Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hvaða breiddargráðu er Ísland?

ÞV

Nyrsti tangi Íslands er Rifstangi sem er á 66°32,3´ N (les: 66 gráðum og 32,3 mínútum norður eða norðlægrar breiddar). Syðsti tanginn er Kötlutangi á 63°23,6´ N. Allt "meginland" Íslands er sem sagt á milli þessara tveggja breiddarbauga. Hins vegar nær Kolbeinsey norður á 67°08,9´ og Surtsey suður á 63°17,7´. Allar eyjar landsins eru líka þarna á milli.

Vestasta nesið er Bjargtangar á 24°32,1´ V (vestlægrar lengdar). Austasti tanginn er Gerpir á 13°29,6´ V. Eyjan Hvalbakur nær lengra austur eða á 13°16,6´ V en hins vegar nær engin íslensk eyja lengra vestur en Bjargtangar.

Frá miðbaug til Norðurpóls er breiddarmunur samtals 90°. Metrakerfið var upphaflega skilgreint og hugsað þannig að vegalengdin þarna á milli skyldi vera 10.000.000 metrar og enn er það ekki fjarri lagi. Samkvæmt því er ein gráða á lengdarbaug 10.000 km/90 = 111,1 km. Þannig nær Ísland yfir um það bil 350 km frá suðri til norðurs.

Ein sjómíla er upphaflega skilgreind sem ein mínúta á lengdarbaug og er samkvæmt því 111,1 km/60 = 1852 m. Vegna þess að jörðin er svolítið flatari við pólana er breiddarmínútan þó 1843 m við miðbaug en 1862 m við pólana.

Eftir að farið var að spá í kúlulögun jarðar og landfræðileg hnit á síðari hluta miðalda héldu menn lengi vel að Ísland næði verulega norður fyrir heimskautsbaug sem er á 66°32,9´ N. Þess vegna er heimskautsbaugurinn oft dreginn um mitt landið á kortum frá 16. og 17. öld og svipuðum hugmyndum er lýst í textum. Þetta leiðréttist síðan meðal annars við það að Guðbrandur biskup Þorláksson ákvarðaði landfræðilega breidd Hóla í Hjaltadal með góðri nákvæmni.

Heimild:

Almanak fyrir Ísland um árið 2000. Reykjavík: Háskóli Íslands.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

3.5.2000

Spyrjandi

Birgir Smári Ársælsson, 14 ára

Tilvísun

ÞV. „Á hvaða breiddargráðu er Ísland?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=391.

ÞV. (2000, 3. maí). Á hvaða breiddargráðu er Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=391

ÞV. „Á hvaða breiddargráðu er Ísland?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=391>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hvaða breiddargráðu er Ísland?
Nyrsti tangi Íslands er Rifstangi sem er á 66°32,3´ N (les: 66 gráðum og 32,3 mínútum norður eða norðlægrar breiddar). Syðsti tanginn er Kötlutangi á 63°23,6´ N. Allt "meginland" Íslands er sem sagt á milli þessara tveggja breiddarbauga. Hins vegar nær Kolbeinsey norður á 67°08,9´ og Surtsey suður á 63°17,7´. Allar eyjar landsins eru líka þarna á milli.

Vestasta nesið er Bjargtangar á 24°32,1´ V (vestlægrar lengdar). Austasti tanginn er Gerpir á 13°29,6´ V. Eyjan Hvalbakur nær lengra austur eða á 13°16,6´ V en hins vegar nær engin íslensk eyja lengra vestur en Bjargtangar.

Frá miðbaug til Norðurpóls er breiddarmunur samtals 90°. Metrakerfið var upphaflega skilgreint og hugsað þannig að vegalengdin þarna á milli skyldi vera 10.000.000 metrar og enn er það ekki fjarri lagi. Samkvæmt því er ein gráða á lengdarbaug 10.000 km/90 = 111,1 km. Þannig nær Ísland yfir um það bil 350 km frá suðri til norðurs.

Ein sjómíla er upphaflega skilgreind sem ein mínúta á lengdarbaug og er samkvæmt því 111,1 km/60 = 1852 m. Vegna þess að jörðin er svolítið flatari við pólana er breiddarmínútan þó 1843 m við miðbaug en 1862 m við pólana.

Eftir að farið var að spá í kúlulögun jarðar og landfræðileg hnit á síðari hluta miðalda héldu menn lengi vel að Ísland næði verulega norður fyrir heimskautsbaug sem er á 66°32,9´ N. Þess vegna er heimskautsbaugurinn oft dreginn um mitt landið á kortum frá 16. og 17. öld og svipuðum hugmyndum er lýst í textum. Þetta leiðréttist síðan meðal annars við það að Guðbrandur biskup Þorláksson ákvarðaði landfræðilega breidd Hóla í Hjaltadal með góðri nákvæmni.

Heimild:

Almanak fyrir Ísland um árið 2000. Reykjavík: Háskóli Íslands.

...