Sólin Sólin Rís 08:10 • sest 18:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:36 • Sest 24:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:11 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:23 • Síðdegis: 20:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:10 • sest 18:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:36 • Sest 24:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:11 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:23 • Síðdegis: 20:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er búið að finna öll frumefni alheimsins? Gæti verið að fleiri sé að finna til dæmis á öðrum reikistjörnum sólkerfisins?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 að tölu. Þegar sagt er að frumefni sé stöðugt (stable) er átt við að kjarnar þess - nánar tiltekið að minnsta kosti einnar samsætu þess - sundrist ekki sjálfkrafa vegna geislavirkni. Þyngsti stöðugi frumefniskjarninn er úran (uranium) sem hefur sætistöluna (atomic number) 92, en tvö frumefni með lægri sætistölu eru óstöðug.

Vísindamenn líta svo á að búið sé að finna öll stöðug frumefni. Óstöðug frumefni finnast ekki í náttúrunni í neinu umtalsverðu magni vegna þess að þau sundrast af sjálfu sér eins og áður er sagt. Hins vegar gera menn sér það til dundurs að búa til sífellt fleiri óstöðuga kjarna á tilraunastofum, ýmist óstöðugar samsætur frumefna sem þegar eru þekkt, eða frumefni handan úrans (transuranic) sem svo eru kölluð vegna þess að kjarnar þeirra eru þyngri en úrankjarnar og sætistalan hærri. Þessir síðarnefndu kjarnar eru yfirleitt hver öðrum óstöðugri eftir því sem sætistalan er hærri.

Um þetta má lesa nánar í handbókum og á veraldarvefnum undir efnisorðum eins og "element", "isotope", "periodic system", "transuranic elements" og svo framvegis.

Ekki er ástæða til að ætla að áður óþekkt stöðug frumefni sé að finna úti í geimnum frekar en hér í kringum okkur, enda er sólkerfið og þar með jörðin upphaflega orðin til úr geimefni. Kjarneðlisfræði og skammtafræði nútímans segja fyrir um hugsanlega stöðuga kjarna. Þeir finnast allir í náttúrunni og mynda einfalt en sannfærandi kerfi. Þessar greinar eðlisfræðinnar skýra fjölmargt í kringum okkur og segja fyrir um fjöldann allan af athugunum sem hafa síðan verið gerðar. Kenningarnar hafa þannig hingað til staðist dóm reynslunnar á þeim reynslusviðum sem þær fjalla um.

Hins vegar má nefna til gamans að það er engan veginn út í hött að horfa út í geiminn þegar við erum að pæla í þessu. Hið mikilvæga frumefni helín (helium) fannst einmitt fyrst í athugunum á sólinni og dregur nafn sitt af því, en eftir það fundu menn það einnig hér á jörðinni.

Skoðið einnig tengd svör:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

3.11.2003

Spyrjandi

Stefán Thoroddsen, f. 1987
Katrín Magnúsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er búið að finna öll frumefni alheimsins? Gæti verið að fleiri sé að finna til dæmis á öðrum reikistjörnum sólkerfisins?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2003, sótt 12. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3830.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 3. nóvember). Er búið að finna öll frumefni alheimsins? Gæti verið að fleiri sé að finna til dæmis á öðrum reikistjörnum sólkerfisins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3830

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er búið að finna öll frumefni alheimsins? Gæti verið að fleiri sé að finna til dæmis á öðrum reikistjörnum sólkerfisins?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2003. Vefsíða. 12. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3830>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er búið að finna öll frumefni alheimsins? Gæti verið að fleiri sé að finna til dæmis á öðrum reikistjörnum sólkerfisins?
Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 að tölu. Þegar sagt er að frumefni sé stöðugt (stable) er átt við að kjarnar þess - nánar tiltekið að minnsta kosti einnar samsætu þess - sundrist ekki sjálfkrafa vegna geislavirkni. Þyngsti stöðugi frumefniskjarninn er úran (uranium) sem hefur sætistöluna (atomic number) 92, en tvö frumefni með lægri sætistölu eru óstöðug.

Vísindamenn líta svo á að búið sé að finna öll stöðug frumefni. Óstöðug frumefni finnast ekki í náttúrunni í neinu umtalsverðu magni vegna þess að þau sundrast af sjálfu sér eins og áður er sagt. Hins vegar gera menn sér það til dundurs að búa til sífellt fleiri óstöðuga kjarna á tilraunastofum, ýmist óstöðugar samsætur frumefna sem þegar eru þekkt, eða frumefni handan úrans (transuranic) sem svo eru kölluð vegna þess að kjarnar þeirra eru þyngri en úrankjarnar og sætistalan hærri. Þessir síðarnefndu kjarnar eru yfirleitt hver öðrum óstöðugri eftir því sem sætistalan er hærri.

Um þetta má lesa nánar í handbókum og á veraldarvefnum undir efnisorðum eins og "element", "isotope", "periodic system", "transuranic elements" og svo framvegis.

Ekki er ástæða til að ætla að áður óþekkt stöðug frumefni sé að finna úti í geimnum frekar en hér í kringum okkur, enda er sólkerfið og þar með jörðin upphaflega orðin til úr geimefni. Kjarneðlisfræði og skammtafræði nútímans segja fyrir um hugsanlega stöðuga kjarna. Þeir finnast allir í náttúrunni og mynda einfalt en sannfærandi kerfi. Þessar greinar eðlisfræðinnar skýra fjölmargt í kringum okkur og segja fyrir um fjöldann allan af athugunum sem hafa síðan verið gerðar. Kenningarnar hafa þannig hingað til staðist dóm reynslunnar á þeim reynslusviðum sem þær fjalla um.

Hins vegar má nefna til gamans að það er engan veginn út í hött að horfa út í geiminn þegar við erum að pæla í þessu. Hið mikilvæga frumefni helín (helium) fannst einmitt fyrst í athugunum á sólinni og dregur nafn sitt af því, en eftir það fundu menn það einnig hér á jörðinni.

Skoðið einnig tengd svör:...