Sólin Sólin Rís 08:23 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 25:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík

Hversu mörg afkvæmi geta leðurblökur eignast?

Jón Már Halldórsson

Leðurblökur (Chiroptera) eru einu spendýrin sem geta flogið. Þekktar eru um 1.200 tegundir af leðurblökum og aðeins finnast fleiri tegundir hjá nagdýrum (Rodentia) af öllum spendýrahópum.

Það er nánast regla meðal leðurblaka að kvendýrin gjóti einum unga. Aðalundantekningin eru leðurblökur af ættkvíslinni Lasiurus en þær gjóta oft fleiri en tveimur ungum. Rauða leðurblakan (Lasiurus borealis, e. red bat) gýtur allt frá einum til fimm ungum, en meðaltalið hjá ættkvíslinni eru tveir eða þrír ungar í goti. Tegundir af ættkvíslinni Lasiurus eru dreifðar um álfur Ameríku en einstaklingar af hrímblökutegundinni (L. cinereus, e. hoary bat) eiga það til að flækjast austur á bóginn, meðal annars til Íslands.

Leðurblaka með unga.

Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að mjög algengt er að kvendýr stóru brúnu leðurblökunnar (Eptesicus fuscus, e. big brown bat) gjóti tvíburum.

Ungarnir fæðast með óþroskaða vængi en afturfæturnir eru vel þroskaðir og hanga ungarnir á þeim hjá mæðrum sínum og nærast á móðurmjólkinni. Þeir eru oftast nær naktir eða með strjál hár á skrokknum. Hjá smáblökum (Microchiroptera) eru ungarnir á spena í 4-6 vikur og verða fleygir eftir tvo mánuði. Hjá mörgum stærri tegundum (Megachiroptera), eins og Pteropus giganteus af ætt ávaxtablaka, eru ungarnir á spena í allt að 5 mánuði.

Hjá sumum tegundum smárra leðurblaka hafa kvendýrin nokkurskonar falskar geirvörtur (auk þeirra alvöru) sem ungarnir geta bitið sig fasta við meðan mæður þeirra ferðast um.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.10.2003

Spyrjandi

Óðinn Bergsteinsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu mörg afkvæmi geta leðurblökur eignast?“ Vísindavefurinn, 15. október 2003. Sótt 4. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3798.

Jón Már Halldórsson. (2003, 15. október). Hversu mörg afkvæmi geta leðurblökur eignast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3798

Jón Már Halldórsson. „Hversu mörg afkvæmi geta leðurblökur eignast?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2003. Vefsíða. 4. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3798>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg afkvæmi geta leðurblökur eignast?
Leðurblökur (Chiroptera) eru einu spendýrin sem geta flogið. Þekktar eru um 1.200 tegundir af leðurblökum og aðeins finnast fleiri tegundir hjá nagdýrum (Rodentia) af öllum spendýrahópum.

Það er nánast regla meðal leðurblaka að kvendýrin gjóti einum unga. Aðalundantekningin eru leðurblökur af ættkvíslinni Lasiurus en þær gjóta oft fleiri en tveimur ungum. Rauða leðurblakan (Lasiurus borealis, e. red bat) gýtur allt frá einum til fimm ungum, en meðaltalið hjá ættkvíslinni eru tveir eða þrír ungar í goti. Tegundir af ættkvíslinni Lasiurus eru dreifðar um álfur Ameríku en einstaklingar af hrímblökutegundinni (L. cinereus, e. hoary bat) eiga það til að flækjast austur á bóginn, meðal annars til Íslands.

Leðurblaka með unga.

Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að mjög algengt er að kvendýr stóru brúnu leðurblökunnar (Eptesicus fuscus, e. big brown bat) gjóti tvíburum.

Ungarnir fæðast með óþroskaða vængi en afturfæturnir eru vel þroskaðir og hanga ungarnir á þeim hjá mæðrum sínum og nærast á móðurmjólkinni. Þeir eru oftast nær naktir eða með strjál hár á skrokknum. Hjá smáblökum (Microchiroptera) eru ungarnir á spena í 4-6 vikur og verða fleygir eftir tvo mánuði. Hjá mörgum stærri tegundum (Megachiroptera), eins og Pteropus giganteus af ætt ávaxtablaka, eru ungarnir á spena í allt að 5 mánuði.

Hjá sumum tegundum smárra leðurblaka hafa kvendýrin nokkurskonar falskar geirvörtur (auk þeirra alvöru) sem ungarnir geta bitið sig fasta við meðan mæður þeirra ferðast um.

Heimildir og mynd:...