Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er misseri?

JGÞ

Orðið misseri merkir einfaldlega hálft ár eða sex mánuðir en er stundum notað um skemmri tímabil sem markast af árstíðunum. Kennsluári í háskóla er til dæmis skipt í tvö misseri, haustmisseri og vormisseri.

Víða erlendis skiptist háskólaárið í tvö semester. Það orð er dregið af latneska orðinu 'semestris' sem er samsett úr 'sex' og 'mensis' sem merkir mánuður. Orðið 'semester' þýðir þess vegna sex mánuðir eins og íslenska orðið misseri.

Gamla íslenska tímatalið nefndist misseristal og þar var áhersla lögð á misserin tvö, sumar og vetur og einnig vikur í stað mánaða. Hægt er að lesa meira um misseristalið í Almanaksskýringum Þorsteins Sæmundssonar.

Önnur samsett orð sem hefjast á 'misseri' eru misseravindur sem er árstíðabundinn vindur og misserisrit sem eru rit sem koma út einu sinni á misseri.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.12.2004

Spyrjandi

Klara Hinriksdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er misseri?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2004, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3934.

JGÞ. (2004, 30. desember). Hvað er misseri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3934

JGÞ. „Hvað er misseri?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2004. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3934>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er misseri?
Orðið misseri merkir einfaldlega hálft ár eða sex mánuðir en er stundum notað um skemmri tímabil sem markast af árstíðunum. Kennsluári í háskóla er til dæmis skipt í tvö misseri, haustmisseri og vormisseri.

Víða erlendis skiptist háskólaárið í tvö semester. Það orð er dregið af latneska orðinu 'semestris' sem er samsett úr 'sex' og 'mensis' sem merkir mánuður. Orðið 'semester' þýðir þess vegna sex mánuðir eins og íslenska orðið misseri.

Gamla íslenska tímatalið nefndist misseristal og þar var áhersla lögð á misserin tvö, sumar og vetur og einnig vikur í stað mánaða. Hægt er að lesa meira um misseristalið í Almanaksskýringum Þorsteins Sæmundssonar.

Önnur samsett orð sem hefjast á 'misseri' eru misseravindur sem er árstíðabundinn vindur og misserisrit sem eru rit sem koma út einu sinni á misseri....