Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg.

Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhringingu annars vegar og tilkynningu í útvarpi hins vegar. Síminn hringir eingöngu hjá þeim sem á að fá upplýsingarnar og bregðast við þeim og á sama hátt virkar taugakerfið. Margir heyra aftur á móti tilkynningu í útvarpi. Hún á erindi við suma en aðrir taka hana ekki til sín. Þannig mætti lýsa virkni innkirtlakerfisins. Hormónin fara í blóðrásina og berast með henni um allan líkamann. Þau hafa áhrif á sumar frumur, sem nefnast þá markfrumur, en ekki aðrar.

Mörkin milli boðflutnings með taugaboðum og efnaboðum eru þó ekki skýr. Taugaboð flytjast milli taugunga (taugafrumna) sem efnaboð og sum hormón eru einnig taugaboðefni, það er efni sem taugungar láta frá sér til að hafa áhrif á aðrar frumur.

Fjallað er um innkirtlakerfið í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er innkirtlakerfi?

Taugakerfið gegnir þremur meginhlutverkum.
  • Í fyrsta lagi gegnir það skynjunarhlutverki og nemur breytingar bæði innan og utan líkamans.
  • Í öðru lagi greinir það skynjunarupplýsingar, geymir sumar í minni og tekur ákvarðanir varðandi viðeigandi atferli. Þetta nefnist úrvinnsluhlutverk.
  • Í þriðja lagi svarar það áreiti með því að koma af stað viðbragði í formi vöðvasdamdráttar eða kirtilseytis.
Öll þessi starfsemi fer fram með taugaboðum sem eru veikar breytingar í rafspennu yfir frumuhimnu taugunga. Þetta gerist þannig að fyrst vekur tiltekið áreiti rafspennubreytingu á örlitlu svæði himnunnar. Breytingin kallast boðspenna og hún truflar himnuna á næsta svæði við hliðina sem breytist í kjölfarið og svo koll af kolli þar til komið er í símaenda taugungsins. Boðspenna þar truflar himnur seytibóla sem innihalda taugaboðefni með þeim afleiðingum að bólurnar seyta innihaldi sínu í svokölluð taugamót en svo nefnist örlítið bil milli símaenda þessa taugungs og gripluenda þess næsta.

Þegar gripluendar taka upp taugaboðefni frá taugungnum á undan truflar það himnuna þar og kemur það fram í myndun boðspennu. Taugaboðið er því komið í næsta taugung og fer eftir honum endilöngum þar til komið er í símaenda hans. Taugabrautir enda síðan annaðhvort í vöðva eða kirtli þar sem taugaboðefnin trufla himnuspennu kirtilfrumu eða vöðvafrumu. Í kjölfarið verður kirtilseyti úr kirtilfrumunni eða samdráttur vöðvafrumunnar.

Taugakerfið og innkirtlakerfið samhæfa starfsemi allra líffærakerfa líkamans. Taugakerfið gerir þetta í gegnum taugaboð sem losa taugaboðefni sem síðan ýmist örva eða hamla aðra taugunga, vöðvafrumur eða kirtilfrumur. Innkirtlakerfið losar aftur á móti boðefni sín, hormónin, út í blóðrásina. Hormón eru lífrænar sameindir sem breyta lífeðlisfræðilega virkni annarra líkamsvefja. Blóðráskerfið sér um að koma hormónum til frumna um allan líkamann.

Þessi tvö stjórnkerfi eru samantvinnuð í ofurkerfi. Sumir hlutar taugakerfisins örva eða hamla hormónaseyti. Hormón geta á hinn bóginn örvað eða hamlað myndun taugaboða. Sum efni, eins og til dæmis noradrenalín, virka sem hormón sums staðar en sem taugaboðefni annars staðar.

Verkaskiptingin er í grófum dráttum þannig að taugakerfið hefur áhrif á vöðvasamdrátt og kirtilseyti sem framkallar í kjölfarið tiltekin áhrif, en innkirtlakerfið breytir virkni efnaskipta, stýrir vexti og þroska og leiðir æxlunarferli. Þannig kemur það ekki eingöngu við sögu í að stjórna virkni sléttra vöðva, hjartavöðvans og sumra kirtla heldur hefur það nánast áhrif á alla aðra vefi að auki.

Taugaboð berast yfirleitt á fáum millisekúndum en þó hormón geti virkað innan nokkurra sekúnda tekur það sum þeirra nokkra klukkutíma eða lengur að framkalla sín áhrif. Áhrif taugaboða vara mun skemur en áhrif hormóna.

Heimild:
  • Tortora, Gerard J. (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings

Höfundur

Útgáfudagur

14.10.2003

Spyrjandi

Hrafnkell Pálmason

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?“ Vísindavefurinn, 14. október 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3796.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 14. október). Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3796

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3796>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?
Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg.

Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhringingu annars vegar og tilkynningu í útvarpi hins vegar. Síminn hringir eingöngu hjá þeim sem á að fá upplýsingarnar og bregðast við þeim og á sama hátt virkar taugakerfið. Margir heyra aftur á móti tilkynningu í útvarpi. Hún á erindi við suma en aðrir taka hana ekki til sín. Þannig mætti lýsa virkni innkirtlakerfisins. Hormónin fara í blóðrásina og berast með henni um allan líkamann. Þau hafa áhrif á sumar frumur, sem nefnast þá markfrumur, en ekki aðrar.

Mörkin milli boðflutnings með taugaboðum og efnaboðum eru þó ekki skýr. Taugaboð flytjast milli taugunga (taugafrumna) sem efnaboð og sum hormón eru einnig taugaboðefni, það er efni sem taugungar láta frá sér til að hafa áhrif á aðrar frumur.

Fjallað er um innkirtlakerfið í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er innkirtlakerfi?

Taugakerfið gegnir þremur meginhlutverkum.
  • Í fyrsta lagi gegnir það skynjunarhlutverki og nemur breytingar bæði innan og utan líkamans.
  • Í öðru lagi greinir það skynjunarupplýsingar, geymir sumar í minni og tekur ákvarðanir varðandi viðeigandi atferli. Þetta nefnist úrvinnsluhlutverk.
  • Í þriðja lagi svarar það áreiti með því að koma af stað viðbragði í formi vöðvasdamdráttar eða kirtilseytis.
Öll þessi starfsemi fer fram með taugaboðum sem eru veikar breytingar í rafspennu yfir frumuhimnu taugunga. Þetta gerist þannig að fyrst vekur tiltekið áreiti rafspennubreytingu á örlitlu svæði himnunnar. Breytingin kallast boðspenna og hún truflar himnuna á næsta svæði við hliðina sem breytist í kjölfarið og svo koll af kolli þar til komið er í símaenda taugungsins. Boðspenna þar truflar himnur seytibóla sem innihalda taugaboðefni með þeim afleiðingum að bólurnar seyta innihaldi sínu í svokölluð taugamót en svo nefnist örlítið bil milli símaenda þessa taugungs og gripluenda þess næsta.

Þegar gripluendar taka upp taugaboðefni frá taugungnum á undan truflar það himnuna þar og kemur það fram í myndun boðspennu. Taugaboðið er því komið í næsta taugung og fer eftir honum endilöngum þar til komið er í símaenda hans. Taugabrautir enda síðan annaðhvort í vöðva eða kirtli þar sem taugaboðefnin trufla himnuspennu kirtilfrumu eða vöðvafrumu. Í kjölfarið verður kirtilseyti úr kirtilfrumunni eða samdráttur vöðvafrumunnar.

Taugakerfið og innkirtlakerfið samhæfa starfsemi allra líffærakerfa líkamans. Taugakerfið gerir þetta í gegnum taugaboð sem losa taugaboðefni sem síðan ýmist örva eða hamla aðra taugunga, vöðvafrumur eða kirtilfrumur. Innkirtlakerfið losar aftur á móti boðefni sín, hormónin, út í blóðrásina. Hormón eru lífrænar sameindir sem breyta lífeðlisfræðilega virkni annarra líkamsvefja. Blóðráskerfið sér um að koma hormónum til frumna um allan líkamann.

Þessi tvö stjórnkerfi eru samantvinnuð í ofurkerfi. Sumir hlutar taugakerfisins örva eða hamla hormónaseyti. Hormón geta á hinn bóginn örvað eða hamlað myndun taugaboða. Sum efni, eins og til dæmis noradrenalín, virka sem hormón sums staðar en sem taugaboðefni annars staðar.

Verkaskiptingin er í grófum dráttum þannig að taugakerfið hefur áhrif á vöðvasamdrátt og kirtilseyti sem framkallar í kjölfarið tiltekin áhrif, en innkirtlakerfið breytir virkni efnaskipta, stýrir vexti og þroska og leiðir æxlunarferli. Þannig kemur það ekki eingöngu við sögu í að stjórna virkni sléttra vöðva, hjartavöðvans og sumra kirtla heldur hefur það nánast áhrif á alla aðra vefi að auki.

Taugaboð berast yfirleitt á fáum millisekúndum en þó hormón geti virkað innan nokkurra sekúnda tekur það sum þeirra nokkra klukkutíma eða lengur að framkalla sín áhrif. Áhrif taugaboða vara mun skemur en áhrif hormóna.

Heimild:
  • Tortora, Gerard J. (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings
...