Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Istanbúl er stærsta borg Tyrklands og var áður höfuðborg landsins. Nú er Ankara höfuðborgin. Borgin hét fyrst Býsans en það er hugsanlega dregið af nafni Býsas sem var leiðtogi Grikkja frá Megöru og átti samkvæmt fornum sögnum að hafa stofnað borgina um 657 f. Kr.
Frá árinu 330 e. Kr. til 1930 nefndist borgin Konstantínópel eftir Konstantínusi mikla keisara (um 280-337). Hann gerði borgina að höfuðborg Rómaveldis.
Á 13. öld notuðu Arabar kenninafnið Istinpolin um borgina en það var afbökun á grísku orðunum eis ten polin sem merkja í rauninni í borginni. Síðar varð þetta að nafninu Istanbúl en það hefur verið hið opinbera heiti borgarinnar frá árinu 1930.
Sofíukirkjan í Istanbúl hefur einnig verið nefnd Ægisif eða Egisif á íslensku sem er hálfgerð hljóðlíking á gríska heiti kirkjunnar 'Hagia Sophia' sem merkir 'heilög viska'.
Istanbúl skipar þá sérstöðu meðal borga að vera í tveimur heimsálfum, Asíu og Evrópu. Þar eru margar frægar byggingar eins og Sofíukirkjan og moska frá 16. öld.
Heimildir og mynd:
Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Arnþór Elíasson og Helgi Kristjánsson. „Hvaðan kemur nafnið Istanbúl og hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2004, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3938.
Arnþór Elíasson og Helgi Kristjánsson. (2004, 5. janúar). Hvaðan kemur nafnið Istanbúl og hvað þýðir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3938
Arnþór Elíasson og Helgi Kristjánsson. „Hvaðan kemur nafnið Istanbúl og hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2004. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3938>.