Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Zeta er 33. stafur íslenska stafrófsins, á eftir fylgja þ, æ, ö, en í fjölmörgum nútímastafrófum, til dæmis í því franska, þýska, ítalska og enska er zetan síðasti bókstafurinn. Í stafrófi Fönikíumanna, Grikkja og Rómverja til forna var zetan sjöundi bókstafurinn. Um 250 f. Kr. var zetan felld úr stafrófi Rómverja en á 1. öld f. Kr. var hún tekin aftur inn í stafrófið og þá höfð aftast og aðeins notuð í orðum af grískum uppruna.

Zetan er einn af fjórum viðbótarstöfum íslenska stafrófsins, hinir eru c, q og w. Hún var numim á brott úr opinberu íslensku ritmáli í september 1973 og samkvæmt öðrum kafla auglýsingar um íslenska stafsetningu sem menntamálaráðuneytið gaf út 1974 ber aðeins að nota hana í sérnöfnum sem eru erlend að uppruna og í nokkrum ættarnöfnum.

Samhljóðinn z fær heitið seta í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar en hér er kosið að skrifa zeta. Á ensku er heiti hans zed en áður fyrr hét hún til dæmis nöfnunum 'zad' 'ezod' 'uzzard' og 'izzard'.

Í ensku er zetan oft notuð til að tákna ýmis konar suðhljóð, til dæmis suð í flugum, dæmi um þetta eru að finna í textum allt frá miðri 19. öld, að minnsta kosti. Zetan er er einnig notuð í ensku til að standa fyrir hrotur, þá er til dæmis talað um z-ing í merkingunni 'að hrjóta'. Að sama skapi er zetan notuð til að tákna svefn. Í bandarísku talmáli er til orðasambandið to catch some z's í merkingunni 'að ná einhverjum svefni'. Elsta dæmið um zetuna í þessari notkun í orðbabókinni OED er frá árinu 1963.

Okkur er ekki kunnugt um það hvenær sú hefð komst á í teiknimyndum og teiknimyndasögum að láta zetur tákna svefn og hrotur.

Hugsanlega er það eldra en sú hefð í talmáli að nota z's fyrir svefn eða z-ing fyrir hrotur. Orðanotkunina mætti þá rekja til myndmáls teiknimynda. En ef hefðin í talmáli er eldri getum við sagt að hún hafi haft áhrif á myndmálið.

Þetta skiptir þó ekki öllu máli í þessu svari. Ástæðan fyrir því að zetur tákna svefn í myndasögum er fyrst og fremst sú að um það gildir samkomulag. Það er ekkert eðlislægt við zeturnar sjálfar sem gera það að verkum að þær eigi að tákna svefn, alveg eins og það er ekkert eðlislægt við orðmyndina fífil sem gerir það að verkum að hún sé best til þess fallin að tákna blómið sem sést hér á myndinni til hliðar. Á erlendum málum heita fíflar til dæmis gjarnan dandelion. Íslenskir málnotendur hafa hins vegar komið sér saman um að nota orðið fífil yfir þetta blóm.

Engu að síður getum við fært fyrir því rök að bókstafurinn zeta þjóni því hlutverki ágætlega að tákna hrotur eða svefn:
  • Í fyrsta lagi er zetuhljóðið nálægt s-hljóðinu sem er í upphafi orðsins hrota í ensku, það er snore.
  • Í öðru lagi getum við hugsað okkur að hljóðið sem heyrist þegar við reynum að bera fram röð af zzzzzzz-um hljómi eitthvað svipað og maður sem hrýtur.
  • Og í þriðja og síðasta lagi hentar zetan betur en aðrir stafir til að tákna svefn þar sem hún er síðasti bókstafur í stafrófinu. Tungumálið er stór þáttur í vitundarlífinu og stafrófið endar á zetunni eins og vitundarlífið endar um stund þegar órökleg veröld svefnsins og drauma tekur við.
Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.10.2003

Spyrjandi

Þorsteinn Berghreinsson
Urður Arna Ómarsdóttir, f. 1986

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?“ Vísindavefurinn, 24. október 2003. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3819.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 24. október). Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3819

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2003. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3819>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?
Zeta er 33. stafur íslenska stafrófsins, á eftir fylgja þ, æ, ö, en í fjölmörgum nútímastafrófum, til dæmis í því franska, þýska, ítalska og enska er zetan síðasti bókstafurinn. Í stafrófi Fönikíumanna, Grikkja og Rómverja til forna var zetan sjöundi bókstafurinn. Um 250 f. Kr. var zetan felld úr stafrófi Rómverja en á 1. öld f. Kr. var hún tekin aftur inn í stafrófið og þá höfð aftast og aðeins notuð í orðum af grískum uppruna.

Zetan er einn af fjórum viðbótarstöfum íslenska stafrófsins, hinir eru c, q og w. Hún var numim á brott úr opinberu íslensku ritmáli í september 1973 og samkvæmt öðrum kafla auglýsingar um íslenska stafsetningu sem menntamálaráðuneytið gaf út 1974 ber aðeins að nota hana í sérnöfnum sem eru erlend að uppruna og í nokkrum ættarnöfnum.

Samhljóðinn z fær heitið seta í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar en hér er kosið að skrifa zeta. Á ensku er heiti hans zed en áður fyrr hét hún til dæmis nöfnunum 'zad' 'ezod' 'uzzard' og 'izzard'.

Í ensku er zetan oft notuð til að tákna ýmis konar suðhljóð, til dæmis suð í flugum, dæmi um þetta eru að finna í textum allt frá miðri 19. öld, að minnsta kosti. Zetan er er einnig notuð í ensku til að standa fyrir hrotur, þá er til dæmis talað um z-ing í merkingunni 'að hrjóta'. Að sama skapi er zetan notuð til að tákna svefn. Í bandarísku talmáli er til orðasambandið to catch some z's í merkingunni 'að ná einhverjum svefni'. Elsta dæmið um zetuna í þessari notkun í orðbabókinni OED er frá árinu 1963.

Okkur er ekki kunnugt um það hvenær sú hefð komst á í teiknimyndum og teiknimyndasögum að láta zetur tákna svefn og hrotur.

Hugsanlega er það eldra en sú hefð í talmáli að nota z's fyrir svefn eða z-ing fyrir hrotur. Orðanotkunina mætti þá rekja til myndmáls teiknimynda. En ef hefðin í talmáli er eldri getum við sagt að hún hafi haft áhrif á myndmálið.

Þetta skiptir þó ekki öllu máli í þessu svari. Ástæðan fyrir því að zetur tákna svefn í myndasögum er fyrst og fremst sú að um það gildir samkomulag. Það er ekkert eðlislægt við zeturnar sjálfar sem gera það að verkum að þær eigi að tákna svefn, alveg eins og það er ekkert eðlislægt við orðmyndina fífil sem gerir það að verkum að hún sé best til þess fallin að tákna blómið sem sést hér á myndinni til hliðar. Á erlendum málum heita fíflar til dæmis gjarnan dandelion. Íslenskir málnotendur hafa hins vegar komið sér saman um að nota orðið fífil yfir þetta blóm.

Engu að síður getum við fært fyrir því rök að bókstafurinn zeta þjóni því hlutverki ágætlega að tákna hrotur eða svefn:
  • Í fyrsta lagi er zetuhljóðið nálægt s-hljóðinu sem er í upphafi orðsins hrota í ensku, það er snore.
  • Í öðru lagi getum við hugsað okkur að hljóðið sem heyrist þegar við reynum að bera fram röð af zzzzzzz-um hljómi eitthvað svipað og maður sem hrýtur.
  • Og í þriðja og síðasta lagi hentar zetan betur en aðrir stafir til að tákna svefn þar sem hún er síðasti bókstafur í stafrófinu. Tungumálið er stór þáttur í vitundarlífinu og stafrófið endar á zetunni eins og vitundarlífið endar um stund þegar órökleg veröld svefnsins og drauma tekur við.
Heimildir og mynd: ...