Sólin Sólin Rís 04:35 • sest 22:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:31 • Sest 16:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:48 í Reykjavík

Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist.

Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær útilokað er talið að kona hefði getað lifað keisaraskurð af á þessum tímum er ósennilegt að sagan um Sesar standist. Líklegra er talið að nafn aðgerðarinnar sé sprottið af því að hún hafi fyrst verið framkvæmd á dögum Júlíusar Sesars.

Elsta dæmið sem við höfum fundið um að kona hafi lifað keisaraskurð af er frá Þýskalandi árið 1500. Þá á Jacob Nufer, svínageldingamaður, að hafa framkvæmt aðgerðina á konu sinni eftir að fæðing barns þeirra hafði dregist á langinn.

Önnur heimild segir hins vegar að fyrsta skrásetta heimildin um keisaraskurð á lifandi konu sé frá árinu 1610. Sú kona lést 25 dögum eftir skurðinn.

Heimildir :

Höfundur

Útgáfudagur

18.9.2003

Spyrjandi

Kristján Jónsson
Bjarni Sigurbjörnsson
Anna Jónsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 18. september 2003. Sótt 1. ágúst 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=3743.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 18. september). Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3743

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2003. Vefsíða. 1. ágú. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3743>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?
Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist.

Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær útilokað er talið að kona hefði getað lifað keisaraskurð af á þessum tímum er ósennilegt að sagan um Sesar standist. Líklegra er talið að nafn aðgerðarinnar sé sprottið af því að hún hafi fyrst verið framkvæmd á dögum Júlíusar Sesars.

Elsta dæmið sem við höfum fundið um að kona hafi lifað keisaraskurð af er frá Þýskalandi árið 1500. Þá á Jacob Nufer, svínageldingamaður, að hafa framkvæmt aðgerðina á konu sinni eftir að fæðing barns þeirra hafði dregist á langinn.

Önnur heimild segir hins vegar að fyrsta skrásetta heimildin um keisaraskurð á lifandi konu sé frá árinu 1610. Sú kona lést 25 dögum eftir skurðinn.

Heimildir :...