Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Er allt rétt sem þið svarið á Vísindavefnum?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta er góð og þörf spurning. Stutta svarið við henni er „já".

Við reynum eftir bestu getu að tryggja að svörin séu „rétt“ í þeirri merkingu sem yfirleitt er beitt í vísindum, það er að segja að þau séu í samræmi við það sem best er vitað þegar þau eru skrifuð. En þegar spurt er til dæmis um splunkunýja þekkingu er ekki víst að svarið hefði verið hið sama fyrir 10 árum, né heldur að það verði eins eftir önnur tíu ár, ef reynt er að svara í samræmi við það sem þá verður best vitað.

Svo getur líka komið fyrir að hér sé fjallað um efni sem fræðimenn greinir á um. Oftast reynum við þá að láta koma fram beinum orðum að slíkur ágreiningur ríki, en hitt kann líka að vera að við gerum stundum ráð fyrir að það sjáist af samhengi og framsetningu.

Við sem vinnum við ritstjórn Vísindavefsins reynum alltaf að leita eftir svörum frá fróðustu mönnum sem völ er á, eða þá að biðja slíka menn um að líta yfir svör sem berast, ef ástæða er til.

Auðvitað getur samt komið fyrir að höfundum okkar eða ritstjórn skjátlist í einhverju og eitthvað megi betur fara í efni sem birtist á vefnum. Stundum fáum við ábendingar frá lesendum okkar um slíkt. Þá notum við okkur hvað veraldarvefurinn er þjáll miðill og lagfærum umsvifalaust það sem miður fer. Að því leyti erum við betur sett en þeir sem skrifa bækur eða annað prentað mál.

Þessar lagfæringar sem við gerum á efninu þýða að sjálfsögðu að sá sem les flunkunýtt svar þarf að gera ráð fyrir að það geti breyst eitthvað. Þeir sem vísa í efni hjá okkur, til dæmis í ritgerðum, þurfa þess vegna að geta þess hvenær efnið var skoðað. Þess konar almennar venjur hafa þegar þróast í tilvitnunum í efni á Veraldarvefnum yfirleitt. Hægt er að fræðast um þær í svari við spurningunni Hvernig á að vísa í svör á Vísindavefnum?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

16.1.2004

Spyrjandi

Þórdís Sigrún, f. 1991

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er allt rétt sem þið svarið á Vísindavefnum?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2004. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3952.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2004, 16. janúar). Er allt rétt sem þið svarið á Vísindavefnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3952

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er allt rétt sem þið svarið á Vísindavefnum?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2004. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3952>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er allt rétt sem þið svarið á Vísindavefnum?
Þetta er góð og þörf spurning. Stutta svarið við henni er „já".

Við reynum eftir bestu getu að tryggja að svörin séu „rétt“ í þeirri merkingu sem yfirleitt er beitt í vísindum, það er að segja að þau séu í samræmi við það sem best er vitað þegar þau eru skrifuð. En þegar spurt er til dæmis um splunkunýja þekkingu er ekki víst að svarið hefði verið hið sama fyrir 10 árum, né heldur að það verði eins eftir önnur tíu ár, ef reynt er að svara í samræmi við það sem þá verður best vitað.

Svo getur líka komið fyrir að hér sé fjallað um efni sem fræðimenn greinir á um. Oftast reynum við þá að láta koma fram beinum orðum að slíkur ágreiningur ríki, en hitt kann líka að vera að við gerum stundum ráð fyrir að það sjáist af samhengi og framsetningu.

Við sem vinnum við ritstjórn Vísindavefsins reynum alltaf að leita eftir svörum frá fróðustu mönnum sem völ er á, eða þá að biðja slíka menn um að líta yfir svör sem berast, ef ástæða er til.

Auðvitað getur samt komið fyrir að höfundum okkar eða ritstjórn skjátlist í einhverju og eitthvað megi betur fara í efni sem birtist á vefnum. Stundum fáum við ábendingar frá lesendum okkar um slíkt. Þá notum við okkur hvað veraldarvefurinn er þjáll miðill og lagfærum umsvifalaust það sem miður fer. Að því leyti erum við betur sett en þeir sem skrifa bækur eða annað prentað mál.

Þessar lagfæringar sem við gerum á efninu þýða að sjálfsögðu að sá sem les flunkunýtt svar þarf að gera ráð fyrir að það geti breyst eitthvað. Þeir sem vísa í efni hjá okkur, til dæmis í ritgerðum, þurfa þess vegna að geta þess hvenær efnið var skoðað. Þess konar almennar venjur hafa þegar þróast í tilvitnunum í efni á Veraldarvefnum yfirleitt. Hægt er að fræðast um þær í svari við spurningunni Hvernig á að vísa í svör á Vísindavefnum?...