Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða halastjarna er með lengstan hala?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Yfirleitt er í mesta lagi ein meiri háttar halastjarna sýnileg með berum augum frá jörðinni í einu. Lengdin á halanum breytist mjög með fjarlægð frá sól og er ekki endilega hin sama í hverri heimsókn halastjörnunnar eftir aðra. Þess vegna er lengd halans á halastjörnum ekki einkennisstærð sem hægt er að fletta upp í bókum eins og til dæmis massa eða stærð ýmissa himinhnatta. En mesta lengd á hala sem mælst hefur var á halastjörnu sem birtist árið 1843.

Áætlað er að hali þessarar halastjörnu hafi verið um 300 miljón kílómetrar á lengd og hann teygði sig yfir 70 gráður á himinhvolfinu. Aðrar halastjörnur hafa spannað stærra horn en það en þær hafa þá verið nær okkur þannig að halinn sjálfur var ekki lengri en áður var sagt.

Halastjörnur eru flestar upprunnar í svokölluðu Oort-skýi um það bil 10 billjón km frá sólinni. Sú fjarlægð er á borð við eitt ljósár eða fjórðunginn af vegalengdinni til næstu sólstjörnu. Í þessu skýi er saman komið gífurlegt magn af ís, gasi og ryki. Öðru hverju togar þyngdarkraftur frá stjörnu í grenndinni "skítugan snjóbolta" út úr skýinu og hann fer síðan að falla í átt til sólar. Lengst af ferðinni tekur enginn eftir þessum bolta sem er á stærð við fjall og kallast halastjarna. En þegar hún tekur að nálgast sólina til muna hitnar hún, hluti af ísnum bráðnar og gufar upp og gasið og rykið hitna líka. Allt þetta myndar ský utan um fastan kjarna halastjörnunnar og kallast það hjúpur hennar.

Kjarninn og hjúpurinn mynda höfuð halastjörnunnar. Þegar hún nálgast sól enn meir heldur höfuðið áfram að hitna og þenjast út. Að lokum getur það orðið nokkur hundruð þúsund km að stærð eða jafnvel milljón km. Samt sem áður er það að fyrirferð aðeins lítill hluti af allri halastjörnunni.

Sólin stafar frá sér öflugum sólvindi sem er gerður úr orkumiklum öreindum. Auk þess getur venjuleg geislun sólarinnar, sólarljós og annað, valdið þrýstingi á það sem á vegi hennar verður. Sólvindurinn og geislunarþrýstingur frá sól hafa þau áhrif á halastjörnu að blása hjúpnum út í langan hala sem vísar alltaf burt frá sól. Af þessum hala draga halastjörnurnar nafn sitt á íslensku. Þegar halastjarnan er á leið í átt til sólar er halinn á eftir henni en þegar hún hefur farið fram hjá sól og er á leið burt aftur er halinn á undan henni, samanber myndina til vinstri hér á eftir.



Það er einmitt halinn á halastjörnunum sem gerir þær að einstæðum fyrirbærum sem hafa vakið athygli manna frá örófi alda. Hann getur orðið milljónir og jafnvel hundruð milljóna kílómetra á lengd. Séð frá jörðinni getur hann myndað slæðu sem nær yfir mikinn hluta himinsins, en er þó svo þunn að fjarlægar stjörnur skína nær ótruflaðar gegnum hana. Myndin til hægri í svarinu sýnir þetta glöggt en hún er af halastjörnunni Hyakutake sem var á lofti á útmánuðum 1996. Myndin til vinstri sýnir á hinn bóginn hvernig halinn lengist þegar halastjarnan kemur nær sólu og geislunarþrýstingurinn frá sól eykst.

Í sólkerfinu eru taldar vera meira en 100.000 halastjörnur. Hver þeirra um sig er á braut um sól og margar halastjörnur koma í grennd við hana aftur og aftur. Ýmsar þeirra hafa langan umferðartíma, jafnvel þúsundir ára, og líður sá tími þá milli þess sem þær sjást. Brautir þessara halastjarna eru afar langir og mjóir sporbaugar sem ná jafnvel út á ystu mörk sólkerfisins.

Halastjörnur með stuttan umferðartíma gera hins vegar vart við sig á nokkurra ára eða áratuga fresti. Sú frægasta af þessum halastjörnum er kennd við enska stjörnufræðinginn Edmond Halley (1656–1742). Hún kemur í grennd við sól á 75–79 ára fresti. Halley var að sjálfsögðu ekki fyrstur til að sjá þessa halastjörnu því að hún fer ekki fram hjá neinum sem lítur til himins þegar hún er á ferð. Hins vegar varð hann fyrstur til að gera sér ljóst að þarna var sami gesturinn hvað eftir annað og hann sagði fyrir um að hún mundi næst verða á ferðinni árið 1759. Halastjarna Halleys hefur heimsótt okkur með reglubundnum hætti æ síðan, nú síðast árið 1986. Næst er von á henni um 2062. Ýmsar geimrannsóknarstöðvar í mörgum löndum sendu geimför til að rannsaka halastjörnu Halleys árið 1986 og þær rannsóknir hafa bætt við þekkingu okkar á þessum furðulegu fyrirbærum himinsins.

Halastjarnan Hale-Bopp var næst sólu á árinu 1997 og bar þá mikið á henni á himninum. Halastjörnur sem eru sýnilegar berum augum eru ekki sjaldgæfari en svo að þær ber fyrir augu á um það bil 5 ára fresti að meðaltali.

Halastjörnur hafa mjög komið við sögu hugmynda og vísinda. Þrátt fyrir fegurð sína hafa þær vakið mönnum ógn eins og svo margt annað sem var óvænt og menn skildu ekki. Samkvæmt hugmyndum fyrri alda gat ekki verið að halastjörnur tilheyrðu ríki óbreytanleikans á himnum þar sem þær komu og fóru algerlega án reglu að því er virtist. Menn drógu því þá ályktun að halastjörnur tilheyrðu jarðríki og væru nær okkur en tunglið. Menn urðu síðan að falla frá þessum hugmyndum þegar danski stjörnufræðingurinn Tycho Brahe (1546–1601) sýndi fram á með athugunum að halastjörnur væru handan tunglsins.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

3.5.2000

Spyrjandi

Nína Guðrún Baldursdóttir, 10 ára

Efnisorð

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða halastjarna er með lengstan hala?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2000, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=393.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 3. maí). Hvaða halastjarna er með lengstan hala? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=393

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða halastjarna er með lengstan hala?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2000. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=393>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða halastjarna er með lengstan hala?
Yfirleitt er í mesta lagi ein meiri háttar halastjarna sýnileg með berum augum frá jörðinni í einu. Lengdin á halanum breytist mjög með fjarlægð frá sól og er ekki endilega hin sama í hverri heimsókn halastjörnunnar eftir aðra. Þess vegna er lengd halans á halastjörnum ekki einkennisstærð sem hægt er að fletta upp í bókum eins og til dæmis massa eða stærð ýmissa himinhnatta. En mesta lengd á hala sem mælst hefur var á halastjörnu sem birtist árið 1843.

Áætlað er að hali þessarar halastjörnu hafi verið um 300 miljón kílómetrar á lengd og hann teygði sig yfir 70 gráður á himinhvolfinu. Aðrar halastjörnur hafa spannað stærra horn en það en þær hafa þá verið nær okkur þannig að halinn sjálfur var ekki lengri en áður var sagt.

Halastjörnur eru flestar upprunnar í svokölluðu Oort-skýi um það bil 10 billjón km frá sólinni. Sú fjarlægð er á borð við eitt ljósár eða fjórðunginn af vegalengdinni til næstu sólstjörnu. Í þessu skýi er saman komið gífurlegt magn af ís, gasi og ryki. Öðru hverju togar þyngdarkraftur frá stjörnu í grenndinni "skítugan snjóbolta" út úr skýinu og hann fer síðan að falla í átt til sólar. Lengst af ferðinni tekur enginn eftir þessum bolta sem er á stærð við fjall og kallast halastjarna. En þegar hún tekur að nálgast sólina til muna hitnar hún, hluti af ísnum bráðnar og gufar upp og gasið og rykið hitna líka. Allt þetta myndar ský utan um fastan kjarna halastjörnunnar og kallast það hjúpur hennar.

Kjarninn og hjúpurinn mynda höfuð halastjörnunnar. Þegar hún nálgast sól enn meir heldur höfuðið áfram að hitna og þenjast út. Að lokum getur það orðið nokkur hundruð þúsund km að stærð eða jafnvel milljón km. Samt sem áður er það að fyrirferð aðeins lítill hluti af allri halastjörnunni.

Sólin stafar frá sér öflugum sólvindi sem er gerður úr orkumiklum öreindum. Auk þess getur venjuleg geislun sólarinnar, sólarljós og annað, valdið þrýstingi á það sem á vegi hennar verður. Sólvindurinn og geislunarþrýstingur frá sól hafa þau áhrif á halastjörnu að blása hjúpnum út í langan hala sem vísar alltaf burt frá sól. Af þessum hala draga halastjörnurnar nafn sitt á íslensku. Þegar halastjarnan er á leið í átt til sólar er halinn á eftir henni en þegar hún hefur farið fram hjá sól og er á leið burt aftur er halinn á undan henni, samanber myndina til vinstri hér á eftir.



Það er einmitt halinn á halastjörnunum sem gerir þær að einstæðum fyrirbærum sem hafa vakið athygli manna frá örófi alda. Hann getur orðið milljónir og jafnvel hundruð milljóna kílómetra á lengd. Séð frá jörðinni getur hann myndað slæðu sem nær yfir mikinn hluta himinsins, en er þó svo þunn að fjarlægar stjörnur skína nær ótruflaðar gegnum hana. Myndin til hægri í svarinu sýnir þetta glöggt en hún er af halastjörnunni Hyakutake sem var á lofti á útmánuðum 1996. Myndin til vinstri sýnir á hinn bóginn hvernig halinn lengist þegar halastjarnan kemur nær sólu og geislunarþrýstingurinn frá sól eykst.

Í sólkerfinu eru taldar vera meira en 100.000 halastjörnur. Hver þeirra um sig er á braut um sól og margar halastjörnur koma í grennd við hana aftur og aftur. Ýmsar þeirra hafa langan umferðartíma, jafnvel þúsundir ára, og líður sá tími þá milli þess sem þær sjást. Brautir þessara halastjarna eru afar langir og mjóir sporbaugar sem ná jafnvel út á ystu mörk sólkerfisins.

Halastjörnur með stuttan umferðartíma gera hins vegar vart við sig á nokkurra ára eða áratuga fresti. Sú frægasta af þessum halastjörnum er kennd við enska stjörnufræðinginn Edmond Halley (1656–1742). Hún kemur í grennd við sól á 75–79 ára fresti. Halley var að sjálfsögðu ekki fyrstur til að sjá þessa halastjörnu því að hún fer ekki fram hjá neinum sem lítur til himins þegar hún er á ferð. Hins vegar varð hann fyrstur til að gera sér ljóst að þarna var sami gesturinn hvað eftir annað og hann sagði fyrir um að hún mundi næst verða á ferðinni árið 1759. Halastjarna Halleys hefur heimsótt okkur með reglubundnum hætti æ síðan, nú síðast árið 1986. Næst er von á henni um 2062. Ýmsar geimrannsóknarstöðvar í mörgum löndum sendu geimför til að rannsaka halastjörnu Halleys árið 1986 og þær rannsóknir hafa bætt við þekkingu okkar á þessum furðulegu fyrirbærum himinsins.

Halastjarnan Hale-Bopp var næst sólu á árinu 1997 og bar þá mikið á henni á himninum. Halastjörnur sem eru sýnilegar berum augum eru ekki sjaldgæfari en svo að þær ber fyrir augu á um það bil 5 ára fresti að meðaltali.

Halastjörnur hafa mjög komið við sögu hugmynda og vísinda. Þrátt fyrir fegurð sína hafa þær vakið mönnum ógn eins og svo margt annað sem var óvænt og menn skildu ekki. Samkvæmt hugmyndum fyrri alda gat ekki verið að halastjörnur tilheyrðu ríki óbreytanleikans á himnum þar sem þær komu og fóru algerlega án reglu að því er virtist. Menn drógu því þá ályktun að halastjörnur tilheyrðu jarðríki og væru nær okkur en tunglið. Menn urðu síðan að falla frá þessum hugmyndum þegar danski stjörnufræðingurinn Tycho Brahe (1546–1601) sýndi fram á með athugunum að halastjörnur væru handan tunglsins.

...