Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað dýr gefur frá sér hæsta hljóðið hér á jörðu?

Það dýr sem gefur frá sér hæstu hljóðin er steypireyðurinn (Balaenoptera musculus) sem er jafnframt stærsta dýr jarðarinnar. Þegar tarfarnir eru í makaleit mynda þeir lágtíðni hljóð sem mannseyrað greinir ekki en þau hafa mælst allt að 188 desibel.Vísindamenn telja að baul tarfanna sé liður í makaleit þeirra og líklega berast hljóð hvala í Atlantshafi um allan norðausturhluta hafsins.

Útgáfudagur

13.1.2004

Spyrjandi

Yngvi Sighvatsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

JMH. „Hvað dýr gefur frá sér hæsta hljóðið hér á jörðu?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2004. Sótt 5. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3946.

JMH. (2004, 13. janúar). Hvað dýr gefur frá sér hæsta hljóðið hér á jörðu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3946

JMH. „Hvað dýr gefur frá sér hæsta hljóðið hér á jörðu?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2004. Vefsíða. 5. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3946>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorvaldur Gylfason

1951

Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði í HÍ. Rannsóknir Þorvalds spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði, hagþróun, náttúruauðlindir og auðlindastjórn og stjórnskipun og stjórnarskrár.