Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?

Jóhann Heiðar Jóhannsson

Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina.

Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af fyrirferðaraukningu, það er æxli, sem kemur fram eftir að frumur í einhverjum vef eða líffæri líkamans hafa tekið þeirri umbreytingu sem krabbameinsmyndun nefnist, og eru teknar að fjölga sér stjórnlaust.

Í umbreytingunni felst einnig að frumurnar öðlast hæfileika til að vaxa inn í aðra vefi. Þessi innvöxtur nefnist íferð (invasion) og veldur skemmdum í þeim líffærum sem fyrir henni verða. Krabbameinsfrumur geta einnig sáð sér út með bláæðum eða vessaæðum og tekið sér bólfestu á nýjum stöðum. Þar vaxa þær einnig stjórnlaust, mynda fyrirferð og valda skemmdum. Slíkt nefnist á íslensku meinvarp (metastasis). Krabbamein í brjóstum kvenna geta til dæmis sáð sér til eitla í holhönd, krabbamein í lungum geta sáð sér til heila og krabbamein í blöðruhálskirtli karla geta sáð sér til beina.



Krabbameinsfruma í brjósti.

Krabbameinin eru hættuleg vegna þess að frumuvöxturinn lýtur ekki stjórn líkamans og heldur áfram þó að slíkt þjóni engum hagnýtum tilgangi og verði aðeins til að skemma og eyðileggja aðra vefi og önnur líffæri. Bera má þetta saman við vöxt í græðsluvef í sári eða beinbroti. Græðsluvefur vex fram til að fylla í sár eða beinbrot, en þegar sárinu er lokað eða brotið gróið hættir vöxtur hans. Í krabbameini hættir vöxturinn hins vegar ekki fyrr en hann er stöðvaður með meðferð eða hann hefur valdið svo miklum skemmdum í mikilvægum líffærum að sjúklingurinn deyr.

Uppruna krabbameinsheitisins má rekja til forngrísku, þar sem karkinos þýðir krabbi, og til latínu, þar sem cancer þýðir krabbi. Sennilega er það lögun hins ífarandi vaxtar, það er angar og tungur æxlisins sem teygja sig inn í aðra vefi, sem veldur því að mönnum hefur dottið í hug samlíking við krabbadýr.

Einnig hefur komið fram sú tilgáta að útþandar og blóðfylltar æðar sem stundum teygja sig út frá krabbameini geti líkst öngum krabbadýrsins.

Loks hafa menn getið sér þess til að gríski læknirinn Hippókrates, sem uppi var um 400 f. Kr., hafi fyrstur notað heitið carcinoma, krabbaæxli. Talið er að hann hafi, auk ofangreinds, einnig haft í huga að krabbamein eru oft mjög þétt á yfirborði, nánast eins og hörð skel krabbadýrs. Þá hefur verið sett fram sú tilgáta að hann hafi borið saman hegðun krabbameinsins og hegðun krabbadýrsins, sem ekki sleppir taki sínu fyrr en í fulla hnefana.

Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans má finna að íslenska heitið krabbamein hefur verið komið í notkun þegar á miðri 18. öld. Það er fyllilega viðurkennt sem fræðiheiti, en í daglegu tali er óformlega heitið krabbi oft notað.

Hver tegund krabbameins hefur sitt fræðilega sérheiti. Almennt eru þau fyrst kennd við upprunalíffærið, svo sem magakrabbamein, nýrnakrabbamein og húðkrabbamein. Læknisfræðilega geta þau svo verið nánar flokkuð eftir vefja- eða frumugerð æxlisvaxtarins, til dæmis í kirtilkrabbamein, smáfrumukrabbamein, flöguþekjukrabbamein og margt fleira. Krabbamein í stoðvefjum, það er í beinum, vöðvum og bandvef, eru gjarnan nefnd sarkmein, eftir gríska fræðiheitinu sarcoma. Loks má nefna að hvítblæði er flokkur alvarlegra sjúkdóma sem tilheyra krabbameinum. Uppruni æxlisvaxtarins er þá í blóðmyndandi beinmerg.

Mynd: Alternative-Cancer.net.

Höfundur

læknir á Landspítala, sérfræðingur í meinafræði

Útgáfudagur

19.9.2003

Spyrjandi

María Bryndís Benediktsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jóhann Heiðar Jóhannsson. „Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 19. september 2003, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3744.

Jóhann Heiðar Jóhannsson. (2003, 19. september). Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3744

Jóhann Heiðar Jóhannsson. „Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2003. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3744>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?
Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina.

Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af fyrirferðaraukningu, það er æxli, sem kemur fram eftir að frumur í einhverjum vef eða líffæri líkamans hafa tekið þeirri umbreytingu sem krabbameinsmyndun nefnist, og eru teknar að fjölga sér stjórnlaust.

Í umbreytingunni felst einnig að frumurnar öðlast hæfileika til að vaxa inn í aðra vefi. Þessi innvöxtur nefnist íferð (invasion) og veldur skemmdum í þeim líffærum sem fyrir henni verða. Krabbameinsfrumur geta einnig sáð sér út með bláæðum eða vessaæðum og tekið sér bólfestu á nýjum stöðum. Þar vaxa þær einnig stjórnlaust, mynda fyrirferð og valda skemmdum. Slíkt nefnist á íslensku meinvarp (metastasis). Krabbamein í brjóstum kvenna geta til dæmis sáð sér til eitla í holhönd, krabbamein í lungum geta sáð sér til heila og krabbamein í blöðruhálskirtli karla geta sáð sér til beina.



Krabbameinsfruma í brjósti.

Krabbameinin eru hættuleg vegna þess að frumuvöxturinn lýtur ekki stjórn líkamans og heldur áfram þó að slíkt þjóni engum hagnýtum tilgangi og verði aðeins til að skemma og eyðileggja aðra vefi og önnur líffæri. Bera má þetta saman við vöxt í græðsluvef í sári eða beinbroti. Græðsluvefur vex fram til að fylla í sár eða beinbrot, en þegar sárinu er lokað eða brotið gróið hættir vöxtur hans. Í krabbameini hættir vöxturinn hins vegar ekki fyrr en hann er stöðvaður með meðferð eða hann hefur valdið svo miklum skemmdum í mikilvægum líffærum að sjúklingurinn deyr.

Uppruna krabbameinsheitisins má rekja til forngrísku, þar sem karkinos þýðir krabbi, og til latínu, þar sem cancer þýðir krabbi. Sennilega er það lögun hins ífarandi vaxtar, það er angar og tungur æxlisins sem teygja sig inn í aðra vefi, sem veldur því að mönnum hefur dottið í hug samlíking við krabbadýr.

Einnig hefur komið fram sú tilgáta að útþandar og blóðfylltar æðar sem stundum teygja sig út frá krabbameini geti líkst öngum krabbadýrsins.

Loks hafa menn getið sér þess til að gríski læknirinn Hippókrates, sem uppi var um 400 f. Kr., hafi fyrstur notað heitið carcinoma, krabbaæxli. Talið er að hann hafi, auk ofangreinds, einnig haft í huga að krabbamein eru oft mjög þétt á yfirborði, nánast eins og hörð skel krabbadýrs. Þá hefur verið sett fram sú tilgáta að hann hafi borið saman hegðun krabbameinsins og hegðun krabbadýrsins, sem ekki sleppir taki sínu fyrr en í fulla hnefana.

Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans má finna að íslenska heitið krabbamein hefur verið komið í notkun þegar á miðri 18. öld. Það er fyllilega viðurkennt sem fræðiheiti, en í daglegu tali er óformlega heitið krabbi oft notað.

Hver tegund krabbameins hefur sitt fræðilega sérheiti. Almennt eru þau fyrst kennd við upprunalíffærið, svo sem magakrabbamein, nýrnakrabbamein og húðkrabbamein. Læknisfræðilega geta þau svo verið nánar flokkuð eftir vefja- eða frumugerð æxlisvaxtarins, til dæmis í kirtilkrabbamein, smáfrumukrabbamein, flöguþekjukrabbamein og margt fleira. Krabbamein í stoðvefjum, það er í beinum, vöðvum og bandvef, eru gjarnan nefnd sarkmein, eftir gríska fræðiheitinu sarcoma. Loks má nefna að hvítblæði er flokkur alvarlegra sjúkdóma sem tilheyra krabbameinum. Uppruni æxlisvaxtarins er þá í blóðmyndandi beinmerg.

Mynd: Alternative-Cancer.net....