Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Geta fílar hoppað?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hve langt getur fíll synt í einu?

Svarið við fyrri spurningunni er nei! Fílar geta ekki hoppað, það er lífeðlisfræðilega ómögulegt fyrir þá að hoppa sökum líkamsþyngdar. Stærstu fílar verða um 5 tonn að þyngd. Í reynd er fílum mjög illa við að hafa fleiri en einn fót uppi.

Dýratemjurum hefur tekist að kenna fílum ýmsar þrautir, eins og að standa aðeins á afturfótunum. En slíkur gjörningur er fílum ekki eðlislægur og er í reynd óhollur fyrir þá þar sem þyngdin sem leggst á afturfæturna, getur leitt til álagsmeiðsla.Fílar við óholla iðju.

Ofangreint á við um fullorðin dýr en kálfar geta auðveldlega hoppað um enda tápmiklir með afbrigðum eins og algengt er meðal ungviðis spendýra.

Þrátt fyrir þetta hæfileikaleysi í stökkum, geta fílar komist hraðar en menn og eru einnig nokkuð góðir í sundi. Rannsóknir á asískum fílum hafa staðfest að þeir geta synt marga kílómetra í einu ef sá gállinn er á þeim.

Mynd: Sam Shaw: Ringling Brothers Circus
Lesendur geta nálgast fleiri svör um fíla á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið neðan við svarið.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.11.2003

Spyrjandi

Atli Már Ástvaldsson, f. 1988
Már Óskarsson

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta fílar hoppað?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2003. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3882.

Jón Már Halldórsson. (2003, 21. nóvember). Geta fílar hoppað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3882

Jón Már Halldórsson. „Geta fílar hoppað?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2003. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3882>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta fílar hoppað?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hve langt getur fíll synt í einu?

Svarið við fyrri spurningunni er nei! Fílar geta ekki hoppað, það er lífeðlisfræðilega ómögulegt fyrir þá að hoppa sökum líkamsþyngdar. Stærstu fílar verða um 5 tonn að þyngd. Í reynd er fílum mjög illa við að hafa fleiri en einn fót uppi.

Dýratemjurum hefur tekist að kenna fílum ýmsar þrautir, eins og að standa aðeins á afturfótunum. En slíkur gjörningur er fílum ekki eðlislægur og er í reynd óhollur fyrir þá þar sem þyngdin sem leggst á afturfæturna, getur leitt til álagsmeiðsla.Fílar við óholla iðju.

Ofangreint á við um fullorðin dýr en kálfar geta auðveldlega hoppað um enda tápmiklir með afbrigðum eins og algengt er meðal ungviðis spendýra.

Þrátt fyrir þetta hæfileikaleysi í stökkum, geta fílar komist hraðar en menn og eru einnig nokkuð góðir í sundi. Rannsóknir á asískum fílum hafa staðfest að þeir geta synt marga kílómetra í einu ef sá gállinn er á þeim.

Mynd: Sam Shaw: Ringling Brothers Circus
Lesendur geta nálgast fleiri svör um fíla á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið neðan við svarið....