Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margir órangútanapar í Afríku? En í heiminum?

Jón Már Halldórsson

Ekki er höfundi þessa svars kunnugt um hversu margir órangútanapar (Pongo pygmaeus) eru í Afríku en sjálfsagt eiga nokkrir heimkynni sín í dýragörðum í álfunni. Villtir órangútanapar lifa hins vegar í regnskógum Borneó og á takmörkuðu svæði á Súmötru.

Samkvæmt rannsóknum eins helsta fremdardýrafræðings heims, Birute Galdikas, er stofnstærð villtra órangútanapa rétt um 15 þúsund dýr. Að mati Galdikas er helsta ógnin við tilvist apanna eyðing á búsvæðum þeirra. Regnskógar Borneó hverfa á ógnahraða auk þess sem ólöglegar veiðar höggva stór skörð í stofninn. Órangútanöpum hefur fækkað um meira en 50% á heilli öld en undanfarið hefur borið á því að ólöglegt skógarhögg sé að aukast auk þess sem bændur kveikja stundum skógarelda til að ryðja sér svæði. Slíkt athæfi er stranglega bannað í Malasíu og Indónesíu en þarlend stjórnvöld hafa ekki fylgt bönnum eftir.



Myndarlegur karlapi.

Líkt og frændur þeirra, simpansar og górilluapar, hafa orangútanapar frekar samanrekinn búk og stutta fætur en hlutfallslega langa handleggi. Litarhaft þeirra er rauðbrúnt. Karlaparnir eru venjulega um 136-140 cm á hæð og geta verið um 85 kg að þyngd. Kvenaparnir eru aðeins um 40 kg að þyngd. Margt annað er ólíkt með kynjunum, karlarnir eru með áberandi kinnbarð gert úr fituvef og loftsekki í hálsinum. Dýrin ferðast á öllum fjórum þegar þau fara úr einu tré í annað. Órangútanapar geta einnig sveiflað sér líkt og minni apar og apar af Pan-ættkvíslinni (simpansar og bonoboapar) en eru þunglamalegri við þá loftfimleika.

Ólíkt öðrum tegundum prímata þá eru fullorðnir órangútanapar miklir einfarar. Aðeins á pörunartímanum má sjá apana saman. Meðgöngutími órangútanapa er um 275 dagar. Unginn er á brjósti í allt að þrjú ár áður en apynjan venur hann af því.

Órangútanapar lifa dreift, rannsóknir hafa sýnt fram á að aðeins 2-3 dýr eru um hvern ferkílómetra af skóglendi. Það er því ekki algengt að rekast á villt dýr í þéttum og ógreiðfærum regnskógunum Borneó og Súmötru. Helsta fæða apanna eru ýmsar tegundir ávaxta, aðallega þó fíkjur en þeir troða einnig í sig ógrynni af laufblöðum. Þeir eyða mestum tíma dagsins í át og fæðuleit.

Orangútanapar eru að eðlisfari rólyndar og varfærnar skepnur. Oftast fer lítið fyrir þeim og helstu hljóðin sem þeir gefa frá sér eru varaskellur. Karldýrin geta þó urrað kröftuglega og að mati dr. Galdikas er það leið þeirra til að hafa samskipti við önnur karldýr í nágrenninu. Með því að urra og hlusta reyna þeir að gera sér grein fyrir staðsetningu annarra karldýra.

Mynd: Introduction.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.12.2003

Spyrjandi

Jóhann Halldór Þorgeirsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margir órangútanapar í Afríku? En í heiminum?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2003, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3913.

Jón Már Halldórsson. (2003, 11. desember). Hvað eru til margir órangútanapar í Afríku? En í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3913

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margir órangútanapar í Afríku? En í heiminum?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2003. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3913>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margir órangútanapar í Afríku? En í heiminum?
Ekki er höfundi þessa svars kunnugt um hversu margir órangútanapar (Pongo pygmaeus) eru í Afríku en sjálfsagt eiga nokkrir heimkynni sín í dýragörðum í álfunni. Villtir órangútanapar lifa hins vegar í regnskógum Borneó og á takmörkuðu svæði á Súmötru.

Samkvæmt rannsóknum eins helsta fremdardýrafræðings heims, Birute Galdikas, er stofnstærð villtra órangútanapa rétt um 15 þúsund dýr. Að mati Galdikas er helsta ógnin við tilvist apanna eyðing á búsvæðum þeirra. Regnskógar Borneó hverfa á ógnahraða auk þess sem ólöglegar veiðar höggva stór skörð í stofninn. Órangútanöpum hefur fækkað um meira en 50% á heilli öld en undanfarið hefur borið á því að ólöglegt skógarhögg sé að aukast auk þess sem bændur kveikja stundum skógarelda til að ryðja sér svæði. Slíkt athæfi er stranglega bannað í Malasíu og Indónesíu en þarlend stjórnvöld hafa ekki fylgt bönnum eftir.



Myndarlegur karlapi.

Líkt og frændur þeirra, simpansar og górilluapar, hafa orangútanapar frekar samanrekinn búk og stutta fætur en hlutfallslega langa handleggi. Litarhaft þeirra er rauðbrúnt. Karlaparnir eru venjulega um 136-140 cm á hæð og geta verið um 85 kg að þyngd. Kvenaparnir eru aðeins um 40 kg að þyngd. Margt annað er ólíkt með kynjunum, karlarnir eru með áberandi kinnbarð gert úr fituvef og loftsekki í hálsinum. Dýrin ferðast á öllum fjórum þegar þau fara úr einu tré í annað. Órangútanapar geta einnig sveiflað sér líkt og minni apar og apar af Pan-ættkvíslinni (simpansar og bonoboapar) en eru þunglamalegri við þá loftfimleika.

Ólíkt öðrum tegundum prímata þá eru fullorðnir órangútanapar miklir einfarar. Aðeins á pörunartímanum má sjá apana saman. Meðgöngutími órangútanapa er um 275 dagar. Unginn er á brjósti í allt að þrjú ár áður en apynjan venur hann af því.

Órangútanapar lifa dreift, rannsóknir hafa sýnt fram á að aðeins 2-3 dýr eru um hvern ferkílómetra af skóglendi. Það er því ekki algengt að rekast á villt dýr í þéttum og ógreiðfærum regnskógunum Borneó og Súmötru. Helsta fæða apanna eru ýmsar tegundir ávaxta, aðallega þó fíkjur en þeir troða einnig í sig ógrynni af laufblöðum. Þeir eyða mestum tíma dagsins í át og fæðuleit.

Orangútanapar eru að eðlisfari rólyndar og varfærnar skepnur. Oftast fer lítið fyrir þeim og helstu hljóðin sem þeir gefa frá sér eru varaskellur. Karldýrin geta þó urrað kröftuglega og að mati dr. Galdikas er það leið þeirra til að hafa samskipti við önnur karldýr í nágrenninu. Með því að urra og hlusta reyna þeir að gera sér grein fyrir staðsetningu annarra karldýra.

Mynd: Introduction....