Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve mikið af omega-3-hylkjum er óhætt að taka á dag við liðagigt?

Bryndís Eva Birgisdóttir

Í rannsóknum á áhrifum omega-3-fitusýra gegn þjáningum fólks með liðagigt hafa verið gefin 5-10 grömm á dag án þess að aukaverkanir hafi komið fram. Hins vegar getur þetta hækkað blóðsykur hjá þeim sem eru með fullorðinssykursýki. Lítil hætta er þó á aukaverkunum fyrr en við mjög stóra skammta af omega-3-fitusýrum en þá koma aðallega fram einkenni frá meltingarvegi svo sem uppköst, niðurgangur og uppþemba. Einnig hefur sést hjá sumum einstaklingum að blæðingartími lengist við inntöku omega-3-fitusýra. Litlar upplýsingar eru til um hvaða áhrif háir skammtar í langan tíma (nokkur ár) hafa á líkamann.

Oft innihalda bætiefni með omega-3-fitusýrum einnig A- og D-vítamín. Það eru miklu fremur þessi vítamín sem takmarka inntöku en omega-3-fitusýrurnar sjálfar. A- eða D-vítamín í stórum skömmtum geta leitt til eitrunar. Aldrei ætti að taka inn meira en fimmfaldan ráðlagðan dagskammt af þessum vítamínum en ráðlagður dagskammtur af A-vítamíni er 800-900 míkrógrömm og 7-10 míkrógrömm af D-vítamíni fyrir fullorðna.

Varðandi tengsl liðagigtar og omega-3-fitusýra hafa margar rannsóknir sýnt bætandi áhrif þessara fitusýra, sérstaklega fiskifitanna, á sjúkdómseinkenni, þó aðallega fyrst í stað. Allir ættu að neyta að minnsta kosti 0,5 gramms af omega-3-fitusýrum á dag en mælt er með 1-2 grömmum fyrir alla, sé þess neytt ásamt öðrum hollum afurðum svo sem ávöxtum og grænmeti (Drevon, C.A., Scand. J. Nutr. 1990, 34:46-61; Norrænar ráðleggingar um næringarefni 1999). Omega-3-fitusýrur er meðal annars að finna í fiski, sérstaklega feitum fiski, og lýsi. Þær er þó einnig að finna í olíum svo sem línfræolíu og rapsolíu en þar er um að ræða styttri gerðir af omega-3 fitusýrum sem hafa ekki verið rannsakaðar eins vel með tilliti til liðagigtar.

Það væri því óhætt að taka inn 1-2 tsk af lýsi og fá omega-3-fitusýrur með því auk þess að mæta A- og D-vítamínþörf, en taka svo inn omega-3 bætiefni (fiskifitu) að auki sem ekki innihalda þessi vítamín. Sjálfsagt er einnig að neyta fisks reglulega.

Höfundur

doktor í næringarfræði

Útgáfudagur

27.4.2000

Spyrjandi

Guðrún Sveinsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Hve mikið af omega-3-hylkjum er óhætt að taka á dag við liðagigt?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2000, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=380.

Bryndís Eva Birgisdóttir. (2000, 27. apríl). Hve mikið af omega-3-hylkjum er óhætt að taka á dag við liðagigt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=380

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Hve mikið af omega-3-hylkjum er óhætt að taka á dag við liðagigt?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2000. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=380>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve mikið af omega-3-hylkjum er óhætt að taka á dag við liðagigt?
Í rannsóknum á áhrifum omega-3-fitusýra gegn þjáningum fólks með liðagigt hafa verið gefin 5-10 grömm á dag án þess að aukaverkanir hafi komið fram. Hins vegar getur þetta hækkað blóðsykur hjá þeim sem eru með fullorðinssykursýki. Lítil hætta er þó á aukaverkunum fyrr en við mjög stóra skammta af omega-3-fitusýrum en þá koma aðallega fram einkenni frá meltingarvegi svo sem uppköst, niðurgangur og uppþemba. Einnig hefur sést hjá sumum einstaklingum að blæðingartími lengist við inntöku omega-3-fitusýra. Litlar upplýsingar eru til um hvaða áhrif háir skammtar í langan tíma (nokkur ár) hafa á líkamann.

Oft innihalda bætiefni með omega-3-fitusýrum einnig A- og D-vítamín. Það eru miklu fremur þessi vítamín sem takmarka inntöku en omega-3-fitusýrurnar sjálfar. A- eða D-vítamín í stórum skömmtum geta leitt til eitrunar. Aldrei ætti að taka inn meira en fimmfaldan ráðlagðan dagskammt af þessum vítamínum en ráðlagður dagskammtur af A-vítamíni er 800-900 míkrógrömm og 7-10 míkrógrömm af D-vítamíni fyrir fullorðna.

Varðandi tengsl liðagigtar og omega-3-fitusýra hafa margar rannsóknir sýnt bætandi áhrif þessara fitusýra, sérstaklega fiskifitanna, á sjúkdómseinkenni, þó aðallega fyrst í stað. Allir ættu að neyta að minnsta kosti 0,5 gramms af omega-3-fitusýrum á dag en mælt er með 1-2 grömmum fyrir alla, sé þess neytt ásamt öðrum hollum afurðum svo sem ávöxtum og grænmeti (Drevon, C.A., Scand. J. Nutr. 1990, 34:46-61; Norrænar ráðleggingar um næringarefni 1999). Omega-3-fitusýrur er meðal annars að finna í fiski, sérstaklega feitum fiski, og lýsi. Þær er þó einnig að finna í olíum svo sem línfræolíu og rapsolíu en þar er um að ræða styttri gerðir af omega-3 fitusýrum sem hafa ekki verið rannsakaðar eins vel með tilliti til liðagigtar.

Það væri því óhætt að taka inn 1-2 tsk af lýsi og fá omega-3-fitusýrur með því auk þess að mæta A- og D-vítamínþörf, en taka svo inn omega-3 bætiefni (fiskifitu) að auki sem ekki innihalda þessi vítamín. Sjálfsagt er einnig að neyta fisks reglulega.

...