Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er hin rétta skilgreining á síbrotamanni?

Helgi Gunnlaugsson

Hægt er að skilgreina hugtakið síbrotamaður með vísan til orðsins ítrekunartíðni en í það er yfirleitt lagður tvenns konar skilningur, annars vegar þeirra sem móta stefnu í refsivörslumálum og hins vegar þeirra sem sinna rannsóknum í afbrotafræði.

Í mörgum samfélögum hafa stefnumótandi aðilar notað orðið „ítrekunartíðni“ yfir það hlutfall fanga (eða þeirra sem afplána dóma á annan hátt) sem áður hafa tekið út refsingu.

Við afbrotafræðilegar rannsóknir hefur ítrekunartíðni hins vegar yfirleitt verið skilgreind á annan hátt þar sem markmiðið er að meta að hvaða marki refsingar hafa áhrif á hegðun í framtíðinni. Nánar tiltekið nota afbrotafræðingar orðið „ítrekunartíðni“ til að vísa til þeirra einstaklinga sem hljóta einhverja refsingu (venjulega fangelsi) og brjóta svo af sér á nýjan leik einhvern tíma að þeirri refsingu lokinni.

Afbrotafræðingar skilgreina því ítrekunartíðni venjulega sem það hlutfall refsiþola tiltekins tímabils, sem brýtur aftur af sér eftir að fullnustu refsingar lýkur.

Hægt er að lesa meira um hugtakið síbrotamaður í svari sama höfundar við spurningunni Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.12.2003

Spyrjandi

Steinar Þórhallsson

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Hver er hin rétta skilgreining á síbrotamanni?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2003, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3929.

Helgi Gunnlaugsson. (2003, 23. desember). Hver er hin rétta skilgreining á síbrotamanni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3929

Helgi Gunnlaugsson. „Hver er hin rétta skilgreining á síbrotamanni?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2003. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3929>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er hin rétta skilgreining á síbrotamanni?
Hægt er að skilgreina hugtakið síbrotamaður með vísan til orðsins ítrekunartíðni en í það er yfirleitt lagður tvenns konar skilningur, annars vegar þeirra sem móta stefnu í refsivörslumálum og hins vegar þeirra sem sinna rannsóknum í afbrotafræði.

Í mörgum samfélögum hafa stefnumótandi aðilar notað orðið „ítrekunartíðni“ yfir það hlutfall fanga (eða þeirra sem afplána dóma á annan hátt) sem áður hafa tekið út refsingu.

Við afbrotafræðilegar rannsóknir hefur ítrekunartíðni hins vegar yfirleitt verið skilgreind á annan hátt þar sem markmiðið er að meta að hvaða marki refsingar hafa áhrif á hegðun í framtíðinni. Nánar tiltekið nota afbrotafræðingar orðið „ítrekunartíðni“ til að vísa til þeirra einstaklinga sem hljóta einhverja refsingu (venjulega fangelsi) og brjóta svo af sér á nýjan leik einhvern tíma að þeirri refsingu lokinni.

Afbrotafræðingar skilgreina því ítrekunartíðni venjulega sem það hlutfall refsiþola tiltekins tímabils, sem brýtur aftur af sér eftir að fullnustu refsingar lýkur.

Hægt er að lesa meira um hugtakið síbrotamaður í svari sama höfundar við spurningunni Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?

...