Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Ef við komum vini okkar fyrir í lokuðu herbergi með plöntum, hversu stórt þarf herbergið þá að vera til að plönturnar nái að framleiða nægilegt súrefni handa honum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Í fyrsta lagi skulum við gera ráð fyrir því að við komum einhverri næringu til félaga okkar gegnum loftþétta lúgu og hann þurfi þess vegna ekki að háma í sig plönturnar sem sjá honum fyrir súrefni. Í öðru lagi skulum við gera ráð fyrir að vinur okkar geri lítið annað en að borða og slaka á; hann má ekki hreyfa sig of mikið og alls ekki stunda erfiða líkamsrækt því að þá brennir hann of miklu súrefni.

Ef hann sættir sig við hreyfingarleysið þarf hann um 350 lítra af súrefni á dag, en það samsvarar súrefnismagninu í 1,7 rúmmetrum af lofti. Ef við gerum ráð fyrir stöðugu sólarljósi inn í herbergið þarf flatarmál gólfflatarins sem plönturnar vaxa á að vera á bilinu 5-20 m2. Ef við einskorðum okkur við plöntur sem ljóstillífa mikið, eins og til dæmis sykurreyr, þá þyrfti herbergið þó ekki að vera stærra en 2,5 m2.

Vinur okkar mundi anda frá sér 350 lítrum af koltvísýringi en það nægir plöntunum til að auka massa sinn um 430 grömm á dag.

En stöðugt og viðvarandi sólarljós er varla fyrir hendi og sennilega yrði vinur okkar ekki sáttur við að lifa í eilífri birtu. Ef við gerum ráð fyrir að dagleg birta í heild sé að meðaltali um 10% af stöðugu sólarljósi, þá þurfum við að margfalda grunnflötinn með tölunni tíu og herbergið þyrfti þess vegna að vera 25 m2. Ef við viðhöldum stöðugu sólarljósi hálfan sólarhringinn en höfum annars dimmt þá þarf herbergið að vera 2,5 x 5 = 12,5 m2.

Niðurstöður okkar eru þess vegna eftirfarandi:
  • Ef þessi ágæti vinur okkar fær næringu að utan og lifir í sífelldri birtu í herbergi þar sem sykurreyr vex þá þarf herbergið að vera 2,5 m2
  • Ef engin birta berst inn til hans hálfan sólarhringinn en annars ríkir sólskin þá þarf herbergið að vera 12,5 m2
  • Ef við gerum ráð fyrir meðaltalsbirtu um 10% af stöðugu sólarljósi þá þarf hann að búa í herbergi sem er 25 m2
Dæmið flækist hins vegar nokkuð ef við krefjumst þess að vinur okkar gerist hreinræktuð grænmetisæta og lifi eingöngu á sykurreyrnum sem vex í herberginu. Við ætlum að bíða með að svara því hvernig heimilisaðstæður vinar okkar þyrftu þá að vera.


Þetta svar er byggt á svari Stephen Fry við hliðstæðri spurningu í bókinni The Last Word 2 (O'Hare, Mick), Oxford University Press, Oxford, 2000.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.12.2003

Spyrjandi

Guðmundur Gunnarsson
Hafdís Jónsdóttir
Magna Oddsdóttir
Valdís María Emilsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Ef við komum vini okkar fyrir í lokuðu herbergi með plöntum, hversu stórt þarf herbergið þá að vera til að plönturnar nái að framleiða nægilegt súrefni handa honum?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2003. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3910.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 10. desember). Ef við komum vini okkar fyrir í lokuðu herbergi með plöntum, hversu stórt þarf herbergið þá að vera til að plönturnar nái að framleiða nægilegt súrefni handa honum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3910

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Ef við komum vini okkar fyrir í lokuðu herbergi með plöntum, hversu stórt þarf herbergið þá að vera til að plönturnar nái að framleiða nægilegt súrefni handa honum?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2003. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3910>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef við komum vini okkar fyrir í lokuðu herbergi með plöntum, hversu stórt þarf herbergið þá að vera til að plönturnar nái að framleiða nægilegt súrefni handa honum?
Í fyrsta lagi skulum við gera ráð fyrir því að við komum einhverri næringu til félaga okkar gegnum loftþétta lúgu og hann þurfi þess vegna ekki að háma í sig plönturnar sem sjá honum fyrir súrefni. Í öðru lagi skulum við gera ráð fyrir að vinur okkar geri lítið annað en að borða og slaka á; hann má ekki hreyfa sig of mikið og alls ekki stunda erfiða líkamsrækt því að þá brennir hann of miklu súrefni.

Ef hann sættir sig við hreyfingarleysið þarf hann um 350 lítra af súrefni á dag, en það samsvarar súrefnismagninu í 1,7 rúmmetrum af lofti. Ef við gerum ráð fyrir stöðugu sólarljósi inn í herbergið þarf flatarmál gólfflatarins sem plönturnar vaxa á að vera á bilinu 5-20 m2. Ef við einskorðum okkur við plöntur sem ljóstillífa mikið, eins og til dæmis sykurreyr, þá þyrfti herbergið þó ekki að vera stærra en 2,5 m2.

Vinur okkar mundi anda frá sér 350 lítrum af koltvísýringi en það nægir plöntunum til að auka massa sinn um 430 grömm á dag.

En stöðugt og viðvarandi sólarljós er varla fyrir hendi og sennilega yrði vinur okkar ekki sáttur við að lifa í eilífri birtu. Ef við gerum ráð fyrir að dagleg birta í heild sé að meðaltali um 10% af stöðugu sólarljósi, þá þurfum við að margfalda grunnflötinn með tölunni tíu og herbergið þyrfti þess vegna að vera 25 m2. Ef við viðhöldum stöðugu sólarljósi hálfan sólarhringinn en höfum annars dimmt þá þarf herbergið að vera 2,5 x 5 = 12,5 m2.

Niðurstöður okkar eru þess vegna eftirfarandi:
  • Ef þessi ágæti vinur okkar fær næringu að utan og lifir í sífelldri birtu í herbergi þar sem sykurreyr vex þá þarf herbergið að vera 2,5 m2
  • Ef engin birta berst inn til hans hálfan sólarhringinn en annars ríkir sólskin þá þarf herbergið að vera 12,5 m2
  • Ef við gerum ráð fyrir meðaltalsbirtu um 10% af stöðugu sólarljósi þá þarf hann að búa í herbergi sem er 25 m2
Dæmið flækist hins vegar nokkuð ef við krefjumst þess að vinur okkar gerist hreinræktuð grænmetisæta og lifi eingöngu á sykurreyrnum sem vex í herberginu. Við ætlum að bíða með að svara því hvernig heimilisaðstæður vinar okkar þyrftu þá að vera.


Þetta svar er byggt á svari Stephen Fry við hliðstæðri spurningu í bókinni The Last Word 2 (O'Hare, Mick), Oxford University Press, Oxford, 2000....