Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni.

En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu algengari í ensku en í íslensku. Þannig eru til dæmis tungumálaheiti eins og French skrifuð með stórum staf í ensku þar sem við höfum lágstaf: franska. Sömuleiðis eru lýsingarorð um þjóðerni skrifuð með hástaf í ensku: Icelandic/íslenskur, heiti mánaða og vikudaga eru með hástöfum og þannig mætti lengi telja.

Notkun ensku í lífi manna nú á dögum fer sem kunnugt er sívaxandi og hefur meðal annars áhrif á stafsetningu einstaklinga þannig að sumir skrifa nú "Jörðina" með stórum staf, þó að það sé ef til vill ekki gert að yfirveguðu ráði. Sömuleiðis örlar á því í vaxandi mæli að menn skrifi mánaðaheitin með stórum staf, jafnvel á prenti.

En Vísindavefurinn fylgir í þessu sem flestu öðru hefðbundinni íslenskri stafsetningu þar sem bæði jörðin, sólin og tunglið eru skrifuð með litlum staf. Í íslensku dugir viðskeytti greinirinn (jörðin, sólin, tungl) til að taka af öll tvímæli um hvað við er átt, en jafnframt hefur hann trúlega fælt menn frá því í öndverðu að hafa þarna stóran staf.

Hins vegar má vel vera að upp komi þörf á því innan tíðar að gera greinarmun á Tunglinu (okkar) og tunglinu sem menn hafa í huga hverju sinni og -- á sama hátt -- á Sólinni og sólinni, enda er aragrúi af sólum og tunglum í alheiminum samkvæmt heimsmynd nútímans. Þegar svo verður komið fyrir sól og tungli kemur almenn eða viðurkennd stafsetning jarðarinnar trúlega von bráðar í kjölfarið!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

30.12.2004

Spyrjandi

Þóra Guðmundsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2004. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3935.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2004, 30. desember). Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3935

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2004. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3935>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?
Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni.

En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu algengari í ensku en í íslensku. Þannig eru til dæmis tungumálaheiti eins og French skrifuð með stórum staf í ensku þar sem við höfum lágstaf: franska. Sömuleiðis eru lýsingarorð um þjóðerni skrifuð með hástaf í ensku: Icelandic/íslenskur, heiti mánaða og vikudaga eru með hástöfum og þannig mætti lengi telja.

Notkun ensku í lífi manna nú á dögum fer sem kunnugt er sívaxandi og hefur meðal annars áhrif á stafsetningu einstaklinga þannig að sumir skrifa nú "Jörðina" með stórum staf, þó að það sé ef til vill ekki gert að yfirveguðu ráði. Sömuleiðis örlar á því í vaxandi mæli að menn skrifi mánaðaheitin með stórum staf, jafnvel á prenti.

En Vísindavefurinn fylgir í þessu sem flestu öðru hefðbundinni íslenskri stafsetningu þar sem bæði jörðin, sólin og tunglið eru skrifuð með litlum staf. Í íslensku dugir viðskeytti greinirinn (jörðin, sólin, tungl) til að taka af öll tvímæli um hvað við er átt, en jafnframt hefur hann trúlega fælt menn frá því í öndverðu að hafa þarna stóran staf.

Hins vegar má vel vera að upp komi þörf á því innan tíðar að gera greinarmun á Tunglinu (okkar) og tunglinu sem menn hafa í huga hverju sinni og -- á sama hátt -- á Sólinni og sólinni, enda er aragrúi af sólum og tunglum í alheiminum samkvæmt heimsmynd nútímans. Þegar svo verður komið fyrir sól og tungli kemur almenn eða viðurkennd stafsetning jarðarinnar trúlega von bráðar í kjölfarið!...