Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna verður það æ algengara að samsett orð séu slitin í sundur? Til dæmis 'menntamála ráðuneyti' og 'unglinga drykkja'.

Guðrún Kvaran

Ástæðu þess að samsett orð eru oftar en áður skrifuð í tveimur orðum má rekja til ensku. Orð eins og menntamálaráðuneyti og unglingadrykkja eru samsett í íslensku en sambærileg orð í ensku eru skrifuð sundur slitin. Í 34. grein reglna um stafsetningu segir í 12. kafla:
  1. Stofnsamsetningar skal rita sem eina heild. Gott viðmiðunareinkenni er það, að orðstofninn, sem er fyrri hluti samsetningarinnar, helst óbreyttur í allri beygingunni.
Dæmi um þetta er til að mynda beygingin á stólfæti í eintölu:

nf. stólfótur

þf. stólfót

þgf. stólfæti

ef. stólfótar

Og í 35. grein stendur:
  1. Eignarfallssamsetningar skal rita sem eina heild. Hér sker áherslan yfirleitt úr, hvort um er að ræða eignarfallssamsetningu eða orðasamband. Reglan er sú, að í eignarfallssamsetningu hvílir aðaláhersla á fyrra eða fyrsta atkvæði (ef um fleiri en eitt atkvæði er að ræða) fyrri samsetningarliðar, en aukaáhersla (léttari áhersla) á upphafi síðari samsetningarliðar, t.d. bóndadóttir (með aðaláherslu á bónd-, en aukaáherslu á dótt-). Orð, mynduð eins og bóndadóttir, eru algeng, en orðasambönd eins og bónda dóttir eru fátíð í íslensku (nema helst í skáldskap), þar sem aðalreglan er, að eignarfallsorð, sem stjórnast af nafnorði, komi á eftir stýriorðinu, sbr. Sigríður er bóndadóttir: Sigríður er dóttir bónda o.s.frv.
Ensk eftiröpun stangast því á við íslenskar réttritunarreglur.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.11.2003

Spyrjandi

Kristján Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna verður það æ algengara að samsett orð séu slitin í sundur? Til dæmis 'menntamála ráðuneyti' og 'unglinga drykkja'..“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2003. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3894.

Guðrún Kvaran. (2003, 28. nóvember). Hvers vegna verður það æ algengara að samsett orð séu slitin í sundur? Til dæmis 'menntamála ráðuneyti' og 'unglinga drykkja'.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3894

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna verður það æ algengara að samsett orð séu slitin í sundur? Til dæmis 'menntamála ráðuneyti' og 'unglinga drykkja'..“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2003. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3894>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verður það æ algengara að samsett orð séu slitin í sundur? Til dæmis 'menntamála ráðuneyti' og 'unglinga drykkja'.
Ástæðu þess að samsett orð eru oftar en áður skrifuð í tveimur orðum má rekja til ensku. Orð eins og menntamálaráðuneyti og unglingadrykkja eru samsett í íslensku en sambærileg orð í ensku eru skrifuð sundur slitin. Í 34. grein reglna um stafsetningu segir í 12. kafla:

  1. Stofnsamsetningar skal rita sem eina heild. Gott viðmiðunareinkenni er það, að orðstofninn, sem er fyrri hluti samsetningarinnar, helst óbreyttur í allri beygingunni.
Dæmi um þetta er til að mynda beygingin á stólfæti í eintölu:

nf. stólfótur

þf. stólfót

þgf. stólfæti

ef. stólfótar

Og í 35. grein stendur:
  1. Eignarfallssamsetningar skal rita sem eina heild. Hér sker áherslan yfirleitt úr, hvort um er að ræða eignarfallssamsetningu eða orðasamband. Reglan er sú, að í eignarfallssamsetningu hvílir aðaláhersla á fyrra eða fyrsta atkvæði (ef um fleiri en eitt atkvæði er að ræða) fyrri samsetningarliðar, en aukaáhersla (léttari áhersla) á upphafi síðari samsetningarliðar, t.d. bóndadóttir (með aðaláherslu á bónd-, en aukaáherslu á dótt-). Orð, mynduð eins og bóndadóttir, eru algeng, en orðasambönd eins og bónda dóttir eru fátíð í íslensku (nema helst í skáldskap), þar sem aðalreglan er, að eignarfallsorð, sem stjórnast af nafnorði, komi á eftir stýriorðinu, sbr. Sigríður er bóndadóttir: Sigríður er dóttir bónda o.s.frv.
Ensk eftiröpun stangast því á við íslenskar réttritunarreglur.

...