Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver munur á tonni og megatonni?

Í metrakerfinu eru notuð sérstök forskeyti til að tákna á einfaldan hátt ýmis veldi af tölunni 10, það er að segja tölur sem fást með því að margfalda töluna 10 með sjálfri sér eða deila með slíkum margfeldum. Þetta tengist því að talan 10 er grunntala talnakerfisins sem við notum. Veldin eða margfeldin eru ýmist stórar tölur eins og 10, 1000, milljón eða billjón eða litlar tölur eins og 1/100, einn milljónasti og svo framvegis.

Forskeytin eru misvel þekkt. Til að mynda þekkja flestir sentimetra (cm) þar sem senti- stendur fyrir 1/100, en önnur forskeyti eru minna notuð og þess vegna síður þekkt eins og spurningin gefur til kynna.

Algengustu forskeytin eru sem hér segir:


MargfaldariNafnMerkiMargfaldariNafnMerki
1024yottaY10-1desid
1021zettaZ10-2sentic
1018exaE10-3millim
1015petaP10-6míkróµ
1012teraT10-9nanón
109gígaG10-12píkóp
106megaM10-15femtóf
103kílók10-18attóa
102hektóh10-21zeptóz
101dekada10-24yoktóy

Hér má sjá að eitt megatonn er 106 tonn eða milljón tonn Það er því óneitanlega verulegur munur á tonni og megatonni.

Útgáfudagur

7.10.2003

Spyrjandi

Ágúst Ísfeld

Höfundar

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

EÖÞ og ÞV. „Er einhver munur á tonni og megatonni?“ Vísindavefurinn, 7. október 2003. Sótt 22. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3783.

EÖÞ og ÞV. (2003, 7. október). Er einhver munur á tonni og megatonni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3783

EÖÞ og ÞV. „Er einhver munur á tonni og megatonni?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2003. Vefsíða. 22. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3783>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

1973

Sigurbjörn Árni Arngrímsson er prófessor í íþróttafræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði HÍ og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn stundar rannsóknir á sviði heilsueflingar auk rannsókna á afreksíþróttafólki.