Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær maður hellu fyrir eyrun?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Eyrað skiptist í þrjá hluta, úteyra sem er hin sýnilega blaðka eyrans og hlustin, miðeyra eða hljóðhol og inneyra eða völundarhús. Bæði úteyrað og hljóðholið eru fyllt lofti en hljóðhimnan skilur á milli þessara tveggja hluta eyrans.

Hella í eyrum stafar af þrýstingsmun yfir hljóðhimnu eyrans. Hún kemur fram þegar skyndileg breyting verður á innri eða ytri þrýstingi. Slíkt getur til dæmis gerst þegar við erum í flugvél sem er að taka á loft eða lækka flugið eða þegar ekið er hratt upp eða niður brekku.

Grönn pípa sem kallast kokhlust tengir miðeyrað við kokið. Með því að opnast hleypir hún aukalofti út og jafnar mun á milli ytri þrýstings (í hlustinni) og innri þrýstings (í kokinu). Það skýrir hvers vegna hægt er að losna við hellu með því að geispa eða kyngja.

Heimildir:
  • Tortora, Gerard J. (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
  • Örnólfur Thorlacius (2002). Lífeðlisfræði. Reykjavík, Iðnú.

Höfundur

Útgáfudagur

22.9.2003

Spyrjandi

Elvar Ásmundsson, f. 1988

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju fær maður hellu fyrir eyrun?“ Vísindavefurinn, 22. september 2003, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3747.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 22. september). Af hverju fær maður hellu fyrir eyrun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3747

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju fær maður hellu fyrir eyrun?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2003. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3747>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður hellu fyrir eyrun?
Eyrað skiptist í þrjá hluta, úteyra sem er hin sýnilega blaðka eyrans og hlustin, miðeyra eða hljóðhol og inneyra eða völundarhús. Bæði úteyrað og hljóðholið eru fyllt lofti en hljóðhimnan skilur á milli þessara tveggja hluta eyrans.

Hella í eyrum stafar af þrýstingsmun yfir hljóðhimnu eyrans. Hún kemur fram þegar skyndileg breyting verður á innri eða ytri þrýstingi. Slíkt getur til dæmis gerst þegar við erum í flugvél sem er að taka á loft eða lækka flugið eða þegar ekið er hratt upp eða niður brekku.

Grönn pípa sem kallast kokhlust tengir miðeyrað við kokið. Með því að opnast hleypir hún aukalofti út og jafnar mun á milli ytri þrýstings (í hlustinni) og innri þrýstings (í kokinu). Það skýrir hvers vegna hægt er að losna við hellu með því að geispa eða kyngja.

Heimildir:
  • Tortora, Gerard J. (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
  • Örnólfur Thorlacius (2002). Lífeðlisfræði. Reykjavík, Iðnú.
...