Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?

Björn Sigurður Gunnarsson

Aðalástæðan fyrir þvi að við notum kúamjólk frekar til manneldis en mjólk annarra spendýra eða jórturdýra, er líklega sú að nyt kúa er mun meiri en annarra dýrategunda. Það er einfaldlega hagkvæmara að mjólka kýr en hryssur, því kýrnar mjólka meira.

Annars er mjólk annarra jórturdýra einnig notuð í einhverjum mæli, menn drekka geita- og sauðamjólk og vinna afurðir eins og osta úr mjólk þessara dýra. Einnig hefur kapla- eða merarmjólk verið nýtt til manneldis, en þó eru ekki ýkja margar heimildir til um það hér á landi. Í Mongólíu hefur kaplamjólkin hins vegar verið notuð öldum saman, meðal annars í drykkinn rarg eða merarmjólkurdrykk, sem er í raun gerjuð og örlítið áfeng kaplamjólk. Nýlega bárust fréttir af því að á kaffihúsi í Noregi væri boðið upp á kaplamjólk út í kaffið.



Meri mjólkuð í Kirgistan.

Kaplamjólkin er nokkuð ólík kúamjólk að næringarinnihaldi. Til að mynda er mun minna af prótínum og fitu í henni en í kúamjólk, en meira af mjólkursykri. Má segja að kaplamjólkin líkist móðurmjólkinni í prótín- og mjólkursykurinnihaldi, en mun meira er af fitu í móðurmjólk og þar af leiðandi er orkuinnihald hennar mun hærra en kaplamjólkur og hún líkari kúamjólk að því leyti (sjá töflu). Kúamjólk er næringarþéttari en kaplamjólk, inniheldur til að mynda meira af A-vítamíni, B2-vítamíni og kalíni (K), en meira C-vítamín er að finna í kaplamjólk.

Í nýlegri rannsókn á Ítalíu kom í ljós að af 25 börnum með kúamjólkurofnæmi sýndu aðeins 2 ofnæmisviðbrögð við kaplamjólk (sjá heimild). Hins vegar tóku rannsakendur fram að mikilvægt væri að láta gera ofnæmispróf áður en reynt er að gefa barni með kúamjólkurofnæmi kaplamjólk.

Orka (kcal)Prótín (g)Fita (g)Mjólkursykur (g)
Móðurmjólk711,34,17,3
Kúamjólk683,44,04,7
Kaplamjólk461,81,56,2
Magn orku og þrenns konar næringarefna í 100 g af mjólk úr þremur tegundum spendýra.

Heimild og mynd:
  • Businco L, Giampetro PG, Lucenti P, Lucaroni F, Pini C, Di Felice G, Iacovacci P, Curadi C, Orlandi M. “Allergenicity of mare’s milk in children with cow’s milk allergy”. J Allergy Clin Immunol 2000; 105:1031-4.
  • Kyrgyzstan.com

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

10.10.2003

Spyrjandi

Camilla B. Thomsen, f. 1992
Bryndís Pálmadóttir, f. 1992
Rakel Kristínardóttir, f. 1992

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?“ Vísindavefurinn, 10. október 2003, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3793.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2003, 10. október). Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3793

Björn Sigurður Gunnarsson. „Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2003. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3793>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?
Aðalástæðan fyrir þvi að við notum kúamjólk frekar til manneldis en mjólk annarra spendýra eða jórturdýra, er líklega sú að nyt kúa er mun meiri en annarra dýrategunda. Það er einfaldlega hagkvæmara að mjólka kýr en hryssur, því kýrnar mjólka meira.

Annars er mjólk annarra jórturdýra einnig notuð í einhverjum mæli, menn drekka geita- og sauðamjólk og vinna afurðir eins og osta úr mjólk þessara dýra. Einnig hefur kapla- eða merarmjólk verið nýtt til manneldis, en þó eru ekki ýkja margar heimildir til um það hér á landi. Í Mongólíu hefur kaplamjólkin hins vegar verið notuð öldum saman, meðal annars í drykkinn rarg eða merarmjólkurdrykk, sem er í raun gerjuð og örlítið áfeng kaplamjólk. Nýlega bárust fréttir af því að á kaffihúsi í Noregi væri boðið upp á kaplamjólk út í kaffið.



Meri mjólkuð í Kirgistan.

Kaplamjólkin er nokkuð ólík kúamjólk að næringarinnihaldi. Til að mynda er mun minna af prótínum og fitu í henni en í kúamjólk, en meira af mjólkursykri. Má segja að kaplamjólkin líkist móðurmjólkinni í prótín- og mjólkursykurinnihaldi, en mun meira er af fitu í móðurmjólk og þar af leiðandi er orkuinnihald hennar mun hærra en kaplamjólkur og hún líkari kúamjólk að því leyti (sjá töflu). Kúamjólk er næringarþéttari en kaplamjólk, inniheldur til að mynda meira af A-vítamíni, B2-vítamíni og kalíni (K), en meira C-vítamín er að finna í kaplamjólk.

Í nýlegri rannsókn á Ítalíu kom í ljós að af 25 börnum með kúamjólkurofnæmi sýndu aðeins 2 ofnæmisviðbrögð við kaplamjólk (sjá heimild). Hins vegar tóku rannsakendur fram að mikilvægt væri að láta gera ofnæmispróf áður en reynt er að gefa barni með kúamjólkurofnæmi kaplamjólk.

Orka (kcal)Prótín (g)Fita (g)Mjólkursykur (g)
Móðurmjólk711,34,17,3
Kúamjólk683,44,04,7
Kaplamjólk461,81,56,2
Magn orku og þrenns konar næringarefna í 100 g af mjólk úr þremur tegundum spendýra.

Heimild og mynd:
  • Businco L, Giampetro PG, Lucenti P, Lucaroni F, Pini C, Di Felice G, Iacovacci P, Curadi C, Orlandi M. “Allergenicity of mare’s milk in children with cow’s milk allergy”. J Allergy Clin Immunol 2000; 105:1031-4.
  • Kyrgyzstan.com
...