Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er sögnin 'að tippa' tökuorð úr dönsku, 'tippe', en þaðan er orðið fengið úr ensku, 'tip'.

Í íslensku er sögnin að tippa aðallega notuð um það þegar menn taka þátt í knattspyrnugetraunum þar sem reynt er að spá fyrir um úrslit leikja með því að merkja við 1, X, eða 2. Tölustafurinn 1 merkir heimasigur, X er jafntefli og 2 útisigur.


Smellið til að skoða stærri útgáfu
Getraunaseðill: Lengjan 18. september 2003 af vefsíðunni www.1x2.is. Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Áður fyrr merkti 'tippa' að losa hlass af vagni og 'tipparar' voru vegavinnumenn sem sáu um að að dreifa ofaníburði. Sambærileg merking er einnig til í ensku en þar er orðið 'tip-cart' notað um vagn með sturtupalli.

Í ensku hefur orðið 'tip' margar merkingar, sumir hafa eflaust gefið 'tip' eða þjórfé á veitingahúsum. Tvær merkingar orðsins skipta þó mestu máli til að útskýra af hverju Íslendingar 'tippa' í getraunum eða þegar þeir veðja:
  • 'Tip' merkir að nefna líklegan sigurvegara, samanber orðanotkunina I'm tipping Mr. Oddsson as the next president.
  • 'Tip' er notað um upplýsingar veittar á laun, einkum þær sem tengjast veðreiðum, verðbréfum og fréttum, samanber a tip from the horse´s mouth sem merkir upplýsingar frá fyrstu hendi.
Það er ekki fulljóst af hverju enska orðið er notað um leynilegar upplýsingar, ein kenning hljóðar svo að það sé dregið af því þegar menn snerta létt handlegg eða olnboga á einhverjum og gefa honum þannig merki sem aðrir verða ekki varir við.

'Tipping' í þessari merkingu getur einnig átt við aðeins veigameiri högg sem engu að síður eru alltaf tiltölulega létt og snyrtileg. Elsta dæmið í Oxford English Dictionary um þessa notkun orðins er sótt í þýðingu á Ummyndunum rómverska skáldsins Óvids frá 1567 en þar segir af Krómosi sem heggur létt til Emaþíons og sneiðir þá svo fagmannlega af honum höfuðið að það heldur áfram að tala.

Íslenska orðið tippa er ekki aðeins notað þegar við reynum að spá fyrir um úrslit leikja heldur einnig í merkingunni:
  • treysta á e-ð
  • stóla á e-ð
  • gera ráð fyrir e-u
  • telja e-ð sennilegt.
Þegar við tippum á að eitthvað fari á tiltekinn veg er líklegra að þannig fari ef við höfum fengið upplýsingar eftir einhverjum leiðum að svo verði. Þeir sem vilja vita af hverju sumir eru betri tipparar en aðrir geta lesið svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?

Að lokum má einnig geta þess að bændur hrópa stundum tipp-tipp, tipp-tapp, tippa-tipp þegar þeir kalla á sauðfé, en það á ekkert skylt við getraunir eða veðmál.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússo, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Mörður Árnason, Íslensk orðabók, 3. útg., Edda, Reykjavík 2002.
  • Sören Sörensson, Ensk-íslensk orðabók (Jóhann S. Hannesson og fleiri bjuggu til prentunar), Örn og Örlygur, Reykjavík, 1984.
  • OED.com (landsaðgangur með notendanafninu iceland og lykilorðinu prioinfo.)

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.9.2003

Spyrjandi

Þórunn Júlíusdóttir, f. 1986

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?“ Vísindavefurinn, 18. september 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3740.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 18. september). Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3740

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3740>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er sögnin 'að tippa' tökuorð úr dönsku, 'tippe', en þaðan er orðið fengið úr ensku, 'tip'.

Í íslensku er sögnin að tippa aðallega notuð um það þegar menn taka þátt í knattspyrnugetraunum þar sem reynt er að spá fyrir um úrslit leikja með því að merkja við 1, X, eða 2. Tölustafurinn 1 merkir heimasigur, X er jafntefli og 2 útisigur.


Smellið til að skoða stærri útgáfu
Getraunaseðill: Lengjan 18. september 2003 af vefsíðunni www.1x2.is. Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Áður fyrr merkti 'tippa' að losa hlass af vagni og 'tipparar' voru vegavinnumenn sem sáu um að að dreifa ofaníburði. Sambærileg merking er einnig til í ensku en þar er orðið 'tip-cart' notað um vagn með sturtupalli.

Í ensku hefur orðið 'tip' margar merkingar, sumir hafa eflaust gefið 'tip' eða þjórfé á veitingahúsum. Tvær merkingar orðsins skipta þó mestu máli til að útskýra af hverju Íslendingar 'tippa' í getraunum eða þegar þeir veðja:
  • 'Tip' merkir að nefna líklegan sigurvegara, samanber orðanotkunina I'm tipping Mr. Oddsson as the next president.
  • 'Tip' er notað um upplýsingar veittar á laun, einkum þær sem tengjast veðreiðum, verðbréfum og fréttum, samanber a tip from the horse´s mouth sem merkir upplýsingar frá fyrstu hendi.
Það er ekki fulljóst af hverju enska orðið er notað um leynilegar upplýsingar, ein kenning hljóðar svo að það sé dregið af því þegar menn snerta létt handlegg eða olnboga á einhverjum og gefa honum þannig merki sem aðrir verða ekki varir við.

'Tipping' í þessari merkingu getur einnig átt við aðeins veigameiri högg sem engu að síður eru alltaf tiltölulega létt og snyrtileg. Elsta dæmið í Oxford English Dictionary um þessa notkun orðins er sótt í þýðingu á Ummyndunum rómverska skáldsins Óvids frá 1567 en þar segir af Krómosi sem heggur létt til Emaþíons og sneiðir þá svo fagmannlega af honum höfuðið að það heldur áfram að tala.

Íslenska orðið tippa er ekki aðeins notað þegar við reynum að spá fyrir um úrslit leikja heldur einnig í merkingunni:
  • treysta á e-ð
  • stóla á e-ð
  • gera ráð fyrir e-u
  • telja e-ð sennilegt.
Þegar við tippum á að eitthvað fari á tiltekinn veg er líklegra að þannig fari ef við höfum fengið upplýsingar eftir einhverjum leiðum að svo verði. Þeir sem vilja vita af hverju sumir eru betri tipparar en aðrir geta lesið svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?

Að lokum má einnig geta þess að bændur hrópa stundum tipp-tipp, tipp-tapp, tippa-tipp þegar þeir kalla á sauðfé, en það á ekkert skylt við getraunir eða veðmál.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússo, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Mörður Árnason, Íslensk orðabók, 3. útg., Edda, Reykjavík 2002.
  • Sören Sörensson, Ensk-íslensk orðabók (Jóhann S. Hannesson og fleiri bjuggu til prentunar), Örn og Örlygur, Reykjavík, 1984.
  • OED.com (landsaðgangur með notendanafninu iceland og lykilorðinu prioinfo.)
...