Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann?

Guðrún Kvaran

Orðið róni er sennilega stytting úr orðinu baróni í merkingunni 'drykkjurútur'. Það er sett saman úr bar og róni en síðari liðurinn sækir sér fyrirmynd í orðið las(s)aróni 'róni, flækingur, drykkfelldur auðnuleysingi'.Lasarus rís upp frá dauðum. Mósaíkmynd frá 5. öld e. Kr. í ítölsku borginni Ravenna.

Las(s)aróni er tökuorð úr dönsku lazaron 'flækingur' en þangað er orðið komið úr ítölsku lazarone 'holdsveikur maður'. Það er aftur sótt til Lasarusar sem segir frá í Biblíunni. Las(s)aróni var talsvert notað orð á síðari hluta 19. aldar og fram eftir þeirri 20. en heyrist sjaldan nú.

Orðið barón 'aðalsmaður' og las(s)aróni hafa því hjálpað til við myndun orðsins baróni sem síðar styttist í róni.

Mynd: History for Kids.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.10.2003

Spyrjandi

Sigþrúður Þorfinnsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann? “ Vísindavefurinn, 6. október 2003. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3777.

Guðrún Kvaran. (2003, 6. október). Hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3777

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann? “ Vísindavefurinn. 6. okt. 2003. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3777>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann?
Orðið róni er sennilega stytting úr orðinu baróni í merkingunni 'drykkjurútur'. Það er sett saman úr bar og róni en síðari liðurinn sækir sér fyrirmynd í orðið las(s)aróni 'róni, flækingur, drykkfelldur auðnuleysingi'.Lasarus rís upp frá dauðum. Mósaíkmynd frá 5. öld e. Kr. í ítölsku borginni Ravenna.

Las(s)aróni er tökuorð úr dönsku lazaron 'flækingur' en þangað er orðið komið úr ítölsku lazarone 'holdsveikur maður'. Það er aftur sótt til Lasarusar sem segir frá í Biblíunni. Las(s)aróni var talsvert notað orð á síðari hluta 19. aldar og fram eftir þeirri 20. en heyrist sjaldan nú.

Orðið barón 'aðalsmaður' og las(s)aróni hafa því hjálpað til við myndun orðsins baróni sem síðar styttist í róni.

Mynd: History for Kids....