Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Við fáum orku úr jurtum fyrst og fremst í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar, samsett úr glúkósasameindum. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumuveggjum plantna er svokallað beðmi eða sellulósi. Það er einnig úr glúkósasameindum en þær tengjast öðruvísi en glúkósasameindir sterkjunnar og meltingarensím mannsins geta ekki melt það. Þar af leiðandi nýtist sellulósi manninum ekki til orku.
Reyndar er sellulasa, ensímið sem brýtur niður sellulósa, aðeins að finna í sárafáum dýrategundum. Jórturdýr brjóta til að mynda ekki niður sellulósa sjálf heldur sjá ákveðnar örverur í maga þeirra um það. Magi jórturdýra sem skiptist í fjögur hólf, vömb, kepp, laka og vinstur, á þó sinn þátt í að gera meltingu á grasi mögulega. Hestar, sem ekki eru jórturdýr, brjóta sellulósa einnig niður með hjálp örvera í botnristli (e. caecum).
"Maðurinn lifir ekki á grasi einu saman - og heldur ekki hundasúrum."
Auðmeltanlega sterkju, sem maðurinn þarf sem kolvetnagjafa, er frekar að finna í ávöxtum og rótum plantna, en minna er af henni í stönglum og blöðum sem innihalda meira af sellulósa. Í grasi er til dæmis að mestu leyti ómeltanlegur sellulósi og því má segja að ómögulegt sé fyrir manninn að lifa eingöngu á grasi. Við gætum ekki nýtt það nægilega vel sem orkugjafa auk þess sem okkur myndi fljótlega skorta ýmis næringarefni.
Þó að hægt sé að fá einhverja orku úr blaðgrænmeti eins og hundasúrum, þá er mikilvægt að neyta líka sterkjuríkra afurða á borð við kartöflur, rófur og gulrætur svo að dæmi séu nefnd. Annars má segja almennt um jurtafæði að fjölbreytni skiptir þar afar miklu máli; þannig má tryggja nægilega neyslu af orku og næringarefnum. Hundasúrur gætu því verið hluti af fæðunni en þær gætu alls ekki fullnægt næringarþörf okkar.
Hægt er að lesa meira um jurtafæði á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:
Björn Sigurður Gunnarsson. „Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar?“ Vísindavefurinn, 16. september 2003, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3733.
Björn Sigurður Gunnarsson. (2003, 16. september). Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3733
Björn Sigurður Gunnarsson. „Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2003. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3733>.