Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?

EÖÞ

Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið.




Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi hitastigs (vinstri) eftir því sem þrýstingurinn eykst. Þessi lína sýnir einmitt frostmark vatns við tiltekinn þrýsting. Því er ljóst að frostmarkið færist neðar með auknum þrýstingi.

Línan sýnir raunar einnig við hvaða þrýsting vatn frýs við tiltekinn hita. Vegna þess hve línan er brött breytist þessi þrýstingur ört með hitanum.

Línan milli gufu og fljótandi vatns á myndinni lýsir því hvenær vatn sýður. Við sjáum á henni að suðumarkið hækkar verulega með vaxandi þrýstingi.

Frostmarkslækkun vatns með þrýstingi stafar meðal annars af því að vatnið þenst út um hér um bil 10% þegar það frýs. Þegar slík útþensla gerist gegn þrýstingi þarf til hennar vinnu og orku sem næst einmitt með kólnuninni.

Við getum líka horft á þetta hinum megin frá og skoðað ísmola sem er að hitna upp undir frostmark. Þegar hann bráðnar minnkar rúmmálið. Þrýstingur lofts á molann ýtir því undir bráðnunina og það því meir sem hann er meiri.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.11.2003

Spyrjandi

Dagur Brynjólfsson

Tilvísun

EÖÞ. „Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2003, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3865.

EÖÞ. (2003, 17. nóvember). Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3865

EÖÞ. „Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2003. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3865>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?
Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið.




Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi hitastigs (vinstri) eftir því sem þrýstingurinn eykst. Þessi lína sýnir einmitt frostmark vatns við tiltekinn þrýsting. Því er ljóst að frostmarkið færist neðar með auknum þrýstingi.

Línan sýnir raunar einnig við hvaða þrýsting vatn frýs við tiltekinn hita. Vegna þess hve línan er brött breytist þessi þrýstingur ört með hitanum.

Línan milli gufu og fljótandi vatns á myndinni lýsir því hvenær vatn sýður. Við sjáum á henni að suðumarkið hækkar verulega með vaxandi þrýstingi.

Frostmarkslækkun vatns með þrýstingi stafar meðal annars af því að vatnið þenst út um hér um bil 10% þegar það frýs. Þegar slík útþensla gerist gegn þrýstingi þarf til hennar vinnu og orku sem næst einmitt með kólnuninni.

Við getum líka horft á þetta hinum megin frá og skoðað ísmola sem er að hitna upp undir frostmark. Þegar hann bráðnar minnkar rúmmálið. Þrýstingur lofts á molann ýtir því undir bráðnunina og það því meir sem hann er meiri....