Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum.
Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða þær sér í hring í kokinu. Eitlurnar liggja þétt upp að slímhúð á ákveðnum stöðum í nefholi og kverkum og eru staðsettar þannig að eitilfrumur í þeim geti náð sýklum á leið inn í líkamann með fæðu og lofti sem við öndum að okkur.
Við störf sín geta eitlur sýkst og við fáum eitlubólgu (e. tonsilitis). Sýkist eitla oft gerir hún meiri skaða en gagn og getur þá þurft að fjarlægja hana. Hinar eitlurnar sem eftir eru sinna þá hennar störfum að mestu leyti. Þess vegna getum við verið án þeirra þótt betra sé að hafa eitlurnar allar.
Nú á dögum er ekki eins algengt að taka nef- og gómeitlur úr ungum börnum og áður. Oftast er miðað við að þau séu orðin að minnsta kosti fjögurra ára áður en gripið er til slíkra aðgerða.
Heimildir:
Tortora, Gerard J. (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
Þuríður Þorbjarnardóttir. „Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?“ Vísindavefurinn, 17. september 2003, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3739.
Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 17. september). Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3739
Þuríður Þorbjarnardóttir. „Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2003. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3739>.