Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því?

Gísli Már Gíslason

Súrt regn fellur þar sem regnið er blandað brennisteinssýru (H2SO4), saltpéturssýru (HNO3) og lífrænum sýrum. Þessar sýrur myndast við bruna á kolum og olíu og eru því mjög algengar þar sem iðnaður er mikill. Áhrifa súrs regns gætir aðallega á austurströnd Bandaríkjanna, á Bretlandseyjum, í Norður-Evrópu og í Suður-Skandinavíu, en auk þess víða í Rússlandi.

Skemmdir af völdum súrs regns hafa menn fundið í barrskógum, þar sem líkur er leiddar að því að skógardauða, til dæmis í Þýskalandi, megi rekja til sýru í regni. Sýran hefur áhrif á barrið og á sveppagróður í samlífi við rætur trjánna, sveppirnir deyja og næringarupptaka trjánna minnkar. Í Suður-Skandinavíu hefur vatn súrnað svo mikið að laxfiskar hafa horfið úr vötnum og ám á stórum svæðum, til dæmis í Suður-Noregi. Þar er lítið af uppleystum steinefnum í vatni svo að sýran sem berst frá Ruhrhéraðinu í Þýskalandi hefur mikil áhrif.

Á Íslandi er lítið um iðnað sem brennir olíu og kolum, nema í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga og í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Þessi iðjuver nota kolaskaut sem brenna upp við vinnsluna og þarf til dæmis um 400 kg af kolum á móti hverju tonni af áli sem er framleitt. Leitast hefur verið við að nota kol með litlum brennisteini í þessi iðjuver, og er þess vegna síður hætta á súru regni. Iðjuverin eru einnig staðsett þannig að ríkjandi vindátt leiðir útblástur á haf út.

Hér eru ekki barrskógar sem gætu skemmst af súru regni og vegna ungs aldurs jarðlaga eru steinefni í þeim auðleysanleg. Steinefnainnihald í vatni er tiltölulega hátt og á eldvirku svæðunum er það sennilega þrisvar sinnum hærra en í Suður-Noregi.

Á blágrýtissvæðunum, sem eru elstu svæðin á Íslandi, er minna af uppleystum steinefnum, og nærri því eins lítið og í S-Noregi. Þar væri þess helst að vænta að súrt regn hefði áhrif á sýrustig vatnsins, vegna þess hve illa vatnið nær að vega upp á móti sýrunni. Því ætti að forðast að reisa iðjuver sem brenna kolum og olíu á blágrýtissvæðum landsins, ef möguleiki er að reisa þessi iðjuver þar sem áhrifa frá þeim gætti síður.

Sýrur í úrkomu hafa einnig áhrif á fléttugróður og mosa en rannsóknir á því eru litlar hér á landi. Þó er ljóst að í næsta nágrenni Ísals lét gróður á sjá í fyrstu, en ekki er vitað hvort það var vegna sýru í regni, flúors eða annarra efna sem berast frá verksmiðjunni. Í næsta nágrenni iðnaðar má gera gera ráð fyrir einhverri mengun, og þegar gróðurskemmdir voru athugaðar í Straumsvík, kom í ljós að þeirra gætti ekki utan eins kílómetra frá verksmiðjunni.

Síðan þessar rannsóknir voru framkvæmdar hafa verið gerðar ráðstafanir hjá Ísal sem hafa minnkað mengun mjög mikið, og hefur magn flúors sem sleppur út minnkað um að minnsta kosti 85% síðan. Því þarf að athuga á ný hve víðfeðm áhrif verksmiðjunnar eru á gróðurfar.

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

26.4.2000

Spyrjandi

Gunnar Svavarsson

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2000. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=374.

Gísli Már Gíslason. (2000, 26. apríl). Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=374

Gísli Már Gíslason. „Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2000. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=374>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því?
Súrt regn fellur þar sem regnið er blandað brennisteinssýru (H2SO4), saltpéturssýru (HNO3) og lífrænum sýrum. Þessar sýrur myndast við bruna á kolum og olíu og eru því mjög algengar þar sem iðnaður er mikill. Áhrifa súrs regns gætir aðallega á austurströnd Bandaríkjanna, á Bretlandseyjum, í Norður-Evrópu og í Suður-Skandinavíu, en auk þess víða í Rússlandi.

Skemmdir af völdum súrs regns hafa menn fundið í barrskógum, þar sem líkur er leiddar að því að skógardauða, til dæmis í Þýskalandi, megi rekja til sýru í regni. Sýran hefur áhrif á barrið og á sveppagróður í samlífi við rætur trjánna, sveppirnir deyja og næringarupptaka trjánna minnkar. Í Suður-Skandinavíu hefur vatn súrnað svo mikið að laxfiskar hafa horfið úr vötnum og ám á stórum svæðum, til dæmis í Suður-Noregi. Þar er lítið af uppleystum steinefnum í vatni svo að sýran sem berst frá Ruhrhéraðinu í Þýskalandi hefur mikil áhrif.

Á Íslandi er lítið um iðnað sem brennir olíu og kolum, nema í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga og í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Þessi iðjuver nota kolaskaut sem brenna upp við vinnsluna og þarf til dæmis um 400 kg af kolum á móti hverju tonni af áli sem er framleitt. Leitast hefur verið við að nota kol með litlum brennisteini í þessi iðjuver, og er þess vegna síður hætta á súru regni. Iðjuverin eru einnig staðsett þannig að ríkjandi vindátt leiðir útblástur á haf út.

Hér eru ekki barrskógar sem gætu skemmst af súru regni og vegna ungs aldurs jarðlaga eru steinefni í þeim auðleysanleg. Steinefnainnihald í vatni er tiltölulega hátt og á eldvirku svæðunum er það sennilega þrisvar sinnum hærra en í Suður-Noregi.

Á blágrýtissvæðunum, sem eru elstu svæðin á Íslandi, er minna af uppleystum steinefnum, og nærri því eins lítið og í S-Noregi. Þar væri þess helst að vænta að súrt regn hefði áhrif á sýrustig vatnsins, vegna þess hve illa vatnið nær að vega upp á móti sýrunni. Því ætti að forðast að reisa iðjuver sem brenna kolum og olíu á blágrýtissvæðum landsins, ef möguleiki er að reisa þessi iðjuver þar sem áhrifa frá þeim gætti síður.

Sýrur í úrkomu hafa einnig áhrif á fléttugróður og mosa en rannsóknir á því eru litlar hér á landi. Þó er ljóst að í næsta nágrenni Ísals lét gróður á sjá í fyrstu, en ekki er vitað hvort það var vegna sýru í regni, flúors eða annarra efna sem berast frá verksmiðjunni. Í næsta nágrenni iðnaðar má gera gera ráð fyrir einhverri mengun, og þegar gróðurskemmdir voru athugaðar í Straumsvík, kom í ljós að þeirra gætti ekki utan eins kílómetra frá verksmiðjunni.

Síðan þessar rannsóknir voru framkvæmdar hafa verið gerðar ráðstafanir hjá Ísal sem hafa minnkað mengun mjög mikið, og hefur magn flúors sem sleppur út minnkað um að minnsta kosti 85% síðan. Því þarf að athuga á ný hve víðfeðm áhrif verksmiðjunnar eru á gróðurfar....