Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er til, eða notað, samræmt hljóðritunarkerfi sem má nota fyrir öll tungumál?

Til er alþjóðlegt hljóðritunarkerfi, International Phonetic Alphabet, skammstafað IPA. Það var búið til með það í huga að gera málfræðingum og nemendum kleift að læra að bera orð rétt fram og skrá framburð á réttan hátt. Eitt aðalmarkmiðið með IPA var að búa til eitt sérstakt tákn fyrir hvert hljóð í tungumáli.

Stafir úr latneska stafrófinu eru fyrst og fremst notaðir í IPA en tákn eru einnig sótt í önnur stafróf, til dæmis það gríska. Einnig eru notuð áherslumerki og önnur framburðartákn til þess að lýsa framburði hljóða með sem mestri nákvæmni.

Danski málfræðingurinn Otto Jespersen (1860-1943) var sá sem fyrstur vakti máls á að hanna þyrfti alþjóðlegt hljóðritunarkerfi.

Sá sem fyrstur vakti máls á að hanna þyrfti alþjóðlegt hljóðritunarkerfi var danski málfræðingurinn Otto Jespersen (1860-1943) en aðrir komu að því að þróa kerfið seint á 19. öld, meðal annars málfræðingarnir Henry Sweet og Daniel Jones.

Alþjóðlega hljóðritunarkerfið er mikið notað en þó gagnrýnt af allmörgum, einkum í Bandaríkjunum. Það er ekki talið gagnast fullkomlega til að lýsa öllum hljóðkerfum, en það sem því er þó helst fundið til foráttu er hversu mikið er notað af sértáknum sem gera prentun greina og bóka erfiða og dýra. Margir hafa því reynt að einfalda kerfið til hægðarauka en ekkert annað heildarkerfi hefur verið hannað sem talið er taka IPA fram.

Helsta heimild:
  • The New Encyclopædia Britannica. 6:352-353. 15. útgáfa 1988.

Mynd:

Útgáfudagur

17.11.2003

Spyrjandi

Páll Sigurðsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til, eða notað, samræmt hljóðritunarkerfi sem má nota fyrir öll tungumál?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2003. Sótt 24. apríl 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3866.

Guðrún Kvaran. (2003, 17. nóvember). Er til, eða notað, samræmt hljóðritunarkerfi sem má nota fyrir öll tungumál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3866

Guðrún Kvaran. „Er til, eða notað, samræmt hljóðritunarkerfi sem má nota fyrir öll tungumál?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2003. Vefsíða. 24. apr. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3866>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Rósa Jónsdóttir

1964

Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur er faglegur leiðtogi á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Matís. Á undanförnum árum hefur Rósa einkum fengist við rannsóknir og nýtingu lífefna og lífvirkra efna úr stórþörungum með áherslu á einangrun og vinnslu flórótannína og fjölsykra.