Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:49 • Sest 17:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:38 • Síðdegis: 16:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:55 • Síðdegis: 22:21 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er sagt 'þú færð börnin' þegar gefin er rest af víni?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að fá börnin er komið úr heyskaparmáli. Síðasti rifgarður í flekk var kallaður karl ef kona lenti á að rifja hann og fékk hún þá karlinn. Hann hét hins vegar kerling ef karlmaður lenti á að rifja hann og fékk hann þá kerlinguna.

Konur í heyskap á Nýfundnalandi, sennilega snemma á síðustu öld.

Það síðasta af rifgörðum í heyflekk kallaðist börn og að fá börnin var notað um að lenda í því að raka þessar leifar saman. Síðar var farið að nota orðasambandið í yfirfærðri merkingu um að fá það síðasta af einhverju, til dæmis af kaffi eða te í könnu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.11.2003

Spyrjandi

Ingi Már, f. 1987

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt 'þú færð börnin' þegar gefin er rest af víni?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2003. Sótt 26. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=3867.

Guðrún Kvaran. (2003, 18. nóvember). Af hverju er sagt 'þú færð börnin' þegar gefin er rest af víni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3867

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt 'þú færð börnin' þegar gefin er rest af víni?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2003. Vefsíða. 26. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3867>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sagt 'þú færð börnin' þegar gefin er rest af víni?
Orðasambandið að fá börnin er komið úr heyskaparmáli. Síðasti rifgarður í flekk var kallaður karl ef kona lenti á að rifja hann og fékk hún þá karlinn. Hann hét hins vegar kerling ef karlmaður lenti á að rifja hann og fékk hann þá kerlinguna.

Konur í heyskap á Nýfundnalandi, sennilega snemma á síðustu öld.

Það síðasta af rifgörðum í heyflekk kallaðist börn og að fá börnin var notað um að lenda í því að raka þessar leifar saman. Síðar var farið að nota orðasambandið í yfirfærðri merkingu um að fá það síðasta af einhverju, til dæmis af kaffi eða te í könnu.

Mynd:...