Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa dæmdir ofbeldismenn alltaf verið árásarhneigðir í æsku?

Helgi Gunnlaugsson

Ofbeldi finnst í margvíslegum myndum og skýringar á því eru einnig margþættar. Áhættuþættir ofbeldis eru bæði einstaklingsbundnir og félagslegir. Nefna má þætti eins og persónuleikaraskanir og geðræn vandkvæði og einnig félagslega áhættuþætti eins og upplausn fjölskyldna og áhrif jafningjahópa, sem geta undir tilteknum kringumstæðum ýtt undir ofbeldisfulla hegðun.

Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að börn sem hafa verið vanrækt eða misnotuð sýna af sér andfélagslega hegðun, svo sem ofbeldi, í ríkari mæli síðar á lífsleiðinni en þeir sem ekki hafa orðið fyrir reynslu af því tagi (Scudder, Blount, Heide og Silverman, 1993). Rannsóknir á dæmdum morðingjum sýna einnig að stór hluti þeirra hefur langa sögu ofbeldis og vanrækslu á bakinu frá því í æsku (Lewis, 1998).

Ofbeldishneigð í æsku er því óneitanlega áhrifaríkur forspárþáttur ofbeldis síðar í lífinu þó tengslin milli árásarhneigðar í æsku og dæmdra ofbeldismanna síðar á lífsleiðini séu alls ekki óhjákvæmileg.

Tilvísanir:
  • Lewis, Dorothy (1998). Guilty By Reason of Insanity. New York: Fawcett Columbine.
  • Scudder, Robert; William Blount; Kathleen Heide og Ira Silverman, (1993). “Important Links between Child Abuse, Neglect and Delinquency”. International Journal of Offender Therapy 37 (1993): 315-23.

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.12.2004

Spyrjandi

Ólöf Halla Bjarnadóttir

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Hafa dæmdir ofbeldismenn alltaf verið árásarhneigðir í æsku?“ Vísindavefurinn, 31. desember 2004, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3936.

Helgi Gunnlaugsson. (2004, 31. desember). Hafa dæmdir ofbeldismenn alltaf verið árásarhneigðir í æsku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3936

Helgi Gunnlaugsson. „Hafa dæmdir ofbeldismenn alltaf verið árásarhneigðir í æsku?“ Vísindavefurinn. 31. des. 2004. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3936>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa dæmdir ofbeldismenn alltaf verið árásarhneigðir í æsku?
Ofbeldi finnst í margvíslegum myndum og skýringar á því eru einnig margþættar. Áhættuþættir ofbeldis eru bæði einstaklingsbundnir og félagslegir. Nefna má þætti eins og persónuleikaraskanir og geðræn vandkvæði og einnig félagslega áhættuþætti eins og upplausn fjölskyldna og áhrif jafningjahópa, sem geta undir tilteknum kringumstæðum ýtt undir ofbeldisfulla hegðun.

Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að börn sem hafa verið vanrækt eða misnotuð sýna af sér andfélagslega hegðun, svo sem ofbeldi, í ríkari mæli síðar á lífsleiðinni en þeir sem ekki hafa orðið fyrir reynslu af því tagi (Scudder, Blount, Heide og Silverman, 1993). Rannsóknir á dæmdum morðingjum sýna einnig að stór hluti þeirra hefur langa sögu ofbeldis og vanrækslu á bakinu frá því í æsku (Lewis, 1998).

Ofbeldishneigð í æsku er því óneitanlega áhrifaríkur forspárþáttur ofbeldis síðar í lífinu þó tengslin milli árásarhneigðar í æsku og dæmdra ofbeldismanna síðar á lífsleiðini séu alls ekki óhjákvæmileg.

Tilvísanir:
  • Lewis, Dorothy (1998). Guilty By Reason of Insanity. New York: Fawcett Columbine.
  • Scudder, Robert; William Blount; Kathleen Heide og Ira Silverman, (1993). “Important Links between Child Abuse, Neglect and Delinquency”. International Journal of Offender Therapy 37 (1993): 315-23.
...