Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Lat. Suricata suricatta. Heitið er ekki marköttur en dýrið virðist falla undir mongús flokkinn.
Hér er um að ræða tegund af ætt þefkatta (Viverridae). Þefkettir eru fjölskipuð ætt smávaxinna rándýra og telur nú um 70 tegundir.
Dýr af tegundinni Suricata suricatta hafa verið nefnd jarðkettir á íslensku. Þetta eru sérkennileg dýr með eitt ríkasta hópeðli sem þekkist meðal dýra ættbálksins. Þau lifa meðal annars á hrjóstrugum svæðum við jaðra eyðimarka Namibíu.
Dýrin halda sig 20-30 í hóp sem grefur sér neðanjarðarbyrgi. Það er bæði notað til svefns og þegar hætta vofir yfir, svo sem við árásir ránfugla. Yfirleitt eru einstök dýr í varðstöðu og standa þá þráðbeint upp í loftið á afturfótunum á meðan önnur dýr róta eftir laukum eða annarri fæðu sem þau finna í jarðveginum.
Jón Már Halldórsson. „Hvert er íslenska heitið á Meerkat?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2004, sótt 25. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=3937.
Jón Már Halldórsson. (2004, 2. janúar). Hvert er íslenska heitið á Meerkat? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3937
Jón Már Halldórsson. „Hvert er íslenska heitið á Meerkat?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2004. Vefsíða. 25. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3937>.