Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?

Elín Ásta Ólafsdóttir og Stefán Þórsson

Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile.Hér sést hvar á jörðinni sólmyrkvinn verður sýnilegur.

Eins og fram kemur í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað er sólmyrkvi? verður sólmyrkvi þegar fullt tungl gengur fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar.

Almyrkvar á sólu eru sjaldgæfir atburðir og venjulega vara þeir ekki lengur en 2-4 mínútur. Fyrir utan það að dýr breyta hegðun sinni meðan sólmyrkvar standa yfir hafa þeir engar afleiðingar í för með sér.

Næsti sólmyrkvi á Íslandi verður 20. mars árið 2015. Hann verður almyrkvi. Hægt er lesa nánar um hann og aðra sólmyrkva á Íslandi fram til ársins 2200 á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands.

Mynd: NASA


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

nemandi í Laugalækjarskóla

nemandi í Borgaskóla

Útgáfudagur

5.11.2003

Spyrjandi

Sædís Magnúsdóttir, f. 1990
Árni Salómonsson

Efnisorð

Tilvísun

Elín Ásta Ólafsdóttir og Stefán Þórsson. „Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2003, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3834.

Elín Ásta Ólafsdóttir og Stefán Þórsson. (2003, 5. nóvember). Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3834

Elín Ásta Ólafsdóttir og Stefán Þórsson. „Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2003. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3834>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?
Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile.Hér sést hvar á jörðinni sólmyrkvinn verður sýnilegur.

Eins og fram kemur í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað er sólmyrkvi? verður sólmyrkvi þegar fullt tungl gengur fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar.

Almyrkvar á sólu eru sjaldgæfir atburðir og venjulega vara þeir ekki lengur en 2-4 mínútur. Fyrir utan það að dýr breyta hegðun sinni meðan sólmyrkvar standa yfir hafa þeir engar afleiðingar í för með sér.

Næsti sólmyrkvi á Íslandi verður 20. mars árið 2015. Hann verður almyrkvi. Hægt er lesa nánar um hann og aðra sólmyrkva á Íslandi fram til ársins 2200 á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands.

Mynd: NASA


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....