Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvar get ég fundið handrit eða stutt ágrip af leikritinu Draumur á Jónsmessunótt?

JGÞ

Helgi Hálfdanarson hefur þýtt öll leikrit Shakespeares á íslensku og hægt er að nálgast þýðingarnar í ýmsum útgáfum á flestum bóksasöfnum landsins. Helgi hefur einnig sett saman bók þar sem hann endursegir efni nokurra leikrita, meðal annars Draums á Jónsmessunótt, og ætti hún einnig að vera til á flestum söfnum:
  • Á slóðum Vilhjálms: Sögur eftir leikritum Williams Shakespeares, Mál og menning, Reykjavík, 1993.
Víða er hægt að lesa leikritið á ensku á Netinu, til dæmis hér. Helgi Hálfdanarson er vitanlega ekki sá fyrsti sem endursegir leikritin, þekktasta útgáfa af því tagi er eftir systkinin Charles (1775-1835) og Mary Lamb (1764-1847). Endursagnir þeirra kallast Tales from Shakespeare og þar er að finna söguna um Draum á Jónsmessunótt.

Bók systkinanna kom fyrst út 1807 en aðeins með nafni Charles á titilsíðunni. Mary skrifaði innganginn og endursagði 14 gamanleiki og söguleiki en bróðir hennar skrifaði um sex harmleiki. Systkinin voru afar náin enda var Mary í umsjá bróður síns eftir að hún drap móður þeirra í æðiskasti árið 1796. Hún var þá úrskurðuð veik á geði.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.11.2003

Spyrjandi

Heiða Guðjónsdóttir, f. 1988

Tilvísun

JGÞ. „Hvar get ég fundið handrit eða stutt ágrip af leikritinu Draumur á Jónsmessunótt?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3886.

JGÞ. (2003, 26. nóvember). Hvar get ég fundið handrit eða stutt ágrip af leikritinu Draumur á Jónsmessunótt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3886

JGÞ. „Hvar get ég fundið handrit eða stutt ágrip af leikritinu Draumur á Jónsmessunótt?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3886>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar get ég fundið handrit eða stutt ágrip af leikritinu Draumur á Jónsmessunótt?
Helgi Hálfdanarson hefur þýtt öll leikrit Shakespeares á íslensku og hægt er að nálgast þýðingarnar í ýmsum útgáfum á flestum bóksasöfnum landsins. Helgi hefur einnig sett saman bók þar sem hann endursegir efni nokurra leikrita, meðal annars Draums á Jónsmessunótt, og ætti hún einnig að vera til á flestum söfnum:

  • Á slóðum Vilhjálms: Sögur eftir leikritum Williams Shakespeares, Mál og menning, Reykjavík, 1993.
Víða er hægt að lesa leikritið á ensku á Netinu, til dæmis hér. Helgi Hálfdanarson er vitanlega ekki sá fyrsti sem endursegir leikritin, þekktasta útgáfa af því tagi er eftir systkinin Charles (1775-1835) og Mary Lamb (1764-1847). Endursagnir þeirra kallast Tales from Shakespeare og þar er að finna söguna um Draum á Jónsmessunótt.

Bók systkinanna kom fyrst út 1807 en aðeins með nafni Charles á titilsíðunni. Mary skrifaði innganginn og endursagði 14 gamanleiki og söguleiki en bróðir hennar skrifaði um sex harmleiki. Systkinin voru afar náin enda var Mary í umsjá bróður síns eftir að hún drap móður þeirra í æðiskasti árið 1796. Hún var þá úrskurðuð veik á geði....