Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hver var fyrsti faraó Egyptalands?

Helgi Kristjánsson og Arnþór Elíasson

Orðið faraó merkir ‘húsið mikla’ (e. the great house). Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir.

Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ekki kallaðir faraóar. Það var ekki fyrr en árið 1539 fyrir Krist sem byrjað var að nota orðið faraó sem samheiti yfir egypska konunga. Á þeim tíma ríkti Ahmosis yfir Egyptalandi og hann var því fyrsti faraóinn.

Ahmosis stofnaði átjándu konungsættina í Egyptalandi og færði Núbíu og Palestínu undir vald Egypta. Hann fylgdi gamalli hefð og giftist systur sinni Nefertari. Þau eignuðust einn son sem hét Amenhotep I.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

nemandi í Hlíðaskóla

nemandi í Holtaskóla

Útgáfudagur

5.11.2003

Spyrjandi

Baldvin Jónsson, f. 1994
Lars Davíð, f. 1993

Tilvísun

Helgi Kristjánsson og Arnþór Elíasson. „Hver var fyrsti faraó Egyptalands?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2003. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3835.

Helgi Kristjánsson og Arnþór Elíasson. (2003, 5. nóvember). Hver var fyrsti faraó Egyptalands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3835

Helgi Kristjánsson og Arnþór Elíasson. „Hver var fyrsti faraó Egyptalands?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2003. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3835>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsti faraó Egyptalands?
Orðið faraó merkir ‘húsið mikla’ (e. the great house). Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir.

Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ekki kallaðir faraóar. Það var ekki fyrr en árið 1539 fyrir Krist sem byrjað var að nota orðið faraó sem samheiti yfir egypska konunga. Á þeim tíma ríkti Ahmosis yfir Egyptalandi og hann var því fyrsti faraóinn.

Ahmosis stofnaði átjándu konungsættina í Egyptalandi og færði Núbíu og Palestínu undir vald Egypta. Hann fylgdi gamalli hefð og giftist systur sinni Nefertari. Þau eignuðust einn son sem hét Amenhotep I.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....