Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju kemur ekki gat á plastglas sem er fyllt með vatni þegar kveikjara er haldið undir því?

Halldór Svavarsson

Það er ef til vill ofsögum sagt að ekki sé hægt að bræða gat á plastglas með vatni í, en rétt er að það getur verið býsna erfitt sé loginn lítill. Ástæðurnar eru tvíþættar.

Annars vegar hefur vatnið mikla varmarýmd og heldur því innra borði botns og veggja plastglassins alltaf við svipað hitastig. Það er því einungis ytra byrði plastglassins, þar sem loginn sleikir það, sem hitnar.

Hins vegar er mikið af rásum eða göngum í plasti og geta einstakar sameindir auðveldlega ferðast um þær. Gassameindir smjúga til að mynda gegnum veggi flestra plastíláta og algengar gerðir af næloni geta drukkið í sig 5-10% af vatni. Þegar loganum hefur verið haldið nokkra stund við plastglasið hafa veggir þess þynnst og rásirnar í plastinu stækkað. Þessar rásir eru ekki svo víðar að við getum séð vatnið streyma eftir þeim en eru samt nægilegar til að rúma vatn og það kemur í veg fyrir að eldurinn geti hitað og brennt plastið frekar.

Höfundur

Halldór Svavarsson

dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík

Útgáfudagur

19.12.2003

Spyrjandi

Ágúst Einarsson

Tilvísun

Halldór Svavarsson. „Af hverju kemur ekki gat á plastglas sem er fyllt með vatni þegar kveikjara er haldið undir því?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3922.

Halldór Svavarsson. (2003, 19. desember). Af hverju kemur ekki gat á plastglas sem er fyllt með vatni þegar kveikjara er haldið undir því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3922

Halldór Svavarsson. „Af hverju kemur ekki gat á plastglas sem er fyllt með vatni þegar kveikjara er haldið undir því?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3922>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kemur ekki gat á plastglas sem er fyllt með vatni þegar kveikjara er haldið undir því?
Það er ef til vill ofsögum sagt að ekki sé hægt að bræða gat á plastglas með vatni í, en rétt er að það getur verið býsna erfitt sé loginn lítill. Ástæðurnar eru tvíþættar.

Annars vegar hefur vatnið mikla varmarýmd og heldur því innra borði botns og veggja plastglassins alltaf við svipað hitastig. Það er því einungis ytra byrði plastglassins, þar sem loginn sleikir það, sem hitnar.

Hins vegar er mikið af rásum eða göngum í plasti og geta einstakar sameindir auðveldlega ferðast um þær. Gassameindir smjúga til að mynda gegnum veggi flestra plastíláta og algengar gerðir af næloni geta drukkið í sig 5-10% af vatni. Þegar loganum hefur verið haldið nokkra stund við plastglasið hafa veggir þess þynnst og rásirnar í plastinu stækkað. Þessar rásir eru ekki svo víðar að við getum séð vatnið streyma eftir þeim en eru samt nægilegar til að rúma vatn og það kemur í veg fyrir að eldurinn geti hitað og brennt plastið frekar....