Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mörg % af allri heimsbyggðinni eru í fangelsi?

Helgi Gunnlaugsson

Samkvæmt lista sem Roy Walmsley ráðgjafi hjá HEUNI (the European Institute for Crime Prevention and Control, stofnun sem tengist Sameinuðu þjóðunum) hefur tekið saman voru tæplega níu milljónir jarðarbúa í fangelsi í október 2002.

Af þeim var um helmingur í þremur löndum:
  • Bandaríkin - 2 milljónir
  • Rússland - 1 milljón
  • Kína - 1.5 milljón
Ef við gefum okkar að jarðarbúar séu um 6 milljarðar voru því um 0,15 prósent þeirra í fangelsi árið 2002.

Fangafjöldi á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum en á fyrrnefndum lista var Ísland með 110 einstaklinga í fangelsi sem er jafngildi þess að 38 hafi verið í fangelsi miðað við 100 þúsund íbúa.

Sambærileg tala var 59 fyrir Danmörku og Noreg, 96 fyrir Þýskaland og 139 fyrir England og Wales þar sem fangafjöldi var hæstur í vestanverðri Evrópu. Efsta sætið á þessum lista eiga hins vegar Bandaríkin með 686 í fangelsi miðað við 100 þúsund íbúa.

Mynd: USA Today

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.12.2003

Spyrjandi

Leifur Eyjólfsson, f. 1987

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Hversu mörg % af allri heimsbyggðinni eru í fangelsi?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2003, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3928.

Helgi Gunnlaugsson. (2003, 22. desember). Hversu mörg % af allri heimsbyggðinni eru í fangelsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3928

Helgi Gunnlaugsson. „Hversu mörg % af allri heimsbyggðinni eru í fangelsi?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2003. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3928>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg % af allri heimsbyggðinni eru í fangelsi?
Samkvæmt lista sem Roy Walmsley ráðgjafi hjá HEUNI (the European Institute for Crime Prevention and Control, stofnun sem tengist Sameinuðu þjóðunum) hefur tekið saman voru tæplega níu milljónir jarðarbúa í fangelsi í október 2002.

Af þeim var um helmingur í þremur löndum:
  • Bandaríkin - 2 milljónir
  • Rússland - 1 milljón
  • Kína - 1.5 milljón
Ef við gefum okkar að jarðarbúar séu um 6 milljarðar voru því um 0,15 prósent þeirra í fangelsi árið 2002.

Fangafjöldi á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum en á fyrrnefndum lista var Ísland með 110 einstaklinga í fangelsi sem er jafngildi þess að 38 hafi verið í fangelsi miðað við 100 þúsund íbúa.

Sambærileg tala var 59 fyrir Danmörku og Noreg, 96 fyrir Þýskaland og 139 fyrir England og Wales þar sem fangafjöldi var hæstur í vestanverðri Evrópu. Efsta sætið á þessum lista eiga hins vegar Bandaríkin með 686 í fangelsi miðað við 100 þúsund íbúa.

Mynd: USA Today...