Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?

Sævar Helgi Bragason

Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:
Hvenær verður mannað geimfar sent til annarrar plánetu í sólkerfinu og til hvaða plánetu verður það sent? Hvernig gengur undirbúningur hjá NASA um mannaðar ferðir til Mars?
Þegar þetta er skrifað sveima tvö geimför umhverfis reikistjörnuna Mars, Mars Global Surveyor og 2001 Mars Odyssey. Í lok desember 2003 og í upphafi næsta árs, hefst svo ‘innrás’ jarðarbúa fyrir alvöru en þá koma fjögur geimför til Mars og þrjú þeirra eiga að lenda og kanna yfirborð plánetunnar. Upphaflega átti japanska geimfarið Nozomi líka að koma til Mars á svipuðum tíma, en vegna bilana um borð í geimfarinu varð ekkert úr þeim áætlunum. Það er óhætt að fullyrða að framundan séu spennandi tímar fyrir þá sem hafa áhuga á stjarnvísindum.

Mars Express og Beagle 2

Mars Express er fyrsti rannsóknarleiðangur evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA til annarrar reikistjörnu. Geimfarinu var skotið á loft þann 2. júní 2003 frá Baikonur í Kasakstan. Geimfarið er tvískipt, annars vegar Mars Express sporbaugsfarið og hins vegar Beagle 2 lendingarfarið.

Nafnið á geimfarinu er tilkomið vegna þess að það var smíðað hraðar en nokkurt annað sambærilegt könnunarfar og kostaði einungis 150 milljón evrur. Lendingarfarið Beagle 2 er breskt og nefnt eftir skipinu Veiðihundinum sem Charles Darwin ferðaðist með árin 1831-1836. Beagle 2 er einungis 71 kg og kostaði 42 milljón evrur.


Mars Express og plánetan Mars

Þann 19. desember losnaði lendingarfarið Beagle 2 frá sporbaugsfarinu og áætlað er að það lendi 25. desember. Hitaskjöldur og fallhlíf koma farinu örugglega langleiðina að yfirborðinu en loftpúðar eiga að draga úr fallhögginu. Þegar farið er loks lent á Isidis-lágsléttunni, norðvestan Syrtis-svæðisins, mun það opnast, hringja heim og hefja mælingar. Isidis-sléttan var valin sem lendingarstaður því vonast er til þess að þar sé að finna vísbendingar um fornt líf á Mars, jafnframt því sem þar eru vorin nógu hlý til að Beagle 2 komist af.

Beagle 2 mun verja að minnsta kosti sex mánuðum í vatnsleit, líffræði- og jarðefnarannsóknir, samfara því að kanna umhverfið í kring. Um borð er auk þess smásjá en með henni er hægt að kanna bergið og jarðveginn til hlítar með mikilli stækkun.

Lendingarfarið inniheldur einnig litla moldvörpu sem getur skriðið stuttar vegalengdir um yfirborðið með um eins sentímetra hraða á sex sekúndum, eða sex metra á klukkustund. Aðalmarkmið þessarar tilraunar er að sjá hvort nokkrar vísbendingar um líf eða steingervinga sé að finna við lendingarstaðinn.


Tölvuteiknuð mynd af Beagle 2

Á meðan Beagle 2 rannsakar yfirborðið verður Mars Express á braut um plánetuna og rannsakar yfirborð og lofthjúp reikistjörnunnar um tveggja ára skeið. Sjö mælitæki eru um borð en þau eiga að varpa nýju ljósi á jarðfræði, lofthjúp, byggingu og samsetningu yfirborðsins. Sporbaugsfarið verður í að meðaltali um 260 km hæð yfir yfirborðinu og sveimar umhverfis Mars á sjö og hálfri klukkustund.

Vonir eru bundnar við að hægt verði að greina hvort vatn sé undir yfirborði Mars, en það gæti verið að finna í ám, hyljum eða sífrera undir yfirborðinu. Upplýsingar um sögu Mars og aðstæður þar í dag geta gagnast okkur til að skilja betur ýmsa þætti sem hafa áhrif á umhverfi okkar á jörðinni. Ef við komumst að því hvers vegna vatn á Mars hvarf, gætum við hugsanlega áttað okkur á því hvort svipuð örlög bíði jarðarinnar.

Spirit og Opportunity jepparnir

Könnunarjepparnir Spirit og Opportunity eru hluti af svonefndu Mars Exploration verkefni NASA. Spirit-jeppanum var skotið áleiðis til Mars 10. júní 2003 en Opportunity 7. júlí 2003. Þessir tvíburajeppar, sem hvor um sig vega aðeins 180 kg, byggja á sömu tækni og fyrirrennari þeirra Sojourner sem fór með Pathfinder-leiðangrinum 1997.

Þegar komið verður til Mars í janúar 2004 mun hitaskjöldur koma þeim langleiðina inn í lofthjúpinn en þá tekur fallhlíf við og þá loks loftpúðar sem eiga að tryggja örugga lendingu. Þessir fjarstýrðu jarðfræðingar eru búnir vélararmi, bor, þremur litrófsmælum og fjórum myndavélum sem gera þeim kleift að taka þrívíða mynd af umhverfinu, rétt eins og ef maður væri staddur á yfirborði plánetunnar. Hver jeppi getur ferðast allt að 100 metra á dag. Verkefnið stendur í að minnsta kosti níutíu daga og á þeim tíma munu jepparnir ferðast til fjölda staða til að framkvæma rannsóknir á bergi og jarðvegi Mars.


Jepparnir Spirit og Opportunity

Meginmarkmið könnunarjeppana tveggja eru sjö:

  • Leita að og rannsaka fjölda ólíkra steintegunda og jarðefna sem gætu geymt vísbendingar um tilvist vatns í fyrndinni.
  • Gera kort af staðsetningu ólíkra steintegunda og jarðefna umhverfis lendingarstaðinn.
  • Ákvarða hvaða kraftar hafa mótað landslagið og hvernig þeir haga sér við mótun þess.
  • Framkvæma mælingar á áhugaverðum stöðum yfirborðsins sem geimför á braut um plánetuna hafa kannað. Með slíkum upplýsingum getum við notað það sem við lærum af lendingarstöðum Mars-jeppanna og dregið ályktanir út frá þeim upplýsingum um aðra sambærilega staði á yfirborði Mars, frá sporbaugsförum séð.
  • Leita að steinefnum sem innihalda járn og vatn eða virðast hafa myndast í vatni.
  • Kanna steinefni og samsetningu í bergi og jarðvegi og hvernig þeir mynduðust.
  • Leita að vísbendingum um hvernig umhverfið var þegar fljótandi vatn var til staðar.
Rétt er að taka fram að það eru nokkrir hlutir sem könnunarjepparnir eru ekki hannaðir til að gera:
  • Jepparnir eru ekki að leita að lífi á Mars, einungis að vísbendingum um lífvænlegt umhverfi.
  • Jepparnir eru ekki að leita eftir fljótandi vatni. Lofthjúpur Mars er það þunnur við lendingarsvæðin að allt vatn myndi sjóða burt á augabragði. Vatnið er líklega grafið hundruð metra undir yfirborðinu en jepparnir geta ekki grafið né borað nægilega djúpt til að finna það.
  • Jepparnir eru ekki í sýnasöfnun til að koma með til jarðar. NASA ráðleggur sýnasöfnunarferð einhvern tíma eftir 2014.
Spirit-jeppinn á að lenda í Gusev-gígnum en Opportunity á Meridiani-lágsléttunni. Á báðum lendingarstöðunum eru vísbendingar um að þar hafi fljótandi vatn eitt sinn runnið.

Enn er alls óvíst hvenær menn verða sendir til að kanna aðra plánetu, en Mars kemur þar aðeins til greina. Ekki eru uppi neinar áætlanir um mannaðar ferðir þangað enn sem komið er. Menn eru þó farnir að huga að slíkum ferðum ef til vill á árabilinu 2020 til 2030.

Heimildir og áhugaverðir tenglar:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

22.12.2003

Spyrjandi

María Guðrún, f. 1988
Sóley Þórisdóttir
Hlynur Lind Leifsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2003, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3926.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 22. desember). Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3926

Sævar Helgi Bragason. „Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2003. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3926>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:

Hvenær verður mannað geimfar sent til annarrar plánetu í sólkerfinu og til hvaða plánetu verður það sent? Hvernig gengur undirbúningur hjá NASA um mannaðar ferðir til Mars?
Þegar þetta er skrifað sveima tvö geimför umhverfis reikistjörnuna Mars, Mars Global Surveyor og 2001 Mars Odyssey. Í lok desember 2003 og í upphafi næsta árs, hefst svo ‘innrás’ jarðarbúa fyrir alvöru en þá koma fjögur geimför til Mars og þrjú þeirra eiga að lenda og kanna yfirborð plánetunnar. Upphaflega átti japanska geimfarið Nozomi líka að koma til Mars á svipuðum tíma, en vegna bilana um borð í geimfarinu varð ekkert úr þeim áætlunum. Það er óhætt að fullyrða að framundan séu spennandi tímar fyrir þá sem hafa áhuga á stjarnvísindum.

Mars Express og Beagle 2

Mars Express er fyrsti rannsóknarleiðangur evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA til annarrar reikistjörnu. Geimfarinu var skotið á loft þann 2. júní 2003 frá Baikonur í Kasakstan. Geimfarið er tvískipt, annars vegar Mars Express sporbaugsfarið og hins vegar Beagle 2 lendingarfarið.

Nafnið á geimfarinu er tilkomið vegna þess að það var smíðað hraðar en nokkurt annað sambærilegt könnunarfar og kostaði einungis 150 milljón evrur. Lendingarfarið Beagle 2 er breskt og nefnt eftir skipinu Veiðihundinum sem Charles Darwin ferðaðist með árin 1831-1836. Beagle 2 er einungis 71 kg og kostaði 42 milljón evrur.


Mars Express og plánetan Mars

Þann 19. desember losnaði lendingarfarið Beagle 2 frá sporbaugsfarinu og áætlað er að það lendi 25. desember. Hitaskjöldur og fallhlíf koma farinu örugglega langleiðina að yfirborðinu en loftpúðar eiga að draga úr fallhögginu. Þegar farið er loks lent á Isidis-lágsléttunni, norðvestan Syrtis-svæðisins, mun það opnast, hringja heim og hefja mælingar. Isidis-sléttan var valin sem lendingarstaður því vonast er til þess að þar sé að finna vísbendingar um fornt líf á Mars, jafnframt því sem þar eru vorin nógu hlý til að Beagle 2 komist af.

Beagle 2 mun verja að minnsta kosti sex mánuðum í vatnsleit, líffræði- og jarðefnarannsóknir, samfara því að kanna umhverfið í kring. Um borð er auk þess smásjá en með henni er hægt að kanna bergið og jarðveginn til hlítar með mikilli stækkun.

Lendingarfarið inniheldur einnig litla moldvörpu sem getur skriðið stuttar vegalengdir um yfirborðið með um eins sentímetra hraða á sex sekúndum, eða sex metra á klukkustund. Aðalmarkmið þessarar tilraunar er að sjá hvort nokkrar vísbendingar um líf eða steingervinga sé að finna við lendingarstaðinn.


Tölvuteiknuð mynd af Beagle 2

Á meðan Beagle 2 rannsakar yfirborðið verður Mars Express á braut um plánetuna og rannsakar yfirborð og lofthjúp reikistjörnunnar um tveggja ára skeið. Sjö mælitæki eru um borð en þau eiga að varpa nýju ljósi á jarðfræði, lofthjúp, byggingu og samsetningu yfirborðsins. Sporbaugsfarið verður í að meðaltali um 260 km hæð yfir yfirborðinu og sveimar umhverfis Mars á sjö og hálfri klukkustund.

Vonir eru bundnar við að hægt verði að greina hvort vatn sé undir yfirborði Mars, en það gæti verið að finna í ám, hyljum eða sífrera undir yfirborðinu. Upplýsingar um sögu Mars og aðstæður þar í dag geta gagnast okkur til að skilja betur ýmsa þætti sem hafa áhrif á umhverfi okkar á jörðinni. Ef við komumst að því hvers vegna vatn á Mars hvarf, gætum við hugsanlega áttað okkur á því hvort svipuð örlög bíði jarðarinnar.

Spirit og Opportunity jepparnir

Könnunarjepparnir Spirit og Opportunity eru hluti af svonefndu Mars Exploration verkefni NASA. Spirit-jeppanum var skotið áleiðis til Mars 10. júní 2003 en Opportunity 7. júlí 2003. Þessir tvíburajeppar, sem hvor um sig vega aðeins 180 kg, byggja á sömu tækni og fyrirrennari þeirra Sojourner sem fór með Pathfinder-leiðangrinum 1997.

Þegar komið verður til Mars í janúar 2004 mun hitaskjöldur koma þeim langleiðina inn í lofthjúpinn en þá tekur fallhlíf við og þá loks loftpúðar sem eiga að tryggja örugga lendingu. Þessir fjarstýrðu jarðfræðingar eru búnir vélararmi, bor, þremur litrófsmælum og fjórum myndavélum sem gera þeim kleift að taka þrívíða mynd af umhverfinu, rétt eins og ef maður væri staddur á yfirborði plánetunnar. Hver jeppi getur ferðast allt að 100 metra á dag. Verkefnið stendur í að minnsta kosti níutíu daga og á þeim tíma munu jepparnir ferðast til fjölda staða til að framkvæma rannsóknir á bergi og jarðvegi Mars.


Jepparnir Spirit og Opportunity

Meginmarkmið könnunarjeppana tveggja eru sjö:

  • Leita að og rannsaka fjölda ólíkra steintegunda og jarðefna sem gætu geymt vísbendingar um tilvist vatns í fyrndinni.
  • Gera kort af staðsetningu ólíkra steintegunda og jarðefna umhverfis lendingarstaðinn.
  • Ákvarða hvaða kraftar hafa mótað landslagið og hvernig þeir haga sér við mótun þess.
  • Framkvæma mælingar á áhugaverðum stöðum yfirborðsins sem geimför á braut um plánetuna hafa kannað. Með slíkum upplýsingum getum við notað það sem við lærum af lendingarstöðum Mars-jeppanna og dregið ályktanir út frá þeim upplýsingum um aðra sambærilega staði á yfirborði Mars, frá sporbaugsförum séð.
  • Leita að steinefnum sem innihalda járn og vatn eða virðast hafa myndast í vatni.
  • Kanna steinefni og samsetningu í bergi og jarðvegi og hvernig þeir mynduðust.
  • Leita að vísbendingum um hvernig umhverfið var þegar fljótandi vatn var til staðar.
Rétt er að taka fram að það eru nokkrir hlutir sem könnunarjepparnir eru ekki hannaðir til að gera:
  • Jepparnir eru ekki að leita að lífi á Mars, einungis að vísbendingum um lífvænlegt umhverfi.
  • Jepparnir eru ekki að leita eftir fljótandi vatni. Lofthjúpur Mars er það þunnur við lendingarsvæðin að allt vatn myndi sjóða burt á augabragði. Vatnið er líklega grafið hundruð metra undir yfirborðinu en jepparnir geta ekki grafið né borað nægilega djúpt til að finna það.
  • Jepparnir eru ekki í sýnasöfnun til að koma með til jarðar. NASA ráðleggur sýnasöfnunarferð einhvern tíma eftir 2014.
Spirit-jeppinn á að lenda í Gusev-gígnum en Opportunity á Meridiani-lágsléttunni. Á báðum lendingarstöðunum eru vísbendingar um að þar hafi fljótandi vatn eitt sinn runnið.

Enn er alls óvíst hvenær menn verða sendir til að kanna aðra plánetu, en Mars kemur þar aðeins til greina. Ekki eru uppi neinar áætlanir um mannaðar ferðir þangað enn sem komið er. Menn eru þó farnir að huga að slíkum ferðum ef til vill á árabilinu 2020 til 2030.

Heimildir og áhugaverðir tenglar:

...