Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Málvísindamenn nota stundum svonefnd boðskiptalíkön til að útskýra og greina hvernig boðskipti eiga sér stað milli manna. Einfölduð mynd af þannig líkani gæti litið svona út:
sendandi --> boð --> viðtakandi
Það er að segja sendandi sendir boð til einhvers viðtakanda. Boðskipti geta verið af ýmsu tagi. Hér eru nokkur dæmi:
  1. Maður hittir ókunnugan mann á götu og segir honum öll sín innstu leyndarmál.
  2. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hrópa og syngja á knattspyrnuleik í Hamborg.
  3. Sextugt ljóðskáld gefur út sína áttundu ljóðabók, Eintóm orð.
  4. Kona skipar hundi að sækja plastönd.
Málvísindamenn mundu gefa þessum boðskiptum ákveðin gildi eftir því hver tilgangur þeirra er. Þegar áhersla boðanna liggur aðallega vinstra megin í líkaninu, það er hjá sendandanum, er svonefnt tilfinningagildi ráðandi. Dæmi um þetta væri til að mynda nr. 1 og 2.

Boðskipti áhorfenda á fótboltaleik, hróp og köll, gegna fyrst og fremst því hlutverki að tjá tilfinningar þeirra á meðan leiknum stendur. Boðunum er vitanlega stundum ætlað að hafa áhrif á viðtakandann en yfirleitt er tilfinningagildið yfirskipað svonefndu áhrifsgildi, Þetta er öllum ljóst sem hrópa í sífellu gagnlegar ráðleggingar til dómara á meðan leik stendur. Þeir vita vel að hann dæmir að öllum líkindum ekki vítaspyrnu þó að reiður Valsari hrópi og segi honum að gera það. Valsarinn hrópar ráðlegginguna fyrst og fremst af því að hann vill tjá skoðun sína um atvik á vellinum.

Stundum hafa boðskipti áhorfenda þó eitthvað að segja um gang leiksins. Athugasemdir áhorfenda geta haft áhrif á dómgæsluna og þá segjum við að áhrifsgildi boðanna verði meira en tilfinningagildi þeirra.

Sömu sögu er að segja um atriði númer 1. Maðurinn sem hittir ókunnugan á götu og segir honum sín innstu leyndarmál er að tjá eigin tilfinningar. Hann flytur boðin ekki til að hafa áhrif á hinn ókunnuga sem hann á kannski aldrei eftir að sjá aftur. En boðin geta engu að síður haft mikil áhrif á viðmælandann, þau geta auðveldlega öðlast áhrifsgildi. Kannski verða þau til þess að viðmælandinn gerir róttæka endurskoðun á öllum lífsgildum sínum - en það breytir því ekki að upprunalegur tilgangur boðanna var fyrst og fremst sá að sendandinn vildi fá að tjá tilfinningar sínar.

Áhrifsgildi boða er hins vegar greinilega ríkjandi þegar kona skipar hundi að sækja plastönd. Boðunum er ætlað að hafa tiltekin áhrif. Í skáldskap beinist áherslan að boðunum sjálfum, það er orðunum í textanum og þar er svonefnt skáldskapargildi ríkjandi.



Orðið halló, sem margir segja til dæmis þegar þeir svara í símann, gegnir sérstöku hlutverki í boðskiptaferlinu. Það er fyrst og fremst sagt til að athuga hvort boðskiptaleiðin
sendandi --> boð --> viðtakandi
sé í lagi, það er hvort boðin komist örugglega á áfangastað. Sendandi boðanna er í upphafi sá sem hringir. Boðin sem berast eru í fyrstu aðeins símhringing og þegar viðtakandinn svarar veit hann ekki hvort raunverulegt samband sé komið á. Þess vegna athugar hann það með orðunum halló og fær þá væntanlega svar um það að einhver sé hinum megin á línunni. Það staðfestir að leiðin frá sendanda til viðtakanda er virk og þá geta hin raunverulega boðskipti hafist.

Ef sambandið er slæmt, til dæmis í millilandasímtölum, getur verið þörf á því að kanna sambandið í miðju samtali. Þá segja menn til dæmis: "Halló, heyrirðu í mér?" Ef ekkert heyrist lýkur boðskiptunum en ef sambandið batnar berst svar og þau hefjast aftur. Halló hefur í báðum ofangreindum tilvikum svonefnt sambandsgildi.

Þegar við hittum einhvern augliti til auglits á förnum vegi og hefjum ekki samtalið fyrr en við erum það nálægt honum að við getum til dæmis heilsað honum með handabandi er líklegt að við segjum eitthvað á þessa leið: "Sæl og blessuð, hvað segir þú gott?" Ef við erum hins vegar á gangi og þekkjum kunningja okkar af baksvipnum er líklegra að við köllum "Halló, Gunni" eða "Hæ, Ásdís" eða eitthvað í þeim dúr. Í þessu tilviki er ekki eins ljóst að boðskiptaleiðin sé virk, viðkomandi gæti til dæmis ekki heyrt í okkur, og þess vegna þarf að kanna það áður en samtalið hefst.

Margir kannast ef til vill við það að fara í heimsókn á elliheimili og ræða við aldraða ættingja sem heyra ekki vel. Þá þarf oft í samræðunum að kanna hvort boðskiptaleiðin sé greið. Boð frá sendanda sem hafa annað hvort tilfinningagildi eða áhrifsgildi geta þess vegna einnig haft ríkjandi sambandsgildi. Til dæmis þegar raustin er brýnd og setning endar á orðunum "... er það ekki örugglega?"

Orðið halló er notað í mörgum tungumálum á sama hátt og í íslensku. Í Íslenskri orðsifjabók segir að það sé tökuorð úr dönsku hallo, í þýsku er einnig sagt hallo, samanber fornfranska orðið halloer. Í ensku segja menn hello, elsta dæmið í Oxford English Dictionary um notkun orðsins í símtölum er frá árinu 1892. Elsta dæmið um orðmyndina sjálfa er hins vegar að finna í leikritinu Títusi Andrónikusi eftir Shakespeare sem fyrst var leikið seint á 16. öld. Þar segir: "Hollo, what storme is this?" (II.i.25). Sambærileg upphrópun var meðal annars notuð til að kalla eftir ferjumanni.

Í raun var það uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison sem stakk upp á því að nota bæri hello í símtölum. Elsta ritaða heimild um orðið er að finna í bréfi uppfinningamannsins frá 15. ágúst 1877. Þar stingur hann upp á því að það sé notað sem upphafsorð í boðskiptum gegnum síma. Alexander Graham Bell, sem fann upp símann og fékk einkaleyfi fyrir uppfinningunni 1874, vildi nota orðin ahoy, ahoy en það fékk litlar undirtektir og hello Edisons sem er myndað af orðinu hallo breiddist hratt út.

Kannski er engin sérstök ástæða fyrir því að orðið halló er notað í þessum tilgangi, einhver önnur hljóðmynd hefði vel getað verið notuð í sama tilgangi, til dæmis gaggú. Líklegt er þó að orð Edisons hafi hitt í mark vegna þess að það líkist upphrópunum sem tjá undrun og höfðu verið notaðar í sambærilegum tilgangi, til dæmis að kalla á ferjumenn. Hljóðmyndin halló stendur einnig nærri upphrópuninni sem er meðal annars notuð í þeim tilgangi að vekja athygli á sér, til dæmis þegar menn kallast á úr miklum fjarska.

Við notum þess vegna orðið halló þegar við svörum í síma til að athuga hvort boðskiptaleiðin milli sendanda og viðtakanda er greið. Ef sú er raunin er hægt að hefja raunverulegt samtal.

Heimildir: The Center for the Study of Technology and Society

Mynd: Donderevo Gallery

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.10.2003

Spyrjandi

Helga Guðmundsdóttir Bender

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?“ Vísindavefurinn, 16. október 2003, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3801.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 16. október). Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3801

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2003. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3801>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?
Málvísindamenn nota stundum svonefnd boðskiptalíkön til að útskýra og greina hvernig boðskipti eiga sér stað milli manna. Einfölduð mynd af þannig líkani gæti litið svona út:

sendandi --> boð --> viðtakandi
Það er að segja sendandi sendir boð til einhvers viðtakanda. Boðskipti geta verið af ýmsu tagi. Hér eru nokkur dæmi:
  1. Maður hittir ókunnugan mann á götu og segir honum öll sín innstu leyndarmál.
  2. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hrópa og syngja á knattspyrnuleik í Hamborg.
  3. Sextugt ljóðskáld gefur út sína áttundu ljóðabók, Eintóm orð.
  4. Kona skipar hundi að sækja plastönd.
Málvísindamenn mundu gefa þessum boðskiptum ákveðin gildi eftir því hver tilgangur þeirra er. Þegar áhersla boðanna liggur aðallega vinstra megin í líkaninu, það er hjá sendandanum, er svonefnt tilfinningagildi ráðandi. Dæmi um þetta væri til að mynda nr. 1 og 2.

Boðskipti áhorfenda á fótboltaleik, hróp og köll, gegna fyrst og fremst því hlutverki að tjá tilfinningar þeirra á meðan leiknum stendur. Boðunum er vitanlega stundum ætlað að hafa áhrif á viðtakandann en yfirleitt er tilfinningagildið yfirskipað svonefndu áhrifsgildi, Þetta er öllum ljóst sem hrópa í sífellu gagnlegar ráðleggingar til dómara á meðan leik stendur. Þeir vita vel að hann dæmir að öllum líkindum ekki vítaspyrnu þó að reiður Valsari hrópi og segi honum að gera það. Valsarinn hrópar ráðlegginguna fyrst og fremst af því að hann vill tjá skoðun sína um atvik á vellinum.

Stundum hafa boðskipti áhorfenda þó eitthvað að segja um gang leiksins. Athugasemdir áhorfenda geta haft áhrif á dómgæsluna og þá segjum við að áhrifsgildi boðanna verði meira en tilfinningagildi þeirra.

Sömu sögu er að segja um atriði númer 1. Maðurinn sem hittir ókunnugan á götu og segir honum sín innstu leyndarmál er að tjá eigin tilfinningar. Hann flytur boðin ekki til að hafa áhrif á hinn ókunnuga sem hann á kannski aldrei eftir að sjá aftur. En boðin geta engu að síður haft mikil áhrif á viðmælandann, þau geta auðveldlega öðlast áhrifsgildi. Kannski verða þau til þess að viðmælandinn gerir róttæka endurskoðun á öllum lífsgildum sínum - en það breytir því ekki að upprunalegur tilgangur boðanna var fyrst og fremst sá að sendandinn vildi fá að tjá tilfinningar sínar.

Áhrifsgildi boða er hins vegar greinilega ríkjandi þegar kona skipar hundi að sækja plastönd. Boðunum er ætlað að hafa tiltekin áhrif. Í skáldskap beinist áherslan að boðunum sjálfum, það er orðunum í textanum og þar er svonefnt skáldskapargildi ríkjandi.



Orðið halló, sem margir segja til dæmis þegar þeir svara í símann, gegnir sérstöku hlutverki í boðskiptaferlinu. Það er fyrst og fremst sagt til að athuga hvort boðskiptaleiðin
sendandi --> boð --> viðtakandi
sé í lagi, það er hvort boðin komist örugglega á áfangastað. Sendandi boðanna er í upphafi sá sem hringir. Boðin sem berast eru í fyrstu aðeins símhringing og þegar viðtakandinn svarar veit hann ekki hvort raunverulegt samband sé komið á. Þess vegna athugar hann það með orðunum halló og fær þá væntanlega svar um það að einhver sé hinum megin á línunni. Það staðfestir að leiðin frá sendanda til viðtakanda er virk og þá geta hin raunverulega boðskipti hafist.

Ef sambandið er slæmt, til dæmis í millilandasímtölum, getur verið þörf á því að kanna sambandið í miðju samtali. Þá segja menn til dæmis: "Halló, heyrirðu í mér?" Ef ekkert heyrist lýkur boðskiptunum en ef sambandið batnar berst svar og þau hefjast aftur. Halló hefur í báðum ofangreindum tilvikum svonefnt sambandsgildi.

Þegar við hittum einhvern augliti til auglits á förnum vegi og hefjum ekki samtalið fyrr en við erum það nálægt honum að við getum til dæmis heilsað honum með handabandi er líklegt að við segjum eitthvað á þessa leið: "Sæl og blessuð, hvað segir þú gott?" Ef við erum hins vegar á gangi og þekkjum kunningja okkar af baksvipnum er líklegra að við köllum "Halló, Gunni" eða "Hæ, Ásdís" eða eitthvað í þeim dúr. Í þessu tilviki er ekki eins ljóst að boðskiptaleiðin sé virk, viðkomandi gæti til dæmis ekki heyrt í okkur, og þess vegna þarf að kanna það áður en samtalið hefst.

Margir kannast ef til vill við það að fara í heimsókn á elliheimili og ræða við aldraða ættingja sem heyra ekki vel. Þá þarf oft í samræðunum að kanna hvort boðskiptaleiðin sé greið. Boð frá sendanda sem hafa annað hvort tilfinningagildi eða áhrifsgildi geta þess vegna einnig haft ríkjandi sambandsgildi. Til dæmis þegar raustin er brýnd og setning endar á orðunum "... er það ekki örugglega?"

Orðið halló er notað í mörgum tungumálum á sama hátt og í íslensku. Í Íslenskri orðsifjabók segir að það sé tökuorð úr dönsku hallo, í þýsku er einnig sagt hallo, samanber fornfranska orðið halloer. Í ensku segja menn hello, elsta dæmið í Oxford English Dictionary um notkun orðsins í símtölum er frá árinu 1892. Elsta dæmið um orðmyndina sjálfa er hins vegar að finna í leikritinu Títusi Andrónikusi eftir Shakespeare sem fyrst var leikið seint á 16. öld. Þar segir: "Hollo, what storme is this?" (II.i.25). Sambærileg upphrópun var meðal annars notuð til að kalla eftir ferjumanni.

Í raun var það uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison sem stakk upp á því að nota bæri hello í símtölum. Elsta ritaða heimild um orðið er að finna í bréfi uppfinningamannsins frá 15. ágúst 1877. Þar stingur hann upp á því að það sé notað sem upphafsorð í boðskiptum gegnum síma. Alexander Graham Bell, sem fann upp símann og fékk einkaleyfi fyrir uppfinningunni 1874, vildi nota orðin ahoy, ahoy en það fékk litlar undirtektir og hello Edisons sem er myndað af orðinu hallo breiddist hratt út.

Kannski er engin sérstök ástæða fyrir því að orðið halló er notað í þessum tilgangi, einhver önnur hljóðmynd hefði vel getað verið notuð í sama tilgangi, til dæmis gaggú. Líklegt er þó að orð Edisons hafi hitt í mark vegna þess að það líkist upphrópunum sem tjá undrun og höfðu verið notaðar í sambærilegum tilgangi, til dæmis að kalla á ferjumenn. Hljóðmyndin halló stendur einnig nærri upphrópuninni sem er meðal annars notuð í þeim tilgangi að vekja athygli á sér, til dæmis þegar menn kallast á úr miklum fjarska.

Við notum þess vegna orðið halló þegar við svörum í síma til að athuga hvort boðskiptaleiðin milli sendanda og viðtakanda er greið. Ef sú er raunin er hægt að hefja raunverulegt samtal.

Heimildir: The Center for the Study of Technology and Society

Mynd: Donderevo Gallery...