Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt?

Helgi Gunnlaugsson

Rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum eiga sér langa sögu en umfang þeirra hefur vaxið mjög á síðustu áratugum. Brot af þessu tagi hafa lengi þekkst og víðast hvar verið fordæmd. Þó þekkjast dæmi þar sem kynferðislegar athafnir milli fullorðinna og barna hafa verið viðurkenndar (McCaghy og Capron, 1997).

Niðurstöður sýna að dæmigerður brotamaður af þessu tagi er ekki til. Margar tegundir þekkjast og gerendur eru alls ekki alltaf fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þó hafa rannsóknir sýnt að þeir sem hafa orðið uppvísir að kynferðisbrotum gegn börnum hafa í ríkari mæli verið misnotaðir í æsku en gerendur í nauðgunarmálum (Bolen, 2001). Einnig sýna rannsóknir að þegar kemur fram á fullorðinsár eiga þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku yfirleitt í meiri erfiðleikum með náin tengsl við maka en þeir sem ekki hafa orðið fyrir slíkri reynslu (Thio, 2004).

Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að allt að 19 prósent kvenna segjast hafa orðið þolendur kynferðisofbeldis í æsku og um 8 prósent drengja (Finkelhor, 1990). Þetta eru háar tölur og sýna að vandinn er víðtækur. Yfirleitt þekkja þolendur gerandann og sjaldan þarf að beita líkamlegu afli til að fremja verknaðinn. Sambærilegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hér á landi.

Tilvísanir:
  • Bolen, Rebecca (2001). Child Sexual Abuse: Its Scope and Our Failure. New York: Kluwer Academic/Plenum Publishers.
  • Finkelhor, David (1979; 1990). Sexually Victimized Children. New York: The Free Press.
  • McCaghy, Charles og Timothy Capron (1997). Deviant Behavior: Crime, Conflict, and Interest Groups. Allyn and Bacon.
  • Thio, Alex (2004) Deviant Behavior. Allyn and Bacon.

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.12.2004

Spyrjandi

Hörn Harðardóttir

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2004. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3931.

Helgi Gunnlaugsson. (2004, 29. desember). Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3931

Helgi Gunnlaugsson. „Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2004. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3931>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt?
Rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum eiga sér langa sögu en umfang þeirra hefur vaxið mjög á síðustu áratugum. Brot af þessu tagi hafa lengi þekkst og víðast hvar verið fordæmd. Þó þekkjast dæmi þar sem kynferðislegar athafnir milli fullorðinna og barna hafa verið viðurkenndar (McCaghy og Capron, 1997).

Niðurstöður sýna að dæmigerður brotamaður af þessu tagi er ekki til. Margar tegundir þekkjast og gerendur eru alls ekki alltaf fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þó hafa rannsóknir sýnt að þeir sem hafa orðið uppvísir að kynferðisbrotum gegn börnum hafa í ríkari mæli verið misnotaðir í æsku en gerendur í nauðgunarmálum (Bolen, 2001). Einnig sýna rannsóknir að þegar kemur fram á fullorðinsár eiga þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku yfirleitt í meiri erfiðleikum með náin tengsl við maka en þeir sem ekki hafa orðið fyrir slíkri reynslu (Thio, 2004).

Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að allt að 19 prósent kvenna segjast hafa orðið þolendur kynferðisofbeldis í æsku og um 8 prósent drengja (Finkelhor, 1990). Þetta eru háar tölur og sýna að vandinn er víðtækur. Yfirleitt þekkja þolendur gerandann og sjaldan þarf að beita líkamlegu afli til að fremja verknaðinn. Sambærilegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hér á landi.

Tilvísanir:
  • Bolen, Rebecca (2001). Child Sexual Abuse: Its Scope and Our Failure. New York: Kluwer Academic/Plenum Publishers.
  • Finkelhor, David (1979; 1990). Sexually Victimized Children. New York: The Free Press.
  • McCaghy, Charles og Timothy Capron (1997). Deviant Behavior: Crime, Conflict, and Interest Groups. Allyn and Bacon.
  • Thio, Alex (2004) Deviant Behavior. Allyn and Bacon.
...