Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er maurildi?

Jón Már Halldórsson

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:
  • Guðný Pálsdóttir: Hvað er maurildi?
  • Unnsteinn Guðmundsson: Maurildi, til hvaða dýrategunda flokkast þau og hver er ástæða fyrir ljósadýrðinni sem þau gefa frá sér?


Maurildi (e. phosphorescence) er ljósfyrirbæri í hafinu sem stafar af lífljómun frá einfrumungum sem nefnast á fræðimáli Noctiluca sem þýðir bókstaflega „næturljós“, á ensku nefnast þeir seasparkle. Þetta eru skoruþörungar (Dinophyceae), einfrumungar af einum ættbálki svipunga (Dinoflagellata). Umdeilt er hvort skoruþörungar tilheyra plöntu- eða dýraríkinu en algengast er setja þá í sérstakt undirríki frumdýra (Protozoa) enda eru þeir ekki frumbjarga, þeir ljóstillífa ekki, heldur lifa á öðrum lífverum.

Noctiluca eru með stærstu einfrumungum sem þekkjast í náttúrunni. Algengast er að þvermál þeirra sé 200 - 2.000 µm. Þeir hafa svipur eins og nafn ættbálksins gefur til kynna (og sjá má á myndinni) en hafa ekki kraft til að stjórna ferðum sínum. Í umfrymi þeirra eru loftbólur sem gera þeim kleift að fljóta í efstu lögum sjávarins.

Ljósblossinn sem þessir einfrumungar gefa frá sér, verður vegna efnahvarfa fosfórsameinda. Þess má geta að orðið fosfór er komið úr grísku og mætti þýða sem „ljósberi“. Eiginleikar frumefnisins fosfórs birtast í því orði sem og í enska heitinu á maurildi. Efnahvörfin örvast vegna hafróts, til dæmis í brimi og oft má sjá fallega ljósadýrð þessara þörunga þegar skyggja tekur.Lífljómun af völdum Noctiluca scintillans

Ólíkt flestum öðrum þörungum, eru tegundir ættkvíslarinnar Noctiluca rándýr sem éta smærri einfrumunga, hvort sem um er að ræða aðra þörunga (oftast kísilþörunga) eða smádýr, svo sem árfætlur (krabbaflær, Copepoda). Þær nota svipurnar við veiðar á þessum smáu lífverum. Í fæðubólum Noctiluca má því sjá ýmsar lífverur að meltast, en fæðubólur einfrumunga þjóna svipuðu hlutverki og magar stærri dýra.

Einfrumungar þessir fjölga sér með svokallaðri kynlausri æxlun (jafnskiptingu eða mítósu) það er móðurfruman skiptir sér í tvær erfðafræðilega eins dótturfrumur.


Noctiluca scintillans. Smellið til að sjá stærri mynd.
Noctiluca scintillans. Smellið til að sjá stærri mynd.

Noctiluca-skoruþörungar eru ekki eitraðir eins og nokkrar tegundir einfruma þörunga hér við land og á hafsvæðum annars staðar á hnettinum. Kunnasta tegundin er Noctiluca scintillans. Hana má finna nánast um allann heim nema á köldustu hafsvæðum heimskautasvæðanna. Einnig má nefna Noctiluca miliaris af sömu ættkvísl skoruþörunga.

Heimildir, myndir og frekari fróðleikur:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.11.2003

Spyrjandi

Guðný Pálsdóttir
Unnsteinn Guðmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er maurildi?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2003. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3869.

Jón Már Halldórsson. (2003, 18. nóvember). Hvað er maurildi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3869

Jón Már Halldórsson. „Hvað er maurildi?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2003. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3869>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er maurildi?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Guðný Pálsdóttir: Hvað er maurildi?
  • Unnsteinn Guðmundsson: Maurildi, til hvaða dýrategunda flokkast þau og hver er ástæða fyrir ljósadýrðinni sem þau gefa frá sér?


Maurildi (e. phosphorescence) er ljósfyrirbæri í hafinu sem stafar af lífljómun frá einfrumungum sem nefnast á fræðimáli Noctiluca sem þýðir bókstaflega „næturljós“, á ensku nefnast þeir seasparkle. Þetta eru skoruþörungar (Dinophyceae), einfrumungar af einum ættbálki svipunga (Dinoflagellata). Umdeilt er hvort skoruþörungar tilheyra plöntu- eða dýraríkinu en algengast er setja þá í sérstakt undirríki frumdýra (Protozoa) enda eru þeir ekki frumbjarga, þeir ljóstillífa ekki, heldur lifa á öðrum lífverum.

Noctiluca eru með stærstu einfrumungum sem þekkjast í náttúrunni. Algengast er að þvermál þeirra sé 200 - 2.000 µm. Þeir hafa svipur eins og nafn ættbálksins gefur til kynna (og sjá má á myndinni) en hafa ekki kraft til að stjórna ferðum sínum. Í umfrymi þeirra eru loftbólur sem gera þeim kleift að fljóta í efstu lögum sjávarins.

Ljósblossinn sem þessir einfrumungar gefa frá sér, verður vegna efnahvarfa fosfórsameinda. Þess má geta að orðið fosfór er komið úr grísku og mætti þýða sem „ljósberi“. Eiginleikar frumefnisins fosfórs birtast í því orði sem og í enska heitinu á maurildi. Efnahvörfin örvast vegna hafróts, til dæmis í brimi og oft má sjá fallega ljósadýrð þessara þörunga þegar skyggja tekur.Lífljómun af völdum Noctiluca scintillans

Ólíkt flestum öðrum þörungum, eru tegundir ættkvíslarinnar Noctiluca rándýr sem éta smærri einfrumunga, hvort sem um er að ræða aðra þörunga (oftast kísilþörunga) eða smádýr, svo sem árfætlur (krabbaflær, Copepoda). Þær nota svipurnar við veiðar á þessum smáu lífverum. Í fæðubólum Noctiluca má því sjá ýmsar lífverur að meltast, en fæðubólur einfrumunga þjóna svipuðu hlutverki og magar stærri dýra.

Einfrumungar þessir fjölga sér með svokallaðri kynlausri æxlun (jafnskiptingu eða mítósu) það er móðurfruman skiptir sér í tvær erfðafræðilega eins dótturfrumur.


Noctiluca scintillans. Smellið til að sjá stærri mynd.
Noctiluca scintillans. Smellið til að sjá stærri mynd.

Noctiluca-skoruþörungar eru ekki eitraðir eins og nokkrar tegundir einfruma þörunga hér við land og á hafsvæðum annars staðar á hnettinum. Kunnasta tegundin er Noctiluca scintillans. Hana má finna nánast um allann heim nema á köldustu hafsvæðum heimskautasvæðanna. Einnig má nefna Noctiluca miliaris af sömu ættkvísl skoruþörunga.

Heimildir, myndir og frekari fróðleikur:...