Sólin Sólin Rís 07:51 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:08 • Sest 01:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:40 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:51 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram?

Guðrún Kvaran

Ýmis orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram. Mörgum er það sameiginlegt að byrja og enda á sérhljóði. Mjög oft er um sagnir að ræða sem byrja og enda á a í nafnhætti eins og:
 • abba
 • aga
 • aka
 • ala
 • ama
 • ana
 • apa
 • ata
Nafnorð sem byrja og enda á a eru:
 • agga
 • amma
 • assa
Önnur orð sem koma upp í hugann eru:
 • inni
 • nón
 • óbó
 • ódó
 • óró
 • píp
 • rör
 • rýr
 • radar
Sum gælunöfn kvenna er hægt að lesa aftur á bak og áfram
 • Abba
 • Adda
 • Agga
 • Alla
 • Anna

Oft er hægt að lesa orð jafnt aftur á bak sem áfram ef þau standa í aukafalli eða í fleirtölu. Dæmi um hið fyrra eru afa, ama, apa, asa, þf., þgf., ef. af afi, ami, api, asi, og raddar, ef. af rödd. Dæmi um hið síðara eru:
 • rammar
 • rannar
 • rassar
 • rær
 • munnum
Einnig er hægt að lesa sumar sagnir í annarri og þriðju persónu eintölu bæði aftur á bak og áfram: þú/hann/hún
 • rabbar
 • rakar
 • rakkar
 • rallar
 • rasar
 • ratar
Í öllum tilvikum verða orðin að hefjast á sama sérhljóði eða samhljóði og beygingarendingin endar á, það er a, r eða m.Einn af lesendum Vísindavefsins benti okkur á að á Baggalúti er að finna svonefndar samhverfur, en það eru orð og setningar sem hægt er að lesa bæði aftur á bak og áfram. Dæmi um þetta er til dæmis: 'Anna, bara sú hása, sá hús arabanna.'

Annar glöggur lesandi benti ritstjórn á að enska heitið yfir þetta málfyrirbrigði er palindrome. Áhangendur Monty Python-hópsins ættu að kannast við það hugtak úr einu frægasta atriði sjónvarpsþátta hans, um dauða páfagaukinn (Dead parrot sketch). Sami lesandi benti einnig á að lengsta þekkta samhverfan í einu orði kæmi úr finnsku: 'saippuakivikauppias' sem þýðir sápukaupmaður á íslensku. Það slær jafnvel út 'grasasnadansasarg' Baggalútsmanna og hefur þann kost að auki að hafa einhverja 'gilda' merkingu!

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.10.2003

Spyrjandi

Finnbogi Jónasson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram?“ Vísindavefurinn, 3. október 2003. Sótt 6. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=3775.

Guðrún Kvaran. (2003, 3. október). Hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3775

Guðrún Kvaran. „Hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2003. Vefsíða. 6. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3775>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram?
Ýmis orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram. Mörgum er það sameiginlegt að byrja og enda á sérhljóði. Mjög oft er um sagnir að ræða sem byrja og enda á a í nafnhætti eins og:

 • abba
 • aga
 • aka
 • ala
 • ama
 • ana
 • apa
 • ata
Nafnorð sem byrja og enda á a eru:
 • agga
 • amma
 • assa
Önnur orð sem koma upp í hugann eru:
 • inni
 • nón
 • óbó
 • ódó
 • óró
 • píp
 • rör
 • rýr
 • radar
Sum gælunöfn kvenna er hægt að lesa aftur á bak og áfram
 • Abba
 • Adda
 • Agga
 • Alla
 • Anna

Oft er hægt að lesa orð jafnt aftur á bak sem áfram ef þau standa í aukafalli eða í fleirtölu. Dæmi um hið fyrra eru afa, ama, apa, asa, þf., þgf., ef. af afi, ami, api, asi, og raddar, ef. af rödd. Dæmi um hið síðara eru:
 • rammar
 • rannar
 • rassar
 • rær
 • munnum
Einnig er hægt að lesa sumar sagnir í annarri og þriðju persónu eintölu bæði aftur á bak og áfram: þú/hann/hún
 • rabbar
 • rakar
 • rakkar
 • rallar
 • rasar
 • ratar
Í öllum tilvikum verða orðin að hefjast á sama sérhljóði eða samhljóði og beygingarendingin endar á, það er a, r eða m.Einn af lesendum Vísindavefsins benti okkur á að á Baggalúti er að finna svonefndar samhverfur, en það eru orð og setningar sem hægt er að lesa bæði aftur á bak og áfram. Dæmi um þetta er til dæmis: 'Anna, bara sú hása, sá hús arabanna.'

Annar glöggur lesandi benti ritstjórn á að enska heitið yfir þetta málfyrirbrigði er palindrome. Áhangendur Monty Python-hópsins ættu að kannast við það hugtak úr einu frægasta atriði sjónvarpsþátta hans, um dauða páfagaukinn (Dead parrot sketch). Sami lesandi benti einnig á að lengsta þekkta samhverfan í einu orði kæmi úr finnsku: 'saippuakivikauppias' sem þýðir sápukaupmaður á íslensku. Það slær jafnvel út 'grasasnadansasarg' Baggalútsmanna og hefur þann kost að auki að hafa einhverja 'gilda' merkingu!...