Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Afródíta?

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall

Afródíta var gyðja ástar og fegurðar hjá Grikkjum til forna en Rómverjar nefndu hana Venus. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en stóð í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares sem Rómverjar kölluðu Mars. Með honum átti hún barn sem var enginn annar en Eros eða Amor, ástarguðinn sjálfur.

Sagnaritarinn Hesíódos sem var uppi um 700. f. Krist sagði að hún væri fædd úr sjávarlöðri og kallaðist hún þá stundum Anadýómene sem merkir sú sem reis úr löðrinu. Samkvæmt ýmsum sögnum varð Afródíta til þegar Krónos vanaði föður sinn Úranos og sæði hans féll í hafið.

Afródíta var líka gyðja alls þess góða og kyrra í hafinu en andstæða þess var Póseidon var guð ókyrrðar og hins illa í hafinu. Hann ofsótti til að mynda Ódysseif á heimferð hans úr Trójustríðinu.

Heimildir og mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Andrade
  • Grein um Afródítu hjá Britannicu


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

BA-nemi í stjórnmálafræði og áður nemandi í Engjaskóla

Útgáfudagur

25.11.2003

Spyrjandi

Garðar Sveinbjörnsson, f. 1987

Tilvísun

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. „Hver var Afródíta?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2003, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3885.

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. (2003, 25. nóvember). Hver var Afródíta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3885

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. „Hver var Afródíta?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2003. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3885>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Afródíta?
Afródíta var gyðja ástar og fegurðar hjá Grikkjum til forna en Rómverjar nefndu hana Venus. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en stóð í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares sem Rómverjar kölluðu Mars. Með honum átti hún barn sem var enginn annar en Eros eða Amor, ástarguðinn sjálfur.

Sagnaritarinn Hesíódos sem var uppi um 700. f. Krist sagði að hún væri fædd úr sjávarlöðri og kallaðist hún þá stundum Anadýómene sem merkir sú sem reis úr löðrinu. Samkvæmt ýmsum sögnum varð Afródíta til þegar Krónos vanaði föður sinn Úranos og sæði hans féll í hafið.

Afródíta var líka gyðja alls þess góða og kyrra í hafinu en andstæða þess var Póseidon var guð ókyrrðar og hins illa í hafinu. Hann ofsótti til að mynda Ódysseif á heimferð hans úr Trójustríðinu.

Heimildir og mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Andrade
  • Grein um Afródítu hjá Britannicu


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....