Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig urðu beygingar til í tungumálum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Óvíst er hvort frummaðurinn gat gefið frá sér hljóð sem hægt væri að telja til „orða“ í nútíma merkingu. Er það einkum vegna þess að ekki er nóg vitað um barkakýlið og þróun þess. Talið er að tjáskipti hafi einkum farið fram í öndverðu með hrópum, andlitsgrettum og líkamstjáningu. Smám saman þróaðist maðurinn og gat farið að nýta betur þann hæfileika að gefa frá sér mismunandi hljóð og tengja þau. Lítið er vitað um þetta fyrsta skeið málsögunnar fyrr en kemur að rituðum textum.

Elstu heimildir eru um fornegypsku frá því um 3000 fyrir Krist. Þá einkenndist sagnbeyging af notkun viðskeyta. Málið þróaðist áfram og í síðegypsku, sem nær frá um 700 fyrir Krist, er sagnbeyging orðin mun flóknari með til dæmis skiptingu í mismunandi tíðir. Þetta dæmi sýnir hvernig beygingarkerfið getur þróast í tímanna rás.

Hettitíska innihélt háþróað beygingakerfi þegar um 1800 fyrir Krist.

Ef við lítum til indóevrópsku málaættarinnar, og innan hennar til hettitísku, sem varðveitir elstu heimildir um þá málaætt, má sjá að um 1800 fyrir Krist er orðið til háþróað beygingakerfi. Nafnorðum er skipt í karlkyn og hvorugkyn, beygingaflokkar eru fleiri en einn, nafnorðin beygjast í nokkrum föllum og sagnbeyging myndar nokkuð skýrt kerfi.

Elstu heimildir um sanskrít, fornindverskt mál, sýna þrjú kyn og greinir fræðimenn á um hvort hettitíska hafi týnt sínu kvenkyni niður eða hvort sanskrít hafi þróast áfram frá sameiginlega indóevrópska frummálinu.

Um þróun beyginga fyrir daga ritunar er allt á huldu en reynslan af skrifuðum textum sýnir að beygingakerfi tungumála héldu lengi áfram að þróast og bæta við sig. Vissulega eru beygingakerfi enn að breytast en meira í átt til einföldunar á seinni öldum.

Áhugavert er að lesa um tungumál heimsins í bók Baldurs Ragnarssonar, Tungumál veraldar, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1999.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.1.2004

Síðast uppfært

12.7.2018

Spyrjandi

Orri Tómasson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig urðu beygingar til í tungumálum?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2004, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3961.

Guðrún Kvaran. (2004, 21. janúar). Hvernig urðu beygingar til í tungumálum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3961

Guðrún Kvaran. „Hvernig urðu beygingar til í tungumálum?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2004. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3961>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu beygingar til í tungumálum?
Óvíst er hvort frummaðurinn gat gefið frá sér hljóð sem hægt væri að telja til „orða“ í nútíma merkingu. Er það einkum vegna þess að ekki er nóg vitað um barkakýlið og þróun þess. Talið er að tjáskipti hafi einkum farið fram í öndverðu með hrópum, andlitsgrettum og líkamstjáningu. Smám saman þróaðist maðurinn og gat farið að nýta betur þann hæfileika að gefa frá sér mismunandi hljóð og tengja þau. Lítið er vitað um þetta fyrsta skeið málsögunnar fyrr en kemur að rituðum textum.

Elstu heimildir eru um fornegypsku frá því um 3000 fyrir Krist. Þá einkenndist sagnbeyging af notkun viðskeyta. Málið þróaðist áfram og í síðegypsku, sem nær frá um 700 fyrir Krist, er sagnbeyging orðin mun flóknari með til dæmis skiptingu í mismunandi tíðir. Þetta dæmi sýnir hvernig beygingarkerfið getur þróast í tímanna rás.

Hettitíska innihélt háþróað beygingakerfi þegar um 1800 fyrir Krist.

Ef við lítum til indóevrópsku málaættarinnar, og innan hennar til hettitísku, sem varðveitir elstu heimildir um þá málaætt, má sjá að um 1800 fyrir Krist er orðið til háþróað beygingakerfi. Nafnorðum er skipt í karlkyn og hvorugkyn, beygingaflokkar eru fleiri en einn, nafnorðin beygjast í nokkrum föllum og sagnbeyging myndar nokkuð skýrt kerfi.

Elstu heimildir um sanskrít, fornindverskt mál, sýna þrjú kyn og greinir fræðimenn á um hvort hettitíska hafi týnt sínu kvenkyni niður eða hvort sanskrít hafi þróast áfram frá sameiginlega indóevrópska frummálinu.

Um þróun beyginga fyrir daga ritunar er allt á huldu en reynslan af skrifuðum textum sýnir að beygingakerfi tungumála héldu lengi áfram að þróast og bæta við sig. Vissulega eru beygingakerfi enn að breytast en meira í átt til einföldunar á seinni öldum.

Áhugavert er að lesa um tungumál heimsins í bók Baldurs Ragnarssonar, Tungumál veraldar, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1999.

Mynd:...