Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er spjaldbein og til hvers er það?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Spjaldbein (sacrum) er stórt þríhyrningslaga bein neðst á hryggnum sem myndar afturhluta mjaðmagrindar. Það er í raun myndað við samruna fimm hryggjarliða neðan við lendarliðina og ofan við rófubeinið (coccyx). Það myndar liðamót á tveimur stöðum við mjaðmarbeinið.



Spjaldbein konu, séð að framan (anterior).

Spjaldbeinið er hluti af stoðgrind líkamans og hefur þar að auki það hlutverk að verja viðkvæm líffæri grindarholsins. Ennfremur er í því blóðmergur eins og í öðrum flötum beinum beinagrindarinnar og þar fer því blóðmyndun fram. Mænan endar í spjaldbeininu.



Spjaldbein konu séð að aftan (posterior).

Hryggjarliðirnir sem mynda spjaldbeinið, renna ekki saman fyrr en á unglingsárum, við fæðingu eru þeir aðskildir. Sama má segja um þá 3-5 liði sem mynda rófubeinið, þeir renna saman á svipuðum tíma. Rófubeinið er raunar sérstakt einkenni manna og apa.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

26.9.2003

Spyrjandi

Brynjar Valþórsson, f. 1985

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er spjaldbein og til hvers er það?“ Vísindavefurinn, 26. september 2003, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3761.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 26. september). Hvað er spjaldbein og til hvers er það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3761

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er spjaldbein og til hvers er það?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2003. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3761>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er spjaldbein og til hvers er það?
Spjaldbein (sacrum) er stórt þríhyrningslaga bein neðst á hryggnum sem myndar afturhluta mjaðmagrindar. Það er í raun myndað við samruna fimm hryggjarliða neðan við lendarliðina og ofan við rófubeinið (coccyx). Það myndar liðamót á tveimur stöðum við mjaðmarbeinið.



Spjaldbein konu, séð að framan (anterior).

Spjaldbeinið er hluti af stoðgrind líkamans og hefur þar að auki það hlutverk að verja viðkvæm líffæri grindarholsins. Ennfremur er í því blóðmergur eins og í öðrum flötum beinum beinagrindarinnar og þar fer því blóðmyndun fram. Mænan endar í spjaldbeininu.



Spjaldbein konu séð að aftan (posterior).

Hryggjarliðirnir sem mynda spjaldbeinið, renna ekki saman fyrr en á unglingsárum, við fæðingu eru þeir aðskildir. Sama má segja um þá 3-5 liði sem mynda rófubeinið, þeir renna saman á svipuðum tíma. Rófubeinið er raunar sérstakt einkenni manna og apa.

Heimildir og myndir:...