Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hér fyrir neðan birtum við gríska stafrófið. Á eftir stöfunum koma nöfn þeirra og innan sviga þeir stafir rómverska stafrófsins sem næstir þeim fara að íslenskum framburði:

Α, α alfa (a)
Ν, ν ny (n)
Β, β beta (b) Ξ, ξ xí (x)
Γ, γ gamma (g) Ο, ο ómíkron (o)
Δ, δ delta (d) Π, π pí (p)
Ε, ε epsílon (e) Ρ, ρ hró (r)
Ζ, ζ zeta (z) Σ, ς sigma (s)
Η, η eta (e) Τ, τ tá (t)
Θ, θ þeta (þ) Υ, υ ypsílon (y)
Ι, ι jóta (í) Φ, φ fí (f)
Κ, κ kappa (k) Χ, χ kí (k)
Λ, λ lambda (l) Ψ, ψ psí (ps)
Μ, μ my (m) Ω, ω ómega (ó)

Hástafur og lágstafur gríska bókstafsins delta.

Þeir sem vilja leggja gríska stafrófið á minnið geta lært þessa minnisvísu, hún er fengin úr sömu bók:
Lömbin grísku eg má elta
alfa, beta, gamma, delta;
epsílon, zeta, eta, þeta,

á eftir í þeirra slóðir feta;
jóta, kappa, lambda lalla
leiðina upp á sama hjalla;
my og ny þá silast með
síðan trítla ómíkron, pí;
hró
og sigma og þá tifa
teygir rófuna ypsílon;
fí, kí, psí
vilja líka lifa
lengi er á einu von;
sum gild og feit, önnur mjó og mögur
með ómega eru þau tuttugu og fjögur.
Orð á íslensku sem úr grísku eru komin eru fjölmörg. Hér eru nokkur dæmi af handahófi, fengin úr lista Þorsteins Þorsteinssonar ásamt skýringum hans í bókinni Grikkland ár og síð:
  • apótek (apoþeke: geymsla)
  • bomba (bombos: drungalegt hljóð)
  • bíó (bios: líf)
  • djöfull (diabolos: rógberi)
  • gúrka, agúrka (angourion: vatnsmelóna)
  • hormón: efni sem stjórnar frumuvexti (hormon: örvandi; af horman: setja á hreyfingu)
  • hystería: móðursýki (hystera: leg, móðurlíf, en þar var að fornu talið að veikin ætti upptök sín)
  • idjót (idiotes: einstaklingur; ólærður maður, almúgamaður; af idios: eiginn, sérstakur)
  • kort (khartes: blað papýrusplöntunnar)
  • lampi (lampas: blys; af lampein: skína, ljóma)
  • melóna (melon: epli)
  • morfín (Morfeus: guð svefns og drauma)
  • paník: ofsahræðsla (panikos: tengdur skógarguðinum Pan, en sýn hans í líki geithafurs vakti mikinn ótta)
  • plast (plastikos: sem unnt er að móta; af plassein: forma, móta)
  • pornógrafía: klám (porne: hóra og grafein: rita; eiginlega ‘skrif um hórur’)
  • rabbabari (rha barbaron: útlend rót)
  • skandali (skandalon: ásteytingarsteinn; hneyksli)
Heimildir:
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1976.
  • Þorsteinn Þorsteinsson, "Kratakórinn kyrjaði pólitískan pistil", Grikkland ár og síð (ritstj. Sigurður A. Magnússon og fleiri), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1991, bls. 33-47.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.11.2003

Síðast uppfært

25.7.2018

Spyrjandi

Baldvin Jónsson, f. 1994

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2003, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3839.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 6. nóvember). Get ég fengið að sjá gríska stafrófið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3839

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2003. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3839>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?
Hér fyrir neðan birtum við gríska stafrófið. Á eftir stöfunum koma nöfn þeirra og innan sviga þeir stafir rómverska stafrófsins sem næstir þeim fara að íslenskum framburði:

Α, α alfa (a)
Ν, ν ny (n)
Β, β beta (b) Ξ, ξ xí (x)
Γ, γ gamma (g) Ο, ο ómíkron (o)
Δ, δ delta (d) Π, π pí (p)
Ε, ε epsílon (e) Ρ, ρ hró (r)
Ζ, ζ zeta (z) Σ, ς sigma (s)
Η, η eta (e) Τ, τ tá (t)
Θ, θ þeta (þ) Υ, υ ypsílon (y)
Ι, ι jóta (í) Φ, φ fí (f)
Κ, κ kappa (k) Χ, χ kí (k)
Λ, λ lambda (l) Ψ, ψ psí (ps)
Μ, μ my (m) Ω, ω ómega (ó)

Hástafur og lágstafur gríska bókstafsins delta.

Þeir sem vilja leggja gríska stafrófið á minnið geta lært þessa minnisvísu, hún er fengin úr sömu bók:
Lömbin grísku eg má elta
alfa, beta, gamma, delta;
epsílon, zeta, eta, þeta,

á eftir í þeirra slóðir feta;
jóta, kappa, lambda lalla
leiðina upp á sama hjalla;
my og ny þá silast með
síðan trítla ómíkron, pí;
hró
og sigma og þá tifa
teygir rófuna ypsílon;
fí, kí, psí
vilja líka lifa
lengi er á einu von;
sum gild og feit, önnur mjó og mögur
með ómega eru þau tuttugu og fjögur.
Orð á íslensku sem úr grísku eru komin eru fjölmörg. Hér eru nokkur dæmi af handahófi, fengin úr lista Þorsteins Þorsteinssonar ásamt skýringum hans í bókinni Grikkland ár og síð:
  • apótek (apoþeke: geymsla)
  • bomba (bombos: drungalegt hljóð)
  • bíó (bios: líf)
  • djöfull (diabolos: rógberi)
  • gúrka, agúrka (angourion: vatnsmelóna)
  • hormón: efni sem stjórnar frumuvexti (hormon: örvandi; af horman: setja á hreyfingu)
  • hystería: móðursýki (hystera: leg, móðurlíf, en þar var að fornu talið að veikin ætti upptök sín)
  • idjót (idiotes: einstaklingur; ólærður maður, almúgamaður; af idios: eiginn, sérstakur)
  • kort (khartes: blað papýrusplöntunnar)
  • lampi (lampas: blys; af lampein: skína, ljóma)
  • melóna (melon: epli)
  • morfín (Morfeus: guð svefns og drauma)
  • paník: ofsahræðsla (panikos: tengdur skógarguðinum Pan, en sýn hans í líki geithafurs vakti mikinn ótta)
  • plast (plastikos: sem unnt er að móta; af plassein: forma, móta)
  • pornógrafía: klám (porne: hóra og grafein: rita; eiginlega ‘skrif um hórur’)
  • rabbabari (rha barbaron: útlend rót)
  • skandali (skandalon: ásteytingarsteinn; hneyksli)
Heimildir:
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1976.
  • Þorsteinn Þorsteinsson, "Kratakórinn kyrjaði pólitískan pistil", Grikkland ár og síð (ritstj. Sigurður A. Magnússon og fleiri), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1991, bls. 33-47.

Mynd:...