Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru sjálfstjórnarhéruðin í Kína?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Er Tíbet land?

Sjálfstjórnarhéruðin (eða fylkin) í Kína eru alls fimm:
  • Guangxi Zhuangzu
  • Innri-Mongólía (Nei Monggol)
  • Ningxia Huizu
  • Tíbet (Xizang)
  • Xinjiang Uygur

Kína skiptist í 33 stjórnunareiningar, sjálfstjórnarhéruðin fimm, 22 sýslur (sheng), fjórar borgarsýslur auk tveggja borga sem litið er á sem sjálfstjórnareiningar, Hong Kong og Makaó, en báðar lutu erlendum yfirráðum þar til fyrir nokkrum árum síðan.

Kort af Kína og stjórnunareiningum þess.

Löng hefð er fyrir að sýslur og fylki Kína hafi mikla sjálfstjórn. Í sögu landsins hafa skipts á tilraunir til að fella þau undir eina miðstjórn eða auka sjálfstæði þeirra og stjórn kommúnistaflokks Kína ýmist farið aðra leiðina eða hina. Lesa má meira um sögu Kína í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi?

Borgarsýslurnar fjórar eru:
  • Chungking
  • Peking (Beijing)
  • Shanghæ
  • Tientsin

Sýslurnar 22 eru:
  • Anhui
  • Fuijan
  • Gansu
  • Guangdong
  • Guizhou
  • Hebei
  • Heilongjiang
  • Henan
  • Hubei
  • Hunan
  • Jiangsu
  • Jiangxi
  • Jilin
  • Liaoning
  • Qinghai
  • Shandong
  • Shaanxi
  • Shanxi
  • Sichuan
  • Taívan
  • Yunnan
  • Zhejiang

Flestir vita að Tíbetar berjast fyrir aðskilnaði frá Kína enda innlimuðu Kínverjar Tíbet í ríki sitt fyrir tiltölulega stuttu síðan, eftir innrás árið 1950. Lítið hefur þokast í baráttu Tíbeta en ofsóknum gegn þeim, sem áður tíðkuðust, hefur þó linnt. Eins eru flestir meðvitaðir um spennuna milli Kína og Taívan sem haldist hefur síðan kommúnistar náðu völdum 1949 í Kína og fyrri stjórnvöld flúðu til Taívaneyju. Færri vita kannski að stjórnir beggja aðila eru sammála um að Taívan sé sýsla í hinu stóra Kína. Ágreiningurinn snýst í raun um hvor stjórnin eigi rétt á að ráða yfir Kína sem heild.

Heimildir og kort:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

7.11.2003

Síðast uppfært

23.9.2022

Spyrjandi

Hanna Björk Geirsdóttir, f. 1989
Jón Andri Helgarson, f. 1987

Tilvísun

UÁ. „Hver eru sjálfstjórnarhéruðin í Kína?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2003, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3843.

UÁ. (2003, 7. nóvember). Hver eru sjálfstjórnarhéruðin í Kína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3843

UÁ. „Hver eru sjálfstjórnarhéruðin í Kína?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2003. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3843>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru sjálfstjórnarhéruðin í Kína?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Er Tíbet land?

Sjálfstjórnarhéruðin (eða fylkin) í Kína eru alls fimm:
  • Guangxi Zhuangzu
  • Innri-Mongólía (Nei Monggol)
  • Ningxia Huizu
  • Tíbet (Xizang)
  • Xinjiang Uygur

Kína skiptist í 33 stjórnunareiningar, sjálfstjórnarhéruðin fimm, 22 sýslur (sheng), fjórar borgarsýslur auk tveggja borga sem litið er á sem sjálfstjórnareiningar, Hong Kong og Makaó, en báðar lutu erlendum yfirráðum þar til fyrir nokkrum árum síðan.

Kort af Kína og stjórnunareiningum þess.

Löng hefð er fyrir að sýslur og fylki Kína hafi mikla sjálfstjórn. Í sögu landsins hafa skipts á tilraunir til að fella þau undir eina miðstjórn eða auka sjálfstæði þeirra og stjórn kommúnistaflokks Kína ýmist farið aðra leiðina eða hina. Lesa má meira um sögu Kína í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi?

Borgarsýslurnar fjórar eru:
  • Chungking
  • Peking (Beijing)
  • Shanghæ
  • Tientsin

Sýslurnar 22 eru:
  • Anhui
  • Fuijan
  • Gansu
  • Guangdong
  • Guizhou
  • Hebei
  • Heilongjiang
  • Henan
  • Hubei
  • Hunan
  • Jiangsu
  • Jiangxi
  • Jilin
  • Liaoning
  • Qinghai
  • Shandong
  • Shaanxi
  • Shanxi
  • Sichuan
  • Taívan
  • Yunnan
  • Zhejiang

Flestir vita að Tíbetar berjast fyrir aðskilnaði frá Kína enda innlimuðu Kínverjar Tíbet í ríki sitt fyrir tiltölulega stuttu síðan, eftir innrás árið 1950. Lítið hefur þokast í baráttu Tíbeta en ofsóknum gegn þeim, sem áður tíðkuðust, hefur þó linnt. Eins eru flestir meðvitaðir um spennuna milli Kína og Taívan sem haldist hefur síðan kommúnistar náðu völdum 1949 í Kína og fyrri stjórnvöld flúðu til Taívaneyju. Færri vita kannski að stjórnir beggja aðila eru sammála um að Taívan sé sýsla í hinu stóra Kína. Ágreiningurinn snýst í raun um hvor stjórnin eigi rétt á að ráða yfir Kína sem heild.

Heimildir og kort:...