörg svör um prímata og apa er að finna á Vísindavefnum og má kalla þau fram með því að smella á efnisorðin neðan við svarið.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.9.2003

Síðast uppfært

2.7.2018

Spyrjandi

Guðrún Magnúsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar apategundir?“ Vísindavefurinn, 15. september 2003, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3732.

Jón Már Halldórsson. (2003, 15. september). Hvað eru til margar apategundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3732

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar apategundir?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2003. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3732>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar apategundir?
Gert er ráð fyrir að spyrjandi sé að fiska eftir því hversu margar tegundir prímata (Primata) séu þekktar í heiminum en enska hugtakið „primate“ er safnheiti yfir hugtökin „apes“ (apar), „monkeys“ (apar/apakettir) og „lemurs“ (lemúrar). Alls eru þekktar 412 tegundir í þessum ættbálki spendýra. Aðeins ættbálkar leðurblaka (Chiroptera) og nagdýra (Rodenta) eru auðugri að tegundum.

Karlórangútan (Pongo pygmaeus) frá Borneó.

Regnskógar jarðar sem eru helstu búsvæði prímata hafa eyðst óhugnanlega hratt á síðastliðnum áratugum, enda er tæpur helmingur allra prímatategunda í mikilli útrýmingarhættu. Þeirra á meðal eru flestar þær tegundir sem eru skyldastar manninum, svo sem simpansar (Pan troglodytes) og fjallagórillur (Gorilla beringei beringei). Samtökin World conservation union telja að af þeim 412 prímatategundum sem nú eru þekktar, séu um 86 í talsverðri útrýmingarhættu og 37 í bráðri hættu á að deyja út á allra næstu áratugum ef ekkert verður af gert.

Þessi api nefnist á ensku „bald uakari“ (Cacajao calvus calvus) og er með áberandi rautt andlit. Hann er einn af svokölluðum nýjaheimsöpum og finnst í Suður-Ameríku, aðallega í Brasilíu.

Vísindamenn óttast að á næstu 10-20 árum muni ein af hverjum tíu tegundum prímata deyja út. Helst er það áðurnefnd eyðing búsvæða sem veldur náttúrufræðingum áhyggjum en einnig hefur rányrkja hoggið stór skörð í fjölmarga stofna. Svonefndir bonobo-apar (Pan paniscus) hafa til að mynda farið illa út vegna borgarastyrjaldarinnar í Kongó ekki síður en íbúar landsins.

Þótt ótrúlegt megi virðast hafa á síðastliðnum árum fundist nokkrar nýjar tegundir prímata. Meðal þeirra eru svokallaðir músalemúrar sem lifa í þéttum skógum Madagaskareyju. Þessar nýfundnu prímatategundir eru yfirleitt afar smáar, frá nokkrum tugum gramma upp í 200 g að þyngd. Árið 2002 fundust tvær nýjar tegundir apakatta í Amasonfrumskóginum, á stærð við litla ketti.

Músalemúr (Microcebus berthae) frá Madagaskar.

Heimildir, myndir og fréttir:

Mörg svör um prímata og apa er að finna á Vísindavefnum og má kalla þau fram með því að smella á efnisorðin neðan við svarið....