 Orðið faraó merkir ‘húsið mikla’ (e. the great house). Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir. 
Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ekki kallaðir faraóar. Það var ekki fyrr en árið 1539 fyrir Krist sem byrjað var að nota orðið faraó sem samheiti yfir egypska konunga. Á þeim tíma ríkti Ahmosis yfir Egyptalandi og hann var því fyrsti faraóinn.
Ahmosis stofnaði átjándu konungsættina í Egyptalandi og færði Núbíu og Palestínu undir vald Egypta. Hann fylgdi gamalli hefð og giftist systur sinni Nefertari. Þau eignuðust einn son sem hét Amenhotep I.
Heimildir og mynd:
Orðið faraó merkir ‘húsið mikla’ (e. the great house). Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir. 
Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ekki kallaðir faraóar. Það var ekki fyrr en árið 1539 fyrir Krist sem byrjað var að nota orðið faraó sem samheiti yfir egypska konunga. Á þeim tíma ríkti Ahmosis yfir Egyptalandi og hann var því fyrsti faraóinn.
Ahmosis stofnaði átjándu konungsættina í Egyptalandi og færði Núbíu og Palestínu undir vald Egypta. Hann fylgdi gamalli hefð og giftist systur sinni Nefertari. Þau eignuðust einn son sem hét Amenhotep I.
Heimildir og mynd:
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.